Ritrýndar greinar eru, auk almenns handritalesturs, lesnar af ritstjórn og ritrýndar af tveimur sérfræðingum á sviði greinar. Fullrar nafnleyndar er gætt við ritrýnina.

Ritstýrðar greinar eru, auk almenns handritalesturs, lesnar af ritstjórn og einum sérfræðingi á sviði greinar. Nafnleyndar er gætt við yfirlestur sérfræðings.

Ritrýndar greinar

30.12.2007
Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
Fjölmenning og sjálfbær þróun: Lykilatriði skólastarfs eða óþægilegir aðskotahlutir?
Markmið greinarinnar eru að skoða hvernig málaflokkarnir fjölmenning og sjálfbær þróun eru meðhöndlaðir í stefnu ríkis og sveitarfélaga, hjálpa til við að „smala“ saman efni úr stefnumótandi skjölum til að gera kennurum betur kleift að fylgjast með þróun í málaflokkunum og loks marka stefnu með því að tengja málin tvö með hugtökunum alheimsvitund og geta til aðgerða.

30.12.2007
Hafdís Guðjónsdóttir og Jónína Vala Kristinsdóttir
Kennarar eru á mörkum gamalla tíma og nýrra: Þróun námskeiðs um stærðfræðikennslu fyrir alla
Í greininni er fjallað um rannsókn kennara á eigin kennslu á námskeiði í framhaldsdeild Kennaraháskóla Íslands. Markmið rannsóknarinnar var að þróa námskeið sem auðveldaði kennurum að skipuleggja stærðfræðikennslu fyrir börn með ólíkar forsendur til náms.

30.12.2007
Kristín Loftsdóttir
Hin mörgu andlit Íslands: Framandleiki og fjölmenning í námsbókum
Greinin fjallar um þær ímyndir sem nýlegar íslenskar námsbækur bregða upp af fjölmenningarlegu Íslandi. Greining á tveimur bókaflokkum gefur til kynna mikilvægar breytingar á íslenskum námsbókum þar sem sjá má tilraun til að endurspegla Ísland á jákvæðan hátt sem fjölbreytt og fjölmenningarlegt samfélag.

18.12.2007
Helga Rut Guðmundsdóttir
Tónskynjun 7-11 ára barna: Þroskaferli í getu til að heyra tvær laglínur sem hljóma samtímis
Rannsóknin sem hér er lýst beindist að getu barna í 1., 3., og 5. bekk til að heyra tvær laglínur sem hljómuðu samtímis. Laglínupör voru sett saman á mismunandi vegu. Niðurstöður gáfu til kynna að eldri börnin væru fljótari að þekkja tvær samhljómandi laglínur og gerðu það af meiri nákvæmni en yngri börnin.

12.11.2007
Sigríður Pálmadóttir
Tónlist í munnlegri geymd: Rannsókn á stemmum og þululögum frá Ytra-Fjalli í Aðaldal
Höfundur skoðar einkenni tónmáls sem varðveitt er í munnlegri geymd Ásu Ketilsdóttur á 30 ára tímabili. Greind eru grundvallaratriði í tónmáli, formúlur til grundvallar tóngerðinni og stöðugleiki í tónmáli en jafnframt dregur rannsóknin fram breytileika sem undirstrikar eðli tónlistar í munnlegri geymd. Greininni fylgja nótur og fjöldi tóndæma.

17.10.2007
Sigríður Anna Guðjónsdóttir, Amalía Björnsdóttir og Ólafur H. Jóhannsson
Deildarstjórar í grunnskólum: Hver er afstaða skólastjóra og kennara til deildarstjórastarfsins, hlutverks þess og mikilvægis?
Í greininni er rætt um niðurstöður rannsóknar frá 2005 á afstöðu skólastjóra og kennara til starfa deildarstjóra í grunnskólum. Rannsóknin náði til allra skólastjóra þar sem deildarstjórar starfa. Samskipti skólastjóra við deildarstjóra eru mikil en kennarar hafa ekki jafn ljósa hugmynd um störf þeirra.

17.10.2007
Anna Ólafsdóttir
Change agents in the contemporary university: How do forces of change such as ICT impact upon developments and quality within higher education systems?
The article seeks to illuminate how ICT, along with other forces of change, is affecting developments within the higher education sector and, as a consequence, impacting upon the quality discourse.

30.6.2007
Auður Torfadóttir
Notkun nemenda við lok grunnskóla á enskum orðasamböndum í ritun
Í rannsókninni er leitast við að fá yfirlit yfir notkun enskra orðasambanda í ritun nemenda við lok 10. bekkjar grunnskóla byggt á úrlausnum á samræmdu prófi í ensku vorið 2004. Notkun orðasambanda er góður mælikvarði á hversu gott vald einstaklingur hefur á erlendu tungumáli.

16.4.2007
Hólmfríður K. Gunnarsdóttir, Herdís Sveinsdóttir og Guðbjörg Linda Rafnsdóttir
Birtingarmyndir vanlíðanar hjá konum í hópi grunnskólakennara
Hér er greint frá niðurstöðum rannsóknar á vanlíðan hjá konum í hópi grunnskólakennara sem mátu heilsu sína, líkamlega líðan eða andlega líðan sæmilega eða slæma. Þessi hópur var borinn saman við hóp þeirra sem mat heilsu sína og líðan góða eða mjög góða. Vanlíðan hjá kennurum kom fram bæði í andlegum og líkamlegum einkennum af ýmsu tagi.
Ritstýrðar greinar

30.12.2007
Hrefna Arnardóttir
Verkfæri, miðill, samskiptatól eða kennari: Hugmyndir um notkun tölvunnar í skólastarfi síðustu 30 ár
Höfundur greinir umræðu og hugmyndir um mikilvægi tölvu- og upplýsingatækni í skólastarfi undanfarin 30 ár með því að staldra við árin 1985, 1995 og 2005.

30.12.2007
Baldur Sigurðsson
Málrækt er mannrækt: Um Stóru upplestrarkeppnina í 7. bekk í ljósi opinberrar stefnu í framburðarmálum
Í greininni er fjallað um opinbera stefnu um framburð og framburðarkennslu í grunnskólum á síðari hluta 20. aldar. Höfundur dregur fram hvernig Stóra upplestrarkeppnin spratt upp úr þeim jarðvegi og tengir hana við menningu og mannrækt í skólastarfi.

18.12.2007
Snjólaug Elín Bjarnadóttir og Ásrún Matthíasdóttir
Styðjum við ungt afreksíþróttafólk í framhaldsskólum
Afreksíþróttir krefjast sífellt meiri tíma af íþróttaiðkendum og aldur afreksíþróttafólks hefur farið lækkandi á undanförnum árum. Ungt afreksíþróttafólk á framhaldsskólaaldri á fullt í fangi með að stunda íþróttir samhliða námi. Greinin fjallar um mat á þjálfun afreksíþróttafólks til eininga á framhaldsskólastigi.

15.12.2007
Anna Kristín Sigurðardóttir
Þróun einstaklingsmiðaðs náms í grunnskólum Reykjavíkur
Í þessari grein er lýst stefnumótun Reykjavíkurborgar í átt til einstaklingsmiðaðs náms og lagt mat á stöðu þeirra mála við grunnskóla borgarinnar. Fjallað er um skilgreiningar á hugtakinu einstaklingsmiðað nám og sagt frá þróun og stöðu með tilliti til ýmissa þátta skólastarfs í borginni.

21.11.2007
Björg Pétursdóttir og M. Allyson Macdonald
„Eitt er að semja námskrá; annað að hrinda henni í framkvæmd“: Um glímu náttúrufræðikennara við Fjölbrautaskóla Suðurlands við að þróa nýja náttúrufræðiáfanga
Greinin segir frá því hvernig kennarar Fjölbrautaskóla Suðurlands þróuðu náttúrufræðiáfanga í kjölfar útgáfu aðalnámskrár framhaldsskóla 1999.

21.11.2007
Erna Ingibjörg Pálsdóttir
Að hafa forystu um þróun námsmats
Greinin lýsir hugmyndum Bandaríkjamannsins Richards J. Stiggins um námsmat. Hugmyndir Stiggins byggja ekki hvað síst á skýrri markmiðssetningu, góðu skipulagi, árangursríkri miðlun og virkri þáttttöku nemenda í námsmatinu.

15.10.2007
Nanna Kristín Christiansen
Hver á eiginlega að ala börnin upp, foreldrar eða kennarar?
Greinin fjallar um ný viðhorf til samstarfs heimila og skóla í ljósi af samfélagsþróun sem vekur spurningar um faglegt hlutverk kennara, ekki síst hvað snertir ábyrgð á uppeldi nemenda. Hugmyndir um fagmennsku kennara fela m.a.a í sér að kennarar verði leiðtogar í samstarfi við foreldra og efli þá í uppeldishlutverkinu.

25.6.2007
Sigurður Fjalar Jónsson
Opnar lausnir – Frumherjarnir
Greinin er sú fyrsta af þremur um frjálsan og opinn hugbúnað. Þar eru raktir helstu þættir úr sögu frjáls eða opins hugbúnaðar og kynntir þeir einstaklingar sem mest hafa mótað þróun hans.

16.4.2007
Guðlaug Erla Gunnarsdóttir og Magni Hjálmarsson
Uppeldi til ábyrgðar: Uppbygging sjálfsaga
Greinin lýsir þeirri hugmyndafræði sem höfundar kenna við uppeldi til ábyrgðar eða uppbyggingu (restitution) en allmargir skólar hér á landi byggja á henni í starfi sínu. Upphafsmaður er Diane Gossen sem hefur bækistöðvar í Kanada en starfar víða um heim.

15.4.2007
Ágústa Elín Ingþórsdóttir
Unglingar og fullorðið fólk með AD(H)D – athyglisbrest með (eða án) ofvirkni
Greinin byggir á lokaverkefni höfundar í MA-námi í uppeldis- og menntunarfræði við félagsvísindadeild Háskóla Íslands. Verkefnið fjallar um reynslu unglinga og fullorðinna af því að vera með einkenni athyglisbrests með (eða án) ofvirkni, æsku þeirra og uppvaxtarár, skólagöngu og framtíðarhorfur.

© Copyright 2021 - Netla | Háskóli Íslands | 105 Reykjavík | Kt: 600169-2039 | Vefhönnun: Bongo Design