Ritrýndar greinar eru, auk almenns handritalesturs, lesnar af ritstjórn og ritrýndar af tveimur sérfræðingum á sviði greinar. Fullrar nafnleyndar er gætt við ritrýnina.

Ritstýrðar greinar eru, auk almenns handritalesturs, lesnar af ritstjórn og einum sérfræðingi á sviði greinar. Nafnleyndar er gætt við yfirlestur sérfræðings.

Ritrýndar greinar

30.12.2009
Kristín Norðdahl
Menntun til sjálfbærrar þróunar – í hverju felst hún? Um gerð og notkun greiningarlykils til að greina slíka menntun
Tilgangur þessarar greinar er að auka skilning á markmiðum og inntaki menntunar til sjálfbærrar þróunar. Þar er gerð grein fyrir aðferð og hugmyndafræði á bak við greiningarlykil sem varð til í alþjóðlega rannsóknar- og þróunarverkefninu GETA til sjálfbærni – menntun til aðgerða. Einnig er fjallað um hvernig hann hefur gagnast og hvernig hann gæti nýst áfram til að ýta undir menntun sem hjálpar fólki að tileinka sér sjálfbæra lífshætti og framtíðarsýn.

30.12.2009
Kristín Á. Ólafsdóttir
Margslungið að útbreiða nýjung: Um hvata og hindranir á vegferð leikrænnar tjáningar í íslenskum grunnskólum
Greinin byggist á rannsókn á þróun leikrænnar tjáningar í íslenskum grunnskólum. Mest var byggt á rituðum heimildum og viðtölum við 17 þátttakendur sem flestir höfðu komið að leikrænni tjáningu á árabilinu frá því um 1970 til 2007. Leitað var svara við þeirri spurningu hvað greitt hafi götu leikrænnar tjáningar í íslenskum grunnskólum frá því hún nam þar land og hvað hindraði?

30.12.2009
Brynjar Ólafsson
„… að mennta þá í orðsins sanna skilningi“: Um sögu, þróun og stöðu handmennta í grunnskólum á Íslandi 1970–2007
Í greininni er fjallað um sögu og þróun handmenntakennslu frá 1970 til 2007 sem og stöðu greinarinnar í skólakerfinu um þessar mundir. Lögð er áhersla á sögulega umfjöllun tímabilsins. Fjallað er um stöðu handmennta, hlut þeirra í skólastarfi og hvernig áherslur menntayfirvalda hafa birst í framkvæmd. Ennfremur er unnið úr gögnum frá Hagstofu Íslands um kenndar stundir í grunnskólum en af þeim má sjá raunverulega stöðu námsgreina hvað kennslutíma snertir.

30.12.2009
Amalía Björnsdóttir, Baldur Kristjánsson og Börkur Hansen
Tíminn eftir skólann skiptir líka máli: Um tómstundir og frítíma nemenda í 1., 3., 6. og 9. bekk grunnskóla
Í greininni er fjallað um tómstundaiðkun og frístundir barna í 1., 3., 6. og 9. bekk grunnskóla. Gagna var aflað með spurningalista sem lagður var fyrir nemendur og foreldra þeirra skólaárið 2007–2008. Alls svöruðu 1.002 nemendur og 1.066 foreldrar spurningalistunum.

1.12.2009
Jóhanna Einarsdóttir
„Frábær skólaföt á hressa krakka!“: Rannsókn á umfjöllun fjölmiðla um börn við upphaf grunnskólagöngu
Hér er greint frá rannsókn þar sem kannað var fjalla um grunnskólabyrjun og flutning úr leikskóla í grunnskóla í fjölmiðlum, hvernig grunnskólabyrjunin er kynnt og hvaða sýn á börn endurspeglast í fjölmiðlum.

20.2.2009
Hafsteinn Karlsson
Kennsluaðferðir í íslenskum og finnskum grunnskólum
Í greininni er sagt frá niðurstöðum eigindlegrar rannsóknar á kennsluháttum í sex íslenskum og fjórum finnskum grunnskólum. Rannsóknin var gerð veturinn 2006–2007. Rannsóknarspurningin var: Hvað einkennir helst kennsluhætti í sex íslenskum og fjórum finnskum grunnskólum og að hvaða leyti er munur þar á?
Ritstýrðar greinar

30.12.2009
Jónína Sæmundsdóttir
Viðhorf kennara og reynsla af kennslu barna með ADHD
Greinin segir frá spurningakönnun sem leiðir í ljós að meirihluti grunnskólakennara telur sig hafa góða þekkingu á ADHD og aðferðum við kennslu barna með ADHD. Kennarar virtust nokkuð virkir í að afla sér þekkingar á þessu sviði en auka þarf kennslu um efnið í námi verðandi kennara. Sérkennarar gegna veigamiklu hlutverki hvað varðar stuðning og fræðslu til kennara og fjöldi barna í bekk er sá þáttur sem kennarar telja helst hindra sig í að koma til móts við þarfir barna með ADHD.

30.12.2009
Sjöfn Guðmundsdóttir
„Fínt að ‚chilla‘ bara svona“: Umræður sem kennsluaðferð í fyrsta bekk framhaldsskóla
Í greininni er fjallað um gildi umræðna sem kennsluaðferð og um mat á þátttöku nemenda í umræðum. Höfundur hefur langa reynslu af umræðum sem kennsluaðferð og hefur rannsakað þær í eigin kennslu með aðferðum starfendarannsókna.

15.12.2009
Gunnar E. Finnbogason
Að gera hæfni sýnilega: Mat á raunfærni
Í þessari grein er fjallað um hugmyndafræðina á bak við raunfærni og raunfærnimat. Raunfærnimat hefur fyrst og fremst verið sniðið að þörfum fullorðins fólks og á það bæði við um menntastofnanir og atvinnulífið. Í samfélagi sem stöðugt er að breytast og á tímum hnattvæðingar er áríðandi að einnig verði þróaðar aðferðir til að meta raunfærni hjá ungu fólki.

15.8.2009
Þorgerður Hlöðversdóttir
Listgreinar í skólastarfi – krydd eða kjarni?
Í greininni er rætt um stöðu listgreina, m.a. í ljósi ákvæða nýrra laga um grunnskóla sem höfundur telur gefa listgreinakennurum mörg sóknarfæri.

30.5.2009
Oddrun Hallås og Torunn Herfindal
Aukin hreyfing með skrefateljara: Samstarf grunnskóla og háskóla
Greinin segir frá rannsókn þar sem nemendur í 6. bekk grunnskóla í Bergen tóku virkan þátt. Rannsóknin beindist að því að auka hreyfingu nemenda. Verkefnið vakti mikla athygli í Noregi.

20.3.2009
Svanborg R. Jónsdóttir
Using knowledge creatively
This article tells a story of two innovation education teachers in Iceland. Innovation education is a compulsory school subject in Iceland, somewhat similar to design and technology education in England and other countries.

20.3.2009
Sigurður Fjalar Jónsson
Opnar lausnir: Frjáls og opinn hugbúnaður í skólastarfi
Grein þessi er annar hluti af þremur þar sem fjallað er um frjálsan og opinn hugbúnað og tekist á við þá spurningu hvort hann hafi hlutverki að gegna í nútíma skólastarfi. Í þessum hluta er fjallað um frjálsan og opinn hugbúnað með tilliti til skólastarfs.

© Copyright 2021 - Netla | Háskóli Íslands | 105 Reykjavík | Kt: 600169-2039 | Vefhönnun: Bongo Design