Ritrýndar greinar eru, auk almenns handritalesturs, lesnar af ritstjórn og ritrýndar af tveimur sérfræðingum á sviði greinar. Fullrar nafnleyndar er gætt við ritrýnina.

Ritstýrðar greinar eru, auk almenns handritalesturs, lesnar af ritstjórn og einum sérfræðingi á sviði greinar. Nafnleyndar er gætt við yfirlestur sérfræðings.

Ritrýndar greinar

29.12.2003
Rúnar Sigþórsson
„… það eru alltaf leiðir”: Tilraun til fjarkennslu með fjarfundabúnaði milli Grunnskólans á Hólmavík og Broddanesskóla í Kollafirði veturinn 1999–2000
Hér segir frá tilraun til fjarkennslu milli tveggja fámennra skóla. Meginmarkmiðið var að kanna hvort fjarkennsla með fjarfundabúnaði væri fær leið til að styrkja starf í fámennum grunnskólum með því að auka námsframboð, styrkja félagslega stöðu nemenda og bæta starfsaðstæður kennara.

15.8.2003
Jóhanna Einarsdóttir
Þegar bjallan hringir þá eigum við að fara inn: Viðhorf leikskólabarna til leik- og grunnskóla
Greinin segir frá rannsókn á viðhorfum leikskólabarna til leikskóla og grunnskólans sem bíður þeirra. Byggt er á hópviðtölum við börnin þar sem börnin gera skýran greinarmun á starfsemi skóla á þessum tveimur skólastigum.
Ritstýrðar greinar

17.12.2003
Kristín Bjarnadóttir
Menntun stærðfræðikennara, námsmat og stærðfræðileg hæfni
Í greininni er sagt frá og brugðist við nýlegri skýrslu Dana um stærðfræðimenntun ásamt erindi Mogens Niss um sama efni á málþingi um stærðfræðimenntun í nútíð og framtíð fyrr í haust. Niss er prófessor við Háskólann í Hróarskeldu. Skýrslan er jafnan nefnd KOM-skýrslan.

30.11.2003
Gretar L. Marinósson
Hvernig bregst skólinn við erfiðri hegðun nemenda?
Greinin fjallar um erfiða hegðun nemenda, aðallega í grunnskóla og viðbrögð skólans við henni. Bent er á ýmsar leiðir til að mæta erfiðri hegðun og fyrirbyggja bresti í samskiptum. Höfundur spyr hvort ekki megi afnema skólaskyldu til að ýta undir ábyrgð nemenda og efla samvinnu heimila og skóla.

18.9.2003
Heimir Pálsson
In the Company of Shakespeare: Afturhvarf til Bessastaðaskóla
Í greininni segir af kynnum höfundar og nemenda hans af markverðri tilraun Donyu Feuer prófessors við Kennaraháskólann í Stokkhólmi um flutning á texta úr leikritum Shakespeares í grunnskóla og kennaramenntun.

4.9.2003
Guðrún Helgadóttir
Námsmat í myndlist, mat á myndlistarkennslu og aðferðir listgagnrýni
Í greininni er rætt um námsmat í myndlistarkennslu frá ýmsum hliðum. Bent er á að til listgagnrýni og samfélagsumræðu um listir megi sækja aðferðir og hugmyndir sem geta nýst við námsmat og þróun kennsluhátta.

2.6.2003
Ingvar Sigurgeirsson
Kennaramenntun og skólaþróun
Greinin fjallar um kennaramenntun í ljósi skólaþróunar og byggir á erindi sem höfundur hélt á ráðstefnu Fræðslumiðstöðvar Reykjavíkur 13. febrúar um nýbreytni í kennsluháttum og skóla á nýrri öld.

15.3.2003
M. Allyson Macdonald
Språk och symboler: Um námskröfur í stærðfræði á Íslandi, í Danmörku og Svíþjóð
Í greininni eru bornar saman námskröfur í stærðfræði í grunnskóla og framhaldsskóla í þremur löndum. Litið er áherslur í greininni og þann tíma sem varið er til hennar á Íslandi, í Danmörku og Svíþjóð. Úttektin tengist vinnuhópi menntamálaráðuneytisins um styttingu námstíma til stúdentsprófs.

10.2.2003
Börkur Vígþórsson
Bót eða dót? Hugleiðingar um Aðalnámskrá grunnskóla 1999
Í greininni er varpað upp mörgum álitamálum sem varða nýja aðalnámskrá fyrir grunnskóla. Höfundur gagnrýnir ofuráherslu á nákvæma markmiðssetningu og ræðir ýmsar mótsagnir sem tengjast námskránni og framkvæmd hennar, hlutverki námsefnis, menntun kennara og samræmdum prófum.

7.2.2003
Meyvant Þórólfsson
Tími, rúm og orsakasamband: Nám sem félagsleg hugsmíði
Hér er gerð grein fyrir því meginsjónarmiði félagslegrar hugsmíðikenningar að þekking byggist upp með virkri þátttöku nemandans og að taka verði tillit til forhugmynda hans. Lögð er áhersla á mikilvægi tungumáls og samskipta við hugmynda- og hugtakamyndun og minnt á þá sterku afstæðishneigð sem felst í sýn hugsmíðikenningar og þá leið að láta gerleika (e. viability) hugmynda ráða afdrifum þeirra, þar til þær víkja fyrir öðrum hugmyndum sem teljast sannari eða traustari.

© Copyright 2021 - Netla | Háskóli Íslands | 105 Reykjavík | Kt: 600169-2039 | Vefhönnun: Bongo Design