Scroll down for English version
Almennt um tímaritið
Í Netlu – Veftímariti um uppeldi og menntun eru birtar fræðilegar greinar á íslensku og ensku en einnig frásagnir af þróunarstarfi, umræðugreinar, hugleiðingar, pistlar, viðtöl, ritfregnir og ritdómar um uppeldis- og menntamál. Þegar við á er leitast við að nýta kosti vefsins sem miðils og höfundar hafa í nokkrum tilvikum birt efni með hljóðdæmum og lifandi myndum. Sérrit hafa ýmist verið þemabundin eða tengd ráðstefnum um menntavísindi og birt ritrýnt efni og greinar af fræðilegum toga.
Mest efni í tímaritinu er á íslensku en ritrýndum greinum fylgja útdrættir á ensku og hvatt er til birtingar greina á ensku og alþjóðlegum grunni. Birting greina á öðrum tungumálum getur komið til álita. Öllum innan lands og utan er heimilt að senda efni í ritið og allt efni tengt uppeldi og menntun er tekið til athugunar hjá ritstjórn hvort sem byggt er á rannsóknum og fræðastarfi eða innsýn og reynslu.
Ritnefnd skipa akademískir starfsmenn á Menntavísindasviði Háskóla Íslands og eru ráðgefandi fyrir ritstjóra tímaritsins. Sérrit Netlu og ráðstefnurit hafa að jafnaði lotið sérstakri ritstjórn á vegum Menntavísindastofnunar Háskóla Íslands í samráði og samvinnu við ritstjórn Netlu.
Ekki er um fastan útgáfutíma að ræða í Netlu – Veftímariti um uppeldi og menntun heldur birtist efni um leið og það er tilbúið. Hægt er að skrá sig á póstlista og fá öðru hverju sendar tilkynningar um nýtt efni. Þeir sem hafa áhuga á að koma efni á framfæri í ritinu geta snúið sér til ritstjóra. Athugið að ekki er tekið við innsendum greinum í desember. Ritstjórnir ráðstefnurita og sérrita Netlu kalla sérstaklega eftir efni í þau.
Allar greinar allt frá stofnun ritsins 2002 ásamt ráðstefnu- og sérritum frá 2009 má finna á vefsetri Netlu – Veftímarits um uppeldi og menntun á slóðinni https://netla.hi.is. Allar ábendingar um útgáfuna eru vel þegnar.
Ritrýning og ákvörðun um birtingu
Birting greina ræðst annars vegar af fræðilegum efnistökum og gildi rannsókna og hins vegar þeirri spurningu hvort greinar eigi erindi til þeirra sem sinna eða hafa áhuga á uppeldis- og menntamálum.
Ákvörðun ritstjórnar um birtingu ritrýndra greina byggist á faglegri umsögn minnst tveggja sérfróðra ritrýna og viðbrögðum höfunda við ábendingum og athugasemdum. Fullrar nafnleyndar er gætt við ritrýni og þess gætt að annar eða báðir ritrýnar hafi doktorspróf. Ennfremur er leitast við að tryggja að ritrýnar hafi ólíka sýn á viðfangsefnið.
Umsagnir ritrýna um greinar eru sendar höfundum og fylgir jafnan ákvörðun um birtingu eða synjun. Greinar geta verið samþykktar með fyrirvara um að brugðist sé við faglegum ábendingum. Greinarhöfundar senda þá greinina inn aftur með breytingum og gera í fylgibréfi grein fyrir viðbrögðum sínum við umsögnum ritrýna. Grein er þá aftur lesin yfir og oft sendar nýjar ábendingar eða fyrri athugasemdir ítrekaðar áður en greinin hlýtur endanlegt samþykki. Greinum sem ekki standast kröfur um framsetningu og efnistök er hafnað.
Meginregla er að greinar hafi ekki birst annars staðar. Þó má birta þýðingar á áður birtum greinum ef getið er um fyrri birtingu á óyggjandi hátt. Höfundum ber að geta þess ef greinin er byggð á prófritgerð höfunda, ef byggt er á samvinnu við aðra eða ef vinnan við verkefnið hefur hlotið styrki. Fyrsti höfundur greinar er talinn aðalhöfundur og ber ábyrgð á samskiptum við ritstjóra og væntanlega lesendur.
Ritrýndar greinar eru flokkaðar sérstaklega í yfirlitum Netlu og auðkenndar á eftirfarandi hátt: Ritrýnd grein birt [dagsetning]. Aðrar greinar eru að jafnaði rýndar af einum ritrýni en lúta að öðru leyti sömu ritstjórn og ritrýndar greinar. Þær falla í flokk ritstýrðra greina í yfirlitum Netlu og eru auðkenndar á eftirfarandi hátt: Grein birt [dagsetning].
