Ritrýndar greinar eru, auk almenns handritalesturs, lesnar af ritstjórn og ritrýndar af tveimur sérfræðingum á sviði greinar. Fullrar nafnleyndar er gætt við ritrýnina.
Ritstýrðar greinar eru, auk almenns handritalesturs, lesnar af ritstjórn og einum sérfræðingi á sviði greinar. Nafnleyndar er gætt við yfirlestur sérfræðings.
Ritrýndar greinar
30.12.2004
Þuríður Jóhannsdóttir og Kristín Guðmundsdóttir
Væntingar og veruleiki: Notkun upplýsinga- og samskiptatækni í námi og kennslu í nokkrum grunnskólum á Íslandi haustið 2003
Hér er gerð grein fyrir rannsókn byggðri á heimsóknum í grunnskóla haustið 2003. Kennaranemar í fjarnámi gerðu vettvangsathuganir í kennslustundum þar sem verið var að nota upplýsinga- og samskiptatækni og tóku viðtöl við kennara um nýtingu hennar. Á grundvelli þeirra gagna er leitast við að meta hvort hægt sé að tala um að notkun tölvutækni hafi í för með sér breytta kennsluhætti.
27.12.2004
Sólveig Jakobsdóttir
Distributed Research in Distributed Education: How to Combine Research & Teaching Online
This article focuses on why and how one can do “distributed research” in teacher education. Two studies using a “distributed research” model are described. Methods and organization in studies of this kind are presented as well as potential problems and practical benefits for students, teachers and researchers.
10.12.2004
Samuel C. Lefever
ICT in teacher education: What an e-learning environment has to offer
This study looks at an e-learning environment for distance education courses in an English language teaching program at Iceland University of Education. The findings focused on how ICT provided learners with increased opportunities for effective communication, cooperative learning and learner autonomy.
17.11.2004
Rúnar Sigþórsson
Hún er löng, leiðin til stjarnanna: Þarfir nemenda, starfsþróun og skólaþróun
Hér er rætt um skilvirka skóla og þarfir kennara í ljósi af þörfum nemenda, samspil starfsþróunar og skólaþróunar. Fjallað er um mikilvægi tilfinninga, sýnar og siðferðilegrar skuldbindingar kennara og sagt frá reynslu af skólaþróunarlíkaninu AGN.
1.11.2004
Börkur Hansen, Ólafur H. Jóhannsson og Steinunn Helga Lárusdóttir
Yfirfærsla grunnskólans til sveitarfélaga: Valddreifing eða miðstýring?
Í greininni segir frá rannsókn höfunda á viðhorfum kennara, foreldra, millistjórnenda og skólastjórnenda til áhrifa af flutningi grunnskóla til sveitarfélaga. Viðhorfin eru jákvæð en í fjölmennum sveitarfélögum töldu kennarar afskipti fræðsluyfirvalda of mikil og hlutdeild kennara í stefnumótun of lítil. Þá þykja skólastjórar hafa minni tíma en áður til að sinna faglegu forystuhlutverki.
15.10.2004
Gerður Guðmundsdóttir
Það er eftir að byggja brú: Af viðhorfum enskukennara til tölvu- og upplýsingatækni
Hér segir frá rannsókn á viðhorfum þriggja enskukennara í framhaldsskóla til tölvu- og upplýsingatækni og reynslu þeirra af notkun tækninnar í kennslu. Athugunin varpar ljósi á mikilvægi þess að tillit sé tekið til sjónarmiða kennara þegar tölvutækni er innleidd í skólastarf.
12.6.2004
Anna Magnea Hreinsdóttir
Tóti var einn í tölvulandi, á tölvuspilið var snjall: Athugun á tölvunotkun leikskólabarna
Í greininni segir frá rannsókn höfundar á tölvunotkun í leikskólastarfi. Leitað var svara við þeim spurningum hvernig tölvunotkun barna væri háttað í leikskólum, hvernig hún félli að hugmyndafræði leikskóla og hvernig starfsfólk væri í stakk búið til að innleiða þessa nýjung í skólastarfið.
15.5.2004
Börkur Hansen
Heimastjórnun: Áhersla í stefnumörkun um grunnskóla
Hugtakið heimastjórnun er almennt ekki notað í umfjöllun um skólamál á Íslandi en hugtakið vísar til þess að vald og ákvarðanir séu færð nær þeim vettvangi þar sem verk eru unnin, þ.e. til stofnana eins og skóla. Í greininni er fjallað um mismunandi útfærslur á heimastjórnun í Bandaríkjunum og skoðað hvernig þær birtast í stefnumarkandi gögnum hér á landi.
17.3.2004
Kristín Bjarnadóttir
Algorismus: Fornt stærðfræðirit í íslenskum handritum
Greinin er um fornan texta, Algorismus, í nokkrum íslenskum handritum en hann fjallar um indóarabíska talnaritun og er þýðing á latnesku ljóði frá um 1200 eftir franskan höfund. Í greininni er farið yfir reikniaðferðir í þessu forna íslenska stærðfræðiriti, raktar rannsóknir á uppruna textans og sett fram tilgáta um að ritið hafi verið þýtt og skráð í Viðey á 13. öld.
Ritstýrðar greinar
30.12.2004
Anna Þorbjörg Ingólfsdóttir og Elsa Sigríður Jónsdóttir
Fjölmenningarstarf í leikskóla: Af þróunarverkefni og rannsókn
Í greininni segir frá fjölmenningarstarfi í leikskólanum Lækjaborg, þróunarverkefninu Fjölmenningarleikskóli á árunum 2001–2004 og niðurstöðum rannsóknar sem höfundar hafa gert á áhrifum fjölmenningarlegra starfshátta á starfsfólk, foreldra og börn.
28.6.2004
Eygló Friðriksdóttir, Guðlaug Sturlaugsdóttir, Hrund Gautadóttir og Þorgerður Hlöðversdóttir
Nýr skóli á nýrri öld: Þróun náms- og kennsluhátta við Ingunnarskóla
Í greininni segir frá mótun skólastarfs við Ingunnarskóla í Grafarholti í Reykjavík. Hönnun skólahúss sem nú er í byggingu er grunduð á hugmyndum um sveigjanlega náms- og kennsluhætti á nýrri öld. Byggt er á samkennslu árganga, opnum rýmum þar sem allir nemendur eiga athvarf við vinnuborð og skáp, áherslu á samþættingu námsgreina og löngum námslotum í stundatöflu svo eitthvað sé nefnt. Höfundar starfa við skólann.
29.3.2004
Svanborg R. Jónsdóttir
Nýsköpun í grunnskóla: Skapandi skóli í tengslum við raunveruleikann
Hér segir frá nýsköpunarkennslu á Íslandi, námsefni á þessu sviði, hugmyndaríkum nemendum, frumlegum nytjahlutum, alþjóðlegu verkefni um nýsköpunarkennslu, námi fyrir kennara og árlegri nýsköpunarkeppni grunnskóla á Íslandi.