Ritrýndar greinar eru, auk almenns handritalesturs, lesnar af ritstjórn og ritrýndar af tveimur sérfræðingum á sviði greinar. Fullrar nafnleyndar er gætt við ritrýnina.
Ritstýrðar greinar eru, auk almenns handritalesturs, lesnar af ritstjórn og einum sérfræðingi á sviði greinar. Nafnleyndar er gætt við yfirlestur sérfræðings.
Ritrýndar greinar
31.12.2014
Gunnar Börkur Jónasson, Allyson Macdonald and Guðrún Kristinsdóttir
Student demands and a thematic approach to teaching and learning at the University College of Education in Iceland in 1978
The purpose of this study was to analyse forces affecting teacher education in Iceland around the time of upgrading from secondary to university level. The response of the administration when the university level programme did not meet the expectations of some students and teachers is examined. So too is why and how the introduction in 1978 of the socalled ‘thematic approach’ (í. þemanám) accounted for some of the factors affecting the teacher education programme, including the questions of theory and practice and the status of education as a field of study in academia. The study is based on documentary analysis of published and unpublished material and data from interviews taken in 2002 and 2003 with with ten key informants who had participated in most of the changes being studied.
31.12.2014
Svanborg R. Jónsdóttir, Meyvant Þórólfsson, Jóhanna Karlsdóttir og Gunnar E. Finnbogason
Að uppfæra Ísland: Sýn stjórnenda íslenskra framhaldsskóla á nýsköpunar- og frumkvöðlamennt og framkvæmd námssviðsins í námskrárfræðilegu ljósi
Haustið 2012 hófu Nýsköpunarmiðstöð Íslands og tvö ráðuneyti ásamt fleiri samstarfsaðilum sameiginlegt átak um að efla þátt nýsköpunar- og frumkvöðlamenntar (NFM) í framhaldsskólum. Samstarfið hófst með könnun á núverandi stöðu námssviðsins. Vefkönnun var lögð fyrir stjórnendur framhaldsskóla, þar sem meðal annars var spurt um stöðu nýsköpunar- og frumkvöðlamenntar í hverjum skóla fyrir sig, afstöðu stjórnenda til námssviðsins og þáttar þess í kennaramenntun og hvernig þeir myndu skilgreina það. Svanborg R. Jónsdóttir annaðist greiningu gagna í samstarfi við Nýsköpunarmiðstöð Íslands. Í framhaldi af því fengu höfundar þessarar greinar og Rannsóknarstofa um námskrá, námsmat og námsskipulag (NNN) leyfi til að greina niðurstöður opinna spurninga nánar með hliðsjón af flokkunarkerfi Michael Schiro (2008) í námskrárfræðum. Niðurstöðurnar gefa til kynna að stjórnendur sjái margvísleg tækifæri felast í nýsköpunar- og frumkvöðlamennt. Nánar voru rannsökuð tvö tilvik um nýsköpunar- og frum-kvöðlamennt í skólastarfi og leiddu þau í ljós sterka tengingu við samfélag og jafnframt áherslu á skapandi og sjálfstæða hugsun..
31.12.2014
Gerður Guðmundsdóttir og Birna Arnbjörnsdóttir
Undirbúningur framhaldsskólanemenda fyrir notkun ensku í háskólanámi: Námskrár og nýtt íslenskt málumhverfi
Í greininni er varpað ljósi á misræmi á milli opinberrar stefnu í kennslu ensku og breyttrar stöðu ensku í íslensku málumhverfi. Rýnt er í nýlegar rannsóknir á stöðu ensku á Íslandi, á viðhorfum íslenskra nemenda til gagnsemi enskunáms í framhaldsskóla og viðhorfum nemenda í Háskóla Íslands til eigin færni til að takast á við námsefni á ensku. Þær rannsóknir gefa vísbendingu um að um þriðjungur nemenda eigi í erfiðleikum með að skilja námsbækur á ensku í háskólanámi en um 90% námsefnis á háskólastigi er á ensku. Í rannsókninni er reynt að varpa frekara ljósi á þann undirbúning sem nemendur fá í framhaldsskólum og skoðaðar áherslur og inntak áfanga í ensku í tveimur aðalnámskrám og fjórum nýlegum skólanámskrám, einkum með tilliti til áherslu á akademíska ensku. Í ljós kemur að hvorki í aðalnámskrá frá 1999 né 2011 er lögð sérstök áhersla á að undirbúa nemendur fyrir lestur námsefnis í háskólanámi. Í nýjum skólanámskrám eru hins vegar áfangar þar sem lögð er áhersla á markvissan undirbúning af þessu tagi.