Í lok árs senda ritstjórar öllum ritrýnum þakkarbréf fyrir vinnu sína og má nota þau til staðfestingar á vinnuframlagi ritrýna þegar það á við.
Kröfur til höfunda um frágang greina
Höfundar ritrýnda greina skila tveimur handritum til Netlu, annað fullbúið og hitt án allra persónugreinanlegra upplýsinga. Ritrýndar greinar í Netlu ættu að vera á bilinu 6 til 10 þúsund orð, að heimildaskrá og íslensku ágripi meðtöldum, en án ágripi á ensku og upplýsinga um höfunda. Gerðar eru þær kröfur til höfunda að þeir taki mið af viðteknum venjum um fræðilega framsetningu, vísindaleg vinnubrögð og vandaðan frágang. Miðað er við reglur APA um framsetningu tilvitnana, tilvísana og heimildaskrár. Íslenskar leiðbeiningar um þær má finna á vefsetri Ritvers á Menntavísindasviði á slóðinni http://vefsetur.hi.is/ritver/. Einnig er bent á Handbók um ritun og frágang eftir Ingibjörgu Axelsdóttur og Þórunni Blöndal.
Ef vitnað er í aðalnámskrá fyrir skyldunám:
Mennta- og menningarmálaráðuneytið. (2013). Aðalnámskrá grunnskóla 2011: Almennur hluti. Greinasvið 2013. [Önnur útgáfa með breytingum]. Reykjavík: Höfundur.
Ef vitnað er í aðalnámskrá framhaldsskóla:
Mennta- og menningarmálaráðuneytið. (2012). Aðalnámskrá framhaldsskóla 2011: Almennur hluti. Reykjavík: Höfundur.
Höfundar ritstýrðra greina þurfa að hafa ofangreind viðmið í huga en hafa annars, í samráði við ritstjóra, frjálsari hendur um lengd, form og efnistök.
Allar greinar fara í yfirlestur á íslensku, ensku og fyrir APA-heimildakerfið, fyrir birtingu. Þrátt fyrir þetta er ætlast til að höfundar vandi málfar í greinum sínum og lesi sérstaklega yfir vísanir í heimilidir og heimildaskráningu áður en þeir senda inn grein til birtingar. Ritstjórn áskilur sér rétt til að breyta orðalagi eða stafsetningu við lokafrágang. Höfundur ber endanlega ábyrgð á birtri grein og hægt er að gera lagfæringar ef í ljós koma villur eða álitamál eftir að grein er birt.
Ágrip og efnisorð
Ritrýndum greinum skal fylgja 600–800 orða ágrip á ensku ásamt heiti greinar á ensku. Ágrip á íslensku eru styttri eða á bilinu 200–300 orð. Þá skulu fylgja tillögur að fjórum til sex efnisorðum á íslensku og ensku. Ágrip ritstýrðra greina ættu að vera samhljóða á íslensku og ensku og á bilinu 200-300 orð að meðtalinni einni lokamálsgrein um höfund eða höfunda.
Upplýsingar um höfunda
Ritrýndri grein eiga að fylgja upplýsingar um höfunda á íslensku og ensku, um 60 til 70 orð á hvoru máli. Þar skal tilgreina menntun höfunda og núverandi starf. Einnig skal geta um rannsóknarsvið höfunda og tölvupóstfang. Með upplýsingum um höfunda fylgja heiti þeirrar stofnunar sem þeir starfa hjá á íslensku og ensku. Upplýsingar um höfunda skulu berast í sérstöku skjali.
Upplýsingar um uppruna mynda og annarra gagna
Gera þarf grein fyrir höfundum mynda og uppruna annarra gagna eftir því sem við á. Ef mikið er af myndefni eða öðru hliðstæðu efni má taka saman sérstaka skrá með upplýsingum um uppruna.
Frágangur greina í sniðmáti
Greinar skulu færðar í sniðmát. Hlekkur á sniðmát er hér: Sniðmát Netlu. Þess skal gætt að leturfletir og stílsnið, sem þar er gert ráð fyrir, haldi sér. Sniðmátið er ritvinnsluskjal úr Word með textum í viðeigandi stílum. Hægt er að lýsa upp einstök dæmi um texta og líma inn viðeigandi texta án útlitseinkenna úr upprunaskjali (t.d. með því að nota skipunina Paste Special > Unformatted text), láta upprunatexta taka á sig viðeigandi útlit textans sem fyrir er við flutning á milli skjala. Önnur leið er að flytja inn greinina í heild án allra útlitseinkenna og bregða svo á textann viðeigandi stílum í sniðmátinu. Í báðum tilvikum má fá hreinan texta og rétta stíla á nöfn höfunda, heiti greinar, útdrætti, fyrirsagnir, meginmál, inndregnar tilvitnanir og myndatexta.
