Ritrýndar greinar eru, auk almenns handritalesturs, lesnar af ritstjórn og ritrýndar af tveimur sérfræðingum á sviði greinar. Fullrar nafnleyndar er gætt við ritrýnina.

Ritstýrðar greinar eru, auk almenns handritalesturs, lesnar af ritstjórn og einum sérfræðingi á sviði greinar. Nafnleyndar er gætt við yfirlestur sérfræðings.

Ritrýndar greinar

4.6. 2024Anna Ólafsdóttir og Sólveig Zophoníasdóttir

„Ég hreinlega get ekki beðið eftir að hefjast handa“: Áhugahvöt og virkni nemenda í háskólanámi

Greinin segir frá rannsókn höfunda á þremur námskeiðum áherslusviðsins Upplýsingatækni í námi og kennslu sem kennt er á meistarastigi í Háskólanum á Akureyri. Markmið þess hluta rannsóknarinnar sem greinin beinir athyglinni að var að varpa ljósi á upplifun nemenda af námskeiðum þar sem lögð var áhersla á virka þátttöku nemenda í mótun námskrár og hvort og þá hvernig sú upplifun rímaði við lykilþætti MUSIC-líkansins, en rannsóknir hafa sýnt að þessir lykilþættir efli áhugahvöt og virkni nemenda, séu þeir til staðar. Gagna var aflað um upplifun þátttakenda af námskeiðunum og MUSIC-líkanið nýtt sem greiningarrammi við úrvinnslu gagna. Niðurstöður rannsóknarinnar eru að nemendur upplifðu valdeflingu, gagnsemi, góðan árangur, áhuga og umhyggju í námskeiðunum, þ.e.a.s. þá lykilþætti sem MUSIC-líkanið samanstendur af.

3.6. 2024

Brynja Þorgeirsdóttir

„Ég er enn að hugsa um að byrja aftur“: Ástæður brotthvarfs meðal háskólanema í Íslensku sem öðru máli

3.6. 2024

Artëm Ingmar Benediktsson

Menningarmiðaðar kennsluaðferðir: Reynsla íslenskra kennaranema

31.5. 2024

Ruth Jörgensdóttir Rauterberg og Hafdís Guðjónsdóttir

Draumaskólinn: Lýðræðisleg og inngildandi samvinnurými barna og fullorðinna í grunnskóla

27.5. 2024

Ragný Þóra Guðjohnsen, Eygló Rúnarsdóttir og Lóa Guðrún Gísladóttir

„Gott nám er eitthvað sem hvetur mann til þess að vaxa“: Sýn nemenda, kennara og stjórnenda á gæði náms og
kennslu í háskólum

27.5. 2024

Sara M. Ólafsdóttir, Anna Magnea Hreinsdóttir, Margrét S. Björnsdóttir og Kristín Karlsdóttir

Undirbúningstími í leikskólum: Hagur barna

13.4. 2024

Sara Bjarney Ólafsdóttir, Bergljót Gyða Guðmundsdóttir og Margrét Sigmarsdóttir

„Ef við náum ekki bekkjarstjórn þá getum við gleymt þessu“: Mat á námskeiði í bekkjarstjórnun fyrir starfsfólk skóla

20.2. 2024

Anna Magnea Hreinsdóttir, Pála Pálsdóttir og Sigrún Grétarsdóttir.

Leikur og þátttaka barna í leikskólastarfi: Stuðningur deildarstjóra og annars starfsfólks

© Copyright 2021 - Netla | Háskóli Íslands | 105 Reykjavík | Kt: 600169-2039 | Vefhönnun: Bongo Design