Ritrýndar greinar eru, auk almenns handritalesturs, lesnar af ritstjórn og ritrýndar af tveimur sérfræðingum á sviði greinar. Fullrar nafnleyndar er gætt við ritrýnina.

Ritstýrðar greinar eru, auk almenns handritalesturs, lesnar af ritstjórn og einum sérfræðingi á sviði greinar. Nafnleyndar er gætt við yfirlestur sérfræðings.

Ritrýndar greinar

9.1.2002
Sigríður Pálmadóttir
Barnagælur og þulur
Greinin lýsir rannsókn á barnagælum og þulum í flutningi Ásu Ketilsdóttur kvæðakonu. Rannsóknin beinist að tónlistinni, einkennum sönglaga og flutningi. Lög eru greind og skráð og kannað hvort finna megi sömu laggerðir í hljóðritum eða á nótum. Greininni fylgja nótur og fjöldi tóndæma.

Ritstýrðar greinar

18.12.2002
Hafþór Guðjónsson
Hvert stefnir? Hvað fór úrskeiðis? Hugleiðing um þekkingu og skólastarf
Í greininni leiðir höfundur hugann að þekkingu og skólastarfi á heimspekilegum grunni. Hann telur gamla vanahugsun hafa mótað skólastarf um langt skeið og brýnt að stokka spilin upp á nýtt.

17.12.2002
Aldís Yngvadóttir
Lífsleikni: Gamalt vín á nýjum belgjum?
Í greininni er fjallað um stöðu lífsleikni sem nýrrar námsgreinar í grunnskóla og ýmis álitamál sem henni tengjast.

3.11.2002
Svanfríður Jónasdóttir
Fjarkennsla framhaldsskóla á Austurlandi: Getur leið þeirra verið fyrirmynd annarra lítilla framhaldsskóla?
Í greininni er fjallað um hvernig fjarkennsla og ný tækni er notuð til að takast á við ýmsan vanda sem fylgir því að starfrækja skóla í dreifbýli. Litið er sérstaklega á framhaldsskólana þrjá á Austurlandi, samstarf þeirra og nýja möguleika.

31.10.2002
Auður Torfadóttir og Hafdís Ingvarsdóttir
Fagleg leiðsögn í kennaranámi
Í greininni er fjallað um hlutverk leiðsagnarkennara, kennara sem tekur við kennaranemum og er þeim til leiðsagnar, fyrirmyndar og stuðnings. Sagt er frá evrópska samstarfsverkefninu APartMent og auknum áherslum á þátt vettvangsnáms í kennaranámi.

10.9.2002
Guðrún Kristinsdóttir
Andstæður og átök í návígi við sköpunarkraftinn: Gerð rannsóknaráætlana – skipulag eða óreiða?
Í greininni er fjallað um gerð og gildi rannsóknaráætlana, um nauðsyn áætlanagerðar og inntak hennar. Bent er á veikleika sem fylgja ofurtrú á skipuleg vinnubrögð í þessu sambandi og um þann lausa taum og þá óreiðu sem einkennir góða rannsóknarvinnu.

9.1.2002
Kristinn R. Sigurbergsson
Þröngir skór: Um athyglisbrest með ofvirkni
Í greininni er fjallað um athyglisbrest með ofvirkni, AMO. Lýst er leiðum til að móta atferli ofvirkra barna í skóla og möguleikum kennara til að laga kennslu sína að þörfum ofvirkra nemenda.

30.5.2002
Ann Lieberman
Aðferðir sem styðja þróun kennara í starfi: Að breyta hugmyndum um það hvernig fagstéttir læra
Í greininni fjallar Ann Lieberman um breytt viðhorf til endurmenntunar kennara. Birgir Einarsson dró efni greinarinnar saman og snaraði með góðfúslegu leyfi höfundar.

30.5.2002
M. Allyson Macdonald
„Jafnan er hálfsögð saga, ef einn segir frá“: Um stöðu rannsókna við KHÍ og eflingu þeirra
Í greininni lýsir höfundur stöðu rannsókna við Kennaraháskólann ásamt umhverfi þeirra innan skóla og utan. Bent er á leiðir til að efla rannsóknir með áherslu á rannsóknaranda í öllum þáttum skólastarfsins, öflugt námssamfélag og gagnrýna orðræðu.

30.5.2002
Jóhanna Einarsdóttir
Fleygjum við barninu með baðvatninu?
Hér er brugðist við skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands um hagræn áhrif af styttingu grunn- og framhaldsskólanáms. Í greininni er dregið fram að ekki megi horfa fram hjá því mikilsverða námi sem á sér stað í leikskólum og þýðingarmiklum áhrifum sem leikskólinn hefur á vellíðan og þroska barna.

12.1.2002
Svala Jónsdóttir
Teiknað með tölvum: Athugun á gildi teikniforrits fyrir börn
Í greininni er fjallað um gildi teikniforrita í myndmenntarstarfi með börnum og lýst þeim möguleikum sem felast í teikniforritinu Kid Pix en það þykir henta vel ungum börnum. Tvær níu ára stúlkur og höfundur sjálfur gerðu ýmsar tilraunir um myndgerð í forritinu.

9.1.2002
Gunnhildur Óskarsdóttir
Hugmyndir barna um húsdýrin og önnur dýr
Í greininni er sagt frá athugun sem Katla Þórarinsdóttir vann í tenglsum við B. Ed. ritgerð sína við KHÍ undir leiðsögn greinarhöfundar. Athugun Kötlu byggir á rannsóknum Reiss og Tunnicliffe á hugmyndum barna um dýr.

9.1.2002
Þórunn Júlíusdóttir, Þóra Rósa Geirsdóttir, Fanney Ásgeirsdóttir og Valgerður Gunnarsdóttir
Greinaflokkur: Fámennir skólar
Hér birtast fjórar greinar sem varpa ljósi á stöðu fámennra skóla. Allar byggjast á erindum sem höfundar héldu á ársþingi Samtaka fámennra skóla að Stórutjörnum 20. október 2001.

Þórunn Júlíusdóttir
Fámennir leikskólar kalla á umræðu
Í greininni er rætt um sérstöðu fámennra leikskóla og dregið fram hve mikilvægt er að hefja öfluga umræðu um málefni þeirra og sóknarfæri.

Þóra Rósa Geirsdóttir
Samstarf leik- og grunnskóla: Sérstaða fámennra skóla
Í greininni er rætt um skil leik- og grunnskóla. Sagt er frá þróunarstarfi við Húsabakkaskóla í Svarfaðardal og bent á möguleika fámennra skóla til að verða öðrum fyrirmynd um samfellu í námi barna.

Fanney Ásgeirsdóttir
Sérstaða fámennra grunnskóla í skólakerfinu
Í greininni er rætt um fámenna grunnskóla, sérstöðu þeirra, ögrandi tækifæri og möguleika sem þeir bjóða til framsækinna vinnubragða í skólastarfi.

Valgerður Gunnarsdóttir
Fámennir framhaldsskólar – staða þeirra og framtíðarhorfur
Í greininni eru teknir saman nokkrir punktar um fámenna framhaldsskóla, dregnir fram kostir og gallar sem felast í fámenninu og fjallað um möguleika skólanna til markaðssóknar.

9.1.2002
Þorvaldur Örn Árnason
Um Aðalnámskrá grunnskóla – Náttúrufræði og samræmd próf
Í greininni er gerð úttekt á aðalnámskrá grunnskóla á sviði náttúrufræða, fjallað um spurningakönnun Námsmatsstofnunar og prófatriðalista. Höfundur telur könnunina og listann hvorki taka nægilegt mið af námskránni né viðleitni skóla til að nálgast markmið hennar.

9.1.2002
Hafdís Ingvarsdóttir og Sigrún Aðalbjarnardóttir
Greinaflokkur: Afmæli kennslufræði við Háskóla Íslands
Hér eru kynnt og birt tvö erindi af fleirum sem flutt voru á málþingi í tilefni af afmæli kennslufræðináms við Háskóla Íslands 20. október 2001.

Hafdís Ingvarsdóttir
Fimmtíu ára afmæli kennslufræði til kennsluréttinda
Hér eru kynnt og birt tvö erindi af fleirum sem flutt voru á málþingi í tilefni af afmæli kennslufræðináms við Háskóla Íslands 20. október 2001.

Hafdís Ingvarsdóttir
Lifandi tré fjölgar lengi greinum Kennaramenntun í nútíð og framtíð
Rætt er um framtíðarsýn þeirra sem standa að kennaramenntun við Háskóla Íslands og dregið fram hve miklu varðar að nemar fái lengri tíma til æfingakennslu. Lagt er til að kennarar fái ekki löggildingu fyrr en að loknu kandidatsári.

Sigrún Aðalbjarnardóttir
Í eilífri leit: Virðing og fagmennska kennara
Í greininni er stiklað á stóru um sögu kennaramenntunar við Háskóla Íslands og reifuð ýmis mál sem varða virðingu, sjálfsmynd og fagmennsku kennara.

9.1.2002
Jörgen Pind
Lestur, mál og skynjun: Hverju breyta nýlegar heilarannsóknir fyrir kennara?
Hér birtist erindi um tengsl grunnrannsókna og kennslu. Fjallað er um nýlegar heilarannsóknir með tilliti til náms og athygli beint að lestrarnámi og lesblindu. Drepið er á stöðu innlendra lestrarrannsókna og lögð áhersla á að þær verði að leggja fram til opinnar umræðu á vettvangi vísinda.

9.1.2002
Jóhanna Einarsdóttir
Frá sannfæringu til starfshátta
Í greininni er varpað fram hugmyndum um það hvaða þættir hafa áhrif á og móta fagmennsku, sannfæringu og gildismat kennara.

9.1.2002
Heimir Pálsson
Aravefur
Greinin fjallar um Íslendingabók Ara fróða, einkum tengsl milli frásagnarstíls Ara og munnlegs frásagnarháttar sem hann virðist byggja á ýmsar sögur sínar. Þessum þætti í höfundarverki Ara hefur ekki verið gefinn mikill gaumur.

© Copyright 2021 - Netla | Háskóli Íslands | 105 Reykjavík | Kt: 600169-2039 | Vefhönnun: Bongo Design