Ritrýndar greinar eru, auk almenns handritalesturs, lesnar af ritstjórn og ritrýndar af tveimur sérfræðingum á sviði greinar. Fullrar nafnleyndar er gætt við ritrýnina.

Ritstýrðar greinar eru, auk almenns handritalesturs, lesnar af ritstjórn og einum sérfræðingi á sviði greinar. Nafnleyndar er gætt við yfirlestur sérfræðings.

Ritrýndar greinar

16.12. 2024

Ragna Benedikta Garðarsdóttir, Helga Eden Gísladóttir, Þórhildur Guðjónsdóttir og Linda Bára Lýðsdóttir

Tíðni kulnunareinkenna og skýringar á kulnun starfsfólks í háskólum á Íslandi

Erlendar rannsóknir sýna að háskólakennarar upplifa mikið álag í starfi og að tíðni kulnunareinkenna meðal þeirra er há, ekki síður en hjá kennurum annarra skólastiga. Hér á landi hafa kulnunareinkenni meðal háskólakennara ekki verið rannsökuð áður, en í starfsumhverfiskönnun Háskóla Íslands segjast 80% akademískra starfsmanna upplifa mikið vinnuálag. Kulnunareinkenni, svo sem örmögnun, hugræn og tilfinningaleg skerðing, og skyn-, hjartsláttar-, og meltingartruflanir, eru afleiðing langvarandi vinnuálags og ofvirkni streitukerfa líkamans. Í þessari rannsókn var tíðni kulnunareinkenna metin með netkönnun meðal félagsfólks í Félagi háskólakennara og Félagi prófessora við ríkisháskóla, N = 624.

Niðurstöður sýna að 36% svarenda eru í mikilli eða mjög mikilli hættu á kulnunarröskun, en að tíðni og alvarleiki einkenna fari eftir stöðu innan háskólanna.

16.12. 2024

Rósa Aðalsteinsdóttir, Ragný Þóra Guðjohnsen og Lóa Guðrún Gísladóttir

Áskoranir foreldra og leiðir þeirra til að efla seiglu og farsæld barna og ungmenna: Eigindleg rannsókn

Í þessari eigindlegu rannsókn voru tekin viðtöl við fjórar mæður og fjóra feður sem hafa reynslu af uppeldi eigin barna og starfi með börnum. Markmiðið var að kanna sýn þeirra á megináskoranir í uppeldi samtímans og leiðir til að efla markvisst seiglu og farsæld barna. Í niðurstöðum kom fram að ein helsta áskorun foreldra samtímans fælist í að halda of mörgum boltum á lofti samtímis, sem drægi úr samveru og dýpri samræðum þar sem hlúð væri að félags- og tilfinningalæsi barna. Þá einkenndist nútímauppeldi af litlum mörkum og að foreldrar forðuðust að leiðbeina um þroskaða hegðun og farsælar lausnir, meðal annars í samskiptum. Mikil samfélagsmiðlanotkun barna og fullorðinna væri jafnframt til þess fallin að draga úr félagslegum samskiptum innan heimilisins og minnka tengsl barna og virkni utan skjásins.

9.12. 2024

Charlotte E. Wolff, Renata Emilsson Peskova, Samúel Lefever, Susan E. Gollifer

Shifting trends in communicative English language teaching in Icelandic compulsory schools

6.12. 2024

Aðalheiður Anna Erlingsdóttir, Ingólfur Ásgeir Jóhannesson og Valgerður S. Bjarnadóttir

Kynjað starfsumhverfi kvenkyns nýliða í grunnskólakennslu

15.11. 2024

Anna Magnea Hreinsdóttir

Sameiginlegir leikheimar barna og leikskólakennara

13.11. 2024

Laufey Elísabet Löve

Réttur fatlaðs fólks til samráðs: Þróun námsefnis í þroskaþjálfafræði

30.10. 2024

Eyrún María Rúnarsdóttir

Á samfélagsmiðlum eru byggðar brýr: Netvinátta unglinga í félagslega viðkvæmri stöðu

23.10. 2024

Anna Magnea Hreinsdóttir og Jóhanna Einarsdóttir

Félags- og tilfinningahæfni: Lykill að farsæld barna. Um þróunarverkefni í fimm leikskólum

4.10. 2024

Auður Pálsdóttir, Sigríður Ólafsdóttir og Örn Þór Karlsson

Málnotkun fjöltyngdra nemenda og tengsl við mat þeirra á eigin íslenskufærni

12.8. 2024

Guðmundur Engilbertsson og Fjóla Björk Karlsdóttir

Skipulag og eftirfylgni stuðnings við lestur á yngsta stigi grunnskóla séð með augum læsisfræðinga

22.7. 2024

Ingibjörg Ósk Sigurðardóttir og Hrönn Pálmadóttir

Starfsfólk leikskóla þróar eigin starfshætti með ungum börnum

4.6. 2024

Anna Ólafsdóttir og Sólveig Zophoníasdóttir

„Ég hreinlega get ekki beðið eftir að hefjast handa“: Áhugahvöt og virkni nemenda í háskólanámi

Greinin segir frá rannsókn höfunda á þremur námskeiðum áherslusviðsins Upplýsingatækni í námi og kennslu sem kennt er á meistarastigi í Háskólanum á Akureyri. Markmið þess hluta rannsóknarinnar sem greinin beinir athyglinni að var að varpa ljósi á upplifun nemenda af námskeiðum þar sem lögð var áhersla á virka þátttöku nemenda í mótun námskrár og hvort og þá hvernig sú upplifun rímaði við lykilþætti MUSIC-líkansins, en rannsóknir hafa sýnt að þessir lykilþættir efli áhugahvöt og virkni nemenda, séu þeir til staðar. Gagna var aflað um upplifun þátttakenda af námskeiðunum og MUSIC-líkanið nýtt sem greiningarrammi við úrvinnslu gagna. Niðurstöður rannsóknarinnar eru að nemendur upplifðu valdeflingu, gagnsemi, góðan árangur, áhuga og umhyggju í námskeiðunum, þ.e.a.s. þá lykilþætti sem MUSIC-líkanið samanstendur af.

3.6. 2024

Brynja Þorgeirsdóttir

„Ég er enn að hugsa um að byrja aftur“: Ástæður brotthvarfs meðal háskólanema í Íslensku sem öðru máli

3.6. 2024

Artëm Ingmar Benediktsson

Menningarmiðaðar kennsluaðferðir: Reynsla íslenskra kennaranema

31.5. 2024

Ruth Jörgensdóttir Rauterberg og Hafdís Guðjónsdóttir

Draumaskólinn: Lýðræðisleg og inngildandi samvinnurými barna og fullorðinna í grunnskóla

27.5. 2024

Ragný Þóra Guðjohnsen, Eygló Rúnarsdóttir og Lóa Guðrún Gísladóttir

„Gott nám er eitthvað sem hvetur mann til þess að vaxa“: Sýn nemenda, kennara og stjórnenda á gæði náms og
kennslu í háskólum

27.5. 2024

Sara M. Ólafsdóttir, Anna Magnea Hreinsdóttir, Margrét S. Björnsdóttir og Kristín Karlsdóttir

Undirbúningstími í leikskólum: Hagur barna

13.4. 2024

Sara Bjarney Ólafsdóttir, Bergljót Gyða Guðmundsdóttir og Margrét Sigmarsdóttir

„Ef við náum ekki bekkjarstjórn þá getum við gleymt þessu“: Mat á námskeiði í bekkjarstjórnun fyrir starfsfólk skóla

20.2. 2024

Anna Magnea Hreinsdóttir, Pála Pálsdóttir og Sigrún Grétarsdóttir.

Leikur og þátttaka barna í leikskólastarfi: Stuðningur deildarstjóra og annars starfsfólks

© Copyright 2021 - Netla | Háskóli Íslands | 105 Reykjavík | Kt: 600169-2039 | Vefhönnun: Bongo Design