31.12.2014
Kristín Björnsdóttir og Kristín Stella L’orange
„Engar hendur, ekkert súkkulaði“: Kyngervi, hörundslitur, fötlun og stétt í kvikmyndinni Intouchables
Samhengi menningar og fötlunar er áhugavert viðfangsefni og með því að skoða mismunandi menningarafurðir er hægt að fá vísbendingar um gildi og viðmið samfélaga. Leiknar kvikmyndir eru dæmi um slíka menningarafurð, geta gefið vísbendingar um tíðarandann og haft áhrif á viðhorf almennings. Í greininni verður rýnt í frönsku kvikmyndina Intouchables sem var frumsýnd árið 2011, sló mörg aðsóknarmet og var tilnefnd til fjölda verðlauna. Myndin fjallar um fatlaðan auðkýfing og aðstoðarmann hans, sem er „ómenntaður“ innflytjandi frá Senegal og hefur enga faglega þekkingu á því hvernig aðstoða eigi fatlað fólk í daglegu lífi. Í kvikmyndinni er aðalsögupersónunum stillt upp sem andstæðupörum — fátækur og ríkur, ófatlaður og fatlaður, svartur og hvítur — og með því að beita kenningum um samtvinnun er í þessari grein leitast við að lýsa því hvernig þessar hugsmíðar tvinnast saman og gefa vísbendingar um ríkjandi kynjamisrétti, kynþáttafordóma, hæfishroka og stéttahroka.
22.12.2014
Hjördís Sigursteinsdóttir, Eva Halapi og Kjartan Ólafsson
„Ég nota alla lausa tíma sem ég hef“: Netnotkun íslenskra ungmenna og mörk sem foreldrar setja þeim um netnotkun
Í þessari grein er skýrt frá niðurstöðum rannsóknar á netnotkun ungmenna í 9. og 10. bekk grunnskóla á Íslandi og því hvort foreldrar setji þeim mörk varðandi hana. Byggt er á gögnum úr evrópsku rannsóknarverkefni sem hafði það að markmiði að meta algengi og áhrifaþætti netávana meðal evrópskra ungmenna. Blönduðum rannsóknaraðferðum var beitt við gagnaöflun, spurningalistakönnun og hálfstöðluðum viðtölum. Meginniðurstöður eru þær að allir þátttakendur í 9. og 10. bekk grunnskóla nota Netið og tveir af hverjum þremur nota það daglega eða nánast daglega. Strákar verja meiri tíma á Netinu en stelpur eða að meðaltali um tvær og hálfa klukkustund á dag á móti tveimur klukkustundum hjá stelpum. Um 1% þátttakenda í rannsókninni höfðu einkenni netávana og um 7% til viðbótar töldust vera í áhættuhópi vegna netávana. Nærri 60% foreldra settu ungmennunum sjaldan eða aldrei mörk hversu lengi þau máttu vera á Netinu. Ungmenni töldu sig almennt hafa stjórn á netnotkun sinni en mörg hver voru þó jafnframt á þeirri skoðun að netnotkun þeirra væri orðin meiri en eðlilegt gæti talist.
20.12.2014
Viðar Halldórsson
Íþróttaþátttaka íslenskra ungmenna: Þróun íþróttaþátttöku og greining á félagslegum áhrifaþáttum
Þessari grein er ætlað að varpa ljósi á íþróttaiðkun íslenskra ungmenna, skoða þróun skipulagðs íþróttastarfs og sérstaklega að skoða hverjir eru líklegastir til að taka þátt í íþróttum eftir ólíkum leiðum hér á landi. Greinin byggir á viðamiklum gögnum Rannsókna og greiningar á ungu fólki með megináherslu á könnun sem gerð var vorið 2014 meðal nemenda í 8.–10. bekk allra grunnskóla á Íslandi. Niðurstöður sýna að mun fleiri ungmenni stunda nú skipulagt íþróttastarf en árið 1992. Ennfremur hefur hlutfall þeirra sem æfa oft tvöfaldast hjá piltum og nærri þrefaldast hjá stúlkum á þessum árum. Íþróttaþátttaka í íþróttafélögum er mest meðal nemenda í 7. bekk en eftir það dregur jafnt og þétt úr þátttöku ungs fólks í skipulögðu íþróttastarfi. Þátttakan eykst aftur á móti í íþróttum utan íþróttafélaga. Niðurstöðurnar benda einnig til þess að ýmsir félagslegir þættir hafi áhrif á hvort og með hvaða hætti ungmenni stunda íþróttir. Í þessu samhengi er mikilvægt að líta til þess að félagslegar hindranir geta haldið ákveðnum hópum ungs fólks frá uppeldisvænu tómstundastarfi á borð við skipulagt íþróttastarf.