Í skjalinu eru líka dæmi um uppsetningu á myndum og töflum sem styðjast má við. Töflur, myndir og línurit skal merkja sérstaklega með hlaupandi númerum (t.d. Mynd 3, Tafla 2). Myndatexti með þessu auðkenni er hafður undir myndum (t.d. Mynd 3 – Kennarafundur haustið 2012) en fyrirsögn töflu er komið fyrir efst í töflunni (t.d. Tafla 2 – Skipulag og starfshættir veturinn 2012 til 2013). Koma má athugasemdum fyrir undir töflu eins og sýnt er í sniðmáti. Þegar vísað er til myndar eða töflu er beitt skáletri (t.d. sjá Mynd 3 og Töflu 2).
Ritstjórn gerir að jafnaði ýmsar lagfæringar á lokastigi og gengur frá endanlegri uppsetningu greina en mikilvægt er að höfundar vandi sinn frágang til að útgáfan gangi eins greitt fyrir sig og framast er kostur.
Málstefna, stafsetning og greinarmerki
Höfundar skulu vanda málfar, velja málsnið við hæfi og fara að opinberum reglum um stafsetningu og greinarmerki. Benda má á upplýsingar á vefsetri Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, sjá http://www.arnastofnun.is/page/malfarsradgjof og upplýsingar sem Eiríkur Rögnvaldsson hefur birt á slóðinni https://notendur.hi.is/eirikur/ritun.htm.
Kaflaskipting og efnisyfirlit
Skýr kaflaskipting stuðlar að læsileika greinar. Höfundar ættu skipta greinum í kafla og undirkafla eftir því sem við á og gefa þeim heiti. Kaflar eru almennt ekki tölusettir. Í upphafi fer vel á að lýsa meginefni greinar lesendum til glöggvunar. Gera þarf skipulega grein fyrir bakgrunni rannsókna þegar um þær er að ræða, hugmyndum sem þar búa að baki, aðferð og niðurstöðum. Samantekt og ályktunum þarf að gera góð skil undir greinarlok.
Neðanmálsgreinar
Hægt er að koma fyrir viðbótarefni eða skýringum í neðanmálsgrein en því ber að stilla í hóf eins og mögulegt er. Stundum er komið fyrir þökkum eða athugasemdum aftan við efni greinar og á undan heimildaskrá.
Leturauðkenni og tákn
Leturauðkennum skal stilla í hóf. Skáletri er beitt til að draga fram heiti bóka, tímarita eða efniskafla. Skáletur má líka nota þegar hugtak er kynnt í texta eða fyrst nefnt eða til áherslu þegar svo ber undir. Því hefur einnig verið beitt á orð sem gefa merkingu til kynna og erlend orð sem oft eru birt til skýringar eða upplýsingar í svigum. Einnig til að vísa á mynd eða töflu (t.d. sjá Mynd 3 og Töflu 2).
Tilvitnunarmerki skal nota á eftirfarandi hátt:
Tvöföld tilvitnunarmerki eru notuð til að afmarka stuttar, orðréttar tilvitnanir (stundum er miðað við 25 orð eða minna), annars er tilvitnun dregin inn og þá eru ekki notuð tilvitnunarmerki. Merkin geta líka afmarkað merkingu eða beina ræðu. Í íslensku opnast merkin niðri en lokast uppi, fyrst niðri við línu og svo ofan til. Þau snúa eins og hér er sýnt („dæmi“).
Samkvæmt reglum má nota einföld merki í sömu stöðu og tvöföld merki til að afmarka merkingu eða beina ræðu. Einföldum gæsalöppum er reyndar stundum beitt í efst í línu beggja vegna eins og hér er sýnt (‘dæmi’) og þá til að afmarka merkingu.
Ef höfundar þurfa að nota sértákn, svo sem tákn fyrir hljóðritun eða annað af því tagi, má auðkenna þau með lit til að auðvelda eftirfylgni og lokafrágang.
