Ritrýndar greinar eru, auk almenns handritalesturs, lesnar af ritstjórn og ritrýndar af tveimur sérfræðingum á sviði greinar. Fullrar nafnleyndar