20.12.2014
Fuhui Chen and Hanna Ragnarsdóttir
Single-parent immigrant families in Iceland: Lives and educational experiences of their children
The aim of this study is to explore what situations immigrant single-parent families face in Iceland, their process of integration into Icelandic society and the educational experiences of their children. The main significance of the study is to give a minority group a voice while also providing important information for Icelandic society and educational system. Findings of the study indicate that the families and their children initially experienced difficulties in society and schools, partly related to marginalization and discrimination. However, social support systems, such as support from social networks and financial support from the state, and school support systems, such as special school support, do have positive effects on the lives of these families. All the parents interviewed in this study are concerned about preserving their children’s mother tongue, but all of them put their first consideration on their children’s Icelandic language learning. Most children in this study experienced marginalization in Icelandic schools, particularly in the first few months of attending the schools.
10.10.2014
Hjalti Jón Sveinsson og Rúnar Sigþórsson
„Hver önn sem þau hafa klárað hér í skólanum er sigur fyrir hvert og eitt“: Reynsla nemenda í Verkmenntaskólanum á Akureyri af þróunarverkefni um framhaldsskólapróf af stuttri starfsnámsbraut
Greinin fjallar um tilraunaverkefni sem miðaði að því að koma á fót stuttri starfsnámsbraut innan Almennrar brautar við Verkmenntaskólann á Akureyri (VMA) skólaárin 2011–2012 og 2012–2013. Markmið greinarinnar er að lýsa tilraunaverkefninu og greina frá reynslunni af því frá sjónarhóli nemendanna sem tóku þátt í því fyrstu tvö árin, reynslu þriggja starfsmanna skólans af verkefninu og mati þeirra á því að hvaða marki það kom til móts við þarfir nemendanna. Starfsnámsbrautin er liður í viðleitni VMA til að ná til nemenda í brotthvarfshættu með nýju og óhefðbundnu námsúrræði. Markmið starfsnámsbrautarinnar er að bjóða nemendum fræðslu um atvinnulífið og búa þá undir frekari þátttöku á vinnumarkaði að loknu framhaldsskólaprófi.
7.10.2014
Þorsteinn Helgason
Verkfæri þjóðminninga: Tyrkjaránið í skólabókunum – Fyrri hluti
Kennslubækur í skólum og önnur námsgögn eru hagnýtt tæki í höndum kennara og nemenda en þær, ekki síst sögukennslubækur, eru einnig vitnisburður um viðhorf í samfélagi hvers tíma. Í þessari rannsókn er könnuð umfjöllun um Tyrkjaránið árið 1627 í kennslubókum á árabilinu frá 1880 til 2010. Í fyrri grein eða hluta, sem hér liggur fyrir, er numið staðar um 1970. Í fyrstu kennslubókum fram yfir aldamótin 1900 var frásögnin í mótun og hafði ekki tekið á sig mót þjóðernisviðhorfa af fullum þunga. Það beið einkum lífseigrar Íslandssögu Jónasar Jónssonar frá Hriflu en hún kom fyrst út 1916–1918. Þar er dregin upp mynd af grimmlyndum ræningjum, kúguðum Íslendingum með vissa sjálfsbjargarviðleitni og dáðlausum Dönum. Þeim sem næst fjölluðu um Tyrkjaránið tókst ekki að heilla lesendur að sama skapi og Jónas enda var þjóðernismóðurinn runninn af þeim. Nánast alltaf var þessi atburður þó ómissandi í sögukennslubókunum og kallaði á myndræna framsetningu í Sögunni okkar árið 1960. Hún bendir fram til fjölbreyttara úrvals kennslubóka eftir 1960 og um þær verður fjallað í síðari hluta.
20.8.2014
Bjørg Oddrun Hallås, Torunn Herfindal and Hege Wergedahl
Comparison of the Physical Activity of 11–12 Year Old Pupils in Two Schools in Norway and Iceland, using Pedometer Registrations and Activity Diaries
Detailed knowledge about physical activity (PA) in both school and leisure time is of great importance in order to promote children’s health. This study investigates and compares the PA levels of sixth-grade pupils, 11–12 years of age, in two Nordic schools, during both school and leisure time by combining pedometer measures with activity diary records. Pupils from Norway (n= 44) and Iceland (n=37) wore pedometers for seven consecutive days and kept an activity diary for the first two days. Although the total amount of PA of Norwegian and Icelandic pupils was similar, a closer look at the various activities during school time and leisure time revealed significant differences between the case schools, including gender differences. The study has contributed to the knowledge about PA among 11–12-year-old pupils in two Nordic countries and revealed a need for more research into different factors, in both school and leisure time that can contribute to increasing Nordic pupils PA levels.
20.8.2014
Laufey Axelsdóttir og Gyða Margrét Pétursdóttir
Kynjaðar væntingar til kvenna og karla í tveimur leikskólum
Rannsóknin sem hér er greint frá fjallar um konur og karla sem starfa við uppeldi og kennslu í tveimur leikskólum á Íslandi. Lögð er áhersla á að skoða hvernig hugmyndir um karlmennsku og kvenleika hafa áhrif á vinnubrögð þeirra og viðhorf og væntingar sem þau mæta í starfi. Byggt er á hugtökum Connell (1987), ríkjandi karlmennska og styðjandi kvenleiki. Eigindlegum rannsóknaraðferðum var beitt en gagnasöfnun með hálfstöðluðum einstaklingsviðtölum og þátttökuathugunum hófst í september 2011 og stóð fram í apríl 2012. Tekin voru viðtöl við átta konur og tvo karla sem starfa í tveimur leikskólum og gerðar tvær þátttökuathuganir, ein í hvorum leikskóla. Niðurstöður benda til þess að viðhorf til starfsmanna og verkaskipting í leikskólunum tveimur séu kynjuð og endurspegli hefðbundnar hugmyndir um hlutverk kynjanna.
18.8.2014
Birna Sigurjónsdóttir og Börkur Hansen
Gildi og áherslur skólastjóra í grunnskólum í Reykjavík
Rannsóknin byggir á viðtölum við skólastjóra í 22 grunnskólum í Reykjavík. Hún leiðir í ljós áherslu skólastjóra á faglegt forystuhlutverk, árangur nemenda og umhyggju fyrir velferð og líðan nemenda og starfsfólks. Um helmingur viðmælenda virtist líta á það sem sitt meginhlutverk að beita sér sem faglegir leiðtogar í skólastarfi og rúmlega þriðjungur virtist leggja mesta áherslu á nám og árangur. Í skólum þar sem fagleg forysta virðist styrk birtist það meðal annars í því að millistjórnendur eru tengiliðir milli skólastjóra og kennarahópa. Styrkur skólastjóranna virðist framar öðru felast í þeirri umhyggju sem þeir bera fyrir starfsfólki og nemendum.
Ritstýrðar greinar
31.12.2014
Svanborg R. Jónsdóttir and Julie Davis
Designing for a childhood focusing on conservation and sustainability: The Lone Pine Child and Family Centre project in Australia
The ideas for the Lone Pine childcare centre build on the Reggio Emilia philosophy of the whole community raising the child and respecting children’s strengths and interests. The intention for early learning in the centre is that experiences will be enhanced by an environmental and conservation focus including routine excursions to the sanctuary. Lone Pine Sanctuary leaders initiated a collaborative project with the Queensland University of Technology, based on their expertise in Early Childhood Education for Sustainability. The collaboration created a cross-disciplinary network between academics and students from Early Childhood Education and Design. A visiting author from Iceland and an author involved on site discuss the importance of sustainability education (SE), describe the project and conclude that the Lone Pine Project is an example of ambitious goal setting in SE based on quality collaborations between multiple partners.
24.9.2014
Stefanía Malen Stefánsdóttir
Brot úr starfi Brúarásskóla: Hver og einn er einstakur
Brúarásskóli er fámennur skóli á Fljótsdalshéraði og hefur vakið athygli fyrir frjótt og skapandi skólastarf. Hann var valinn Nýsköpunarskóli ársins í flokki minni skóla árin 2012 og 2013, tvær útikennslustofur eru við skólann og ein kennsluvika í hverjum mánuði er útikennsluvika. Kennarar taka þátt í þróunarverkefnum og námsmati hefur verið umbylt. Skemmtilegar hefðir einkenna starfið, dans er kenndur á öllum stigum og á hverju ári er settur upp frumsaminn söngleikur þar sem allir nemendur fara með hlutverk, leika og spila. Tónlistarskóli er í húsakynnum skólans og þar stunda flestir nemendanna nám. Við skólann er dýrahús, skólinn er Grænfánaskóli og nemendur fá frá kennurum hjartaása með jákvæðum skilaboðum.