General information on the journal
Netla – Online Journal on Pedagogy and Education (Netla – Veftímarit um uppeldi og menntun) publishes academic articles in Icelandic and English, as well as reports on development projects, discursive and reflective articles, essays, interviews, publication announcements and critical abstracts relating to the disciplines of pedagogy and education. When appropriate, a special effort is made to make use of the diverse communication capabilities of the internet a nd, in this connection, authors have in several instances published materials combined with sound and motion picture clips. Specialised editions of the journal have generally been either confined to a particular theme or associated with educational science conferences and have published peer-reviewed materials and academic articles.
The journal is mostly published in Icelandic, although peer-reviewed articles are accompanied by abstracts in English and the journal encourages its contributors to publish articles in English with an international readership in mind. The publication of articles in other languages is open to consideration. All persons, whether in Iceland or abroad, may send contributions to the journal and all material relating to pedagogy and education will be considered by the editorial board, whether this is based on research and academic studies or insight and experience.
The editorial board comprises members of academic staff at the University of Iceland School of Education. The board has an advisory role to the editor of the journal. Netla’s specialised and conference editions have generally been administered by a special editorial board under the auspices of the University of Iceland Educational Research Institute in consultation and cooperation with Netla’s editorial board.
There are no fixed publishing dates for Netla – Online Journal on Pedagogy and Education, material is published as soon as it is ready. It is possible register on a mailing list and receive notifications of new material as required. Those who are interested in publishing in Netla can contact the editor. Please note that articles cannot be submitted in December. The editorial boards of Netla´s conference and special publications request contributions specifically. All articles from the journal’s establishment in 2002 as well as conference and special publications from 2009 can be accessed on the website of Netla – Online Journal on Pedagogy and Education at https://netla.hi.is. We are happy to receive any comments on the publication
Peer-reviews and decision on publication
The publication of articles is, on the one hand, determined by academic content and the value/validation of research and, on the other, the question whether articles are relevant to those involved or interested in matters relating to pedagogy and education.
Decisions by the editorial board on the publication of peer-reviewed articles are based on the professional assessment of a minimum of two specialist reviewers and authors’ responses to comments and suggestions. Reviewers enjoy full anonymity and care is taken that one of them, or both, have a doctorate. It is also attempted to ensure that the reviewers approach the task from different perspectives.
Reviewers’ comments on articles are submitted to authors usually with a decision as to publication or rejection. Articles can be provisionally accepted, on condition that professional criticisms are responded to. In such cases, authors resubmit their articles with amendments and in a cover letter explain their responses to reviewers’ comments. Then the article is reviewed afresh and, in many cases, new suggestions added or earlier comments reiterated before the article is finally accepted. Articles which fail to satisfy requirements regarding presentation and content are rejected.
The main rule is that articles have not been published elsewhere. Nevertheless, translations of previously published articles can be accepted if earlier publication is clearly established. Authors are required to provide relevant information if an article is based on their degree dissertation, written in cooperation with others or if the task of writing the article has received grants. The first author of an article is regarded as the main author and assumes responsibility for communication with the editor and potential readers of the article.
Peer-reviewed articles are placed in a special category in Netla’s catalogues and identified in the following manner: Peer-reviewed article published [date]. Other articles are usually reviewed by one person, but are otherwise subject to the same editorial processing as other reviewed articles. They fall into the category of edited articles in Netla catalogues and are identified in the following manner. Article published
At year’s end the editors send all reviewers a thank-you letter for their work which can be used to confirm reviewers’ contributions when appropriate.
Guidelines to authors for preparing manuscripts
The authors of peer-reviewed articles are required to submit two manuscripts to Netla, one in final format and another without personally identifiable details. Peer-reviewed Netla articles should be 6 to 10 thousand words, including references and an abstract in Icelandic, but without abstract in English and information on authors. Authors are required to comply with accepted conventions regarding academic presentation, scientific work practices and a high standard of final preparation. The APA Style standard is required in the presentation of quotations, citations and reference list.
Guidelines in Icelandic regarding those requirements are on the website of the School of Education Writing Centre; http://vefsetur.hi.is/ritver/ Another source in Icelandic is Handbók um ritun og frágang (Manual on Writing and Layout) by Ingibjörg Axelsdóttir and Þórunn Blöndal.
Below are suggested sources when citing the main curricula of compulsory and upper secondary education:
The Icelandic National Curriculum Guide for Compulsory Schools (2011). Reykjavík: Ministry of Education, Science and Culture (2013).
https://www.government.is/lisalib/getfile.aspx?itemid=3e4939f3-cb84-11e7-9421-005056bc530c
The Icelandic National Curriculum Guide for Upper Secondary Schools (2011). Reykjavík: Ministry of Education, Science and Culture (2012).
https://www.government.is/lisalib/getfile.aspx?itemid=3e4939f2-cb84-11e7-9421-005056bc530c
The authors of peer-reviewed articles must keep the above criteria in mind, but otherwise have, in consultation with the editor, relative freedom regarding length, format and content.
All articles are read through in Icelandic, English and with regard to the APA referencing style. Nevertheless, authors are expected to pay careful attention to language use in their articles and to specifically check citations and reference lists before submitting an article for publication. The editorial board reserves the right to alter wording or spelling as part of final preparation. The author is ultimately responsible for a published article and amendments can be made if mistakes or contestable issues emerge after an article has been published.
Abstract and keywords
Reviewed articles shall be accompanied by an abstract in English of 600-800 words as well as the article title in English. Abstracts in Icelandic shall be shorter, or 200-300 words. In addition four to six suggested keywords shall be included in Icelandic and English. The abstracts of edited articles should be identical in Icelandic and English, 200-300 words, including one final paragraph relating to the author or authors.
Information relating to authors
A peer-reviewed article shall be accompanied by information relating to authors in Icelandic and English, approximately 60-70 words in each language, stating authors’ education and current line of work. Authors’ field of research shall be indicated as well as email address. This information is also accompanied by the name of the institution, in Icelandic and English, where the authors’ are currently employed. More specific details relating to authors shall be submitted in a separate document.
Information regarding the origin of figures and other data
Authors of figures and origin of other data must be indicated as appropriate. In the event of a large volume of pictorial materials or suchlike, a special register can be compiled containing information on origin.
Submission of articles in a template
Articles shall be transferred to a template, cf. this link to a Netla template: Sniðmát Netlu. Care must be taken to preserve the relevant writing areas and style designs. The template is a Word processing document with texts in the appropriate styles. It is possible to highlight individual text samples and paste a text without formatting details from a source document (for example by using the command Paste Special > Unformatted text) and, when transferring from one document to another, let the source text adopt the characteristics of the target document. Another method is transferring the entire article unformatted and then use the template to choose appropriate styles for the text. In both instances it is possible to obtain clear text, with appropriate styles for authors’ names, name of article, abstracts, headings, main body of text, indented quotations and figure captions.
The document also contains examples of the layout of figures and tables which can be used for support. Tables, figures and graphs shall be specially marked with sequential numbers (e.g., Figure 3, Table 2). Captions are placed under figures (e.g., Figure 3 – Teachers’ meeting autumn 2012), whereas the heading of a table is placed at the top (e.g., Table 2 – Organisation and work plan winter 2012 to 2013). Comments can be placed under a table as shown in the template. When referring to a figure or table, italics are used. ( e.g., see Figure 3 and Table 2)
The editorial board usually carries out some amendments in the final stage and completes the final layout of articles. Nevertheless it is important the authors carefully plan their presentation so that the publication can be finalised as smoothly as possible.
Language policy, spelling and punctuation
Authors shall take good care of their language use, select the appropriate style and comply with official regulations regarding spelling and punctuation.
Chapter division and table of contents
Clear chapter divisions render an article more readable. Authors should divide articles into named chapters and subchapters as appropriate. Chapters are generally not numbered. Outlining the main contents of an article at the outset for readers’ convenience is recommended. In the case of a research article, the background of the research must be clearly delineated, including the relevant theoretical framework, methodology and conclusions. The final chapter must contain a summary and a clear interpretation of results.
Footnotes
Additional material or explanations can be placed in footnotes, although this method should be used in the utmost moderation. Sometimes thanks or comments are added after the main body of the article and before the reference list.
Typefaces and symbols
Typographical variations are to be applied in moderation. Italics are used to identify the titles of books, journals or chapters. Italics may also be used when a concept is introduced within the text, or first named, or for emphasis when appropriate. This typeface has also been used to denote certain “signal words” which indicate meaning and foreign words, often placed in brackets for further explanation or information. Italics can also designate a figure or table (e.g. see Figure 3 and Table 2).
Quotation marks (quotes, inverted commas) are to be used in the following manner:
Double quotes are used to earmark short, verbatim citations (sometimes limited to 25 words or fewer), otherwise the citation is indented and without quotation marks. The quotation marks can also define a special meaning or direct speech.
The rules allow single quotes to be used in the same position as double quotes to identify a specific meaning or direct speech.
The APA Manual (sixth ed., p. 92) states: “Use double quotation marks to enclose quotations in text. Use single quotation marks within double quotation marks to set off material that in the original source was enclosed in double quotation marks”
(Translator’s addition, July 2020 – RK)
If authors need to use special characters, such as phonetic symbols, those can be highlighted in a different colour to facilitate checking and final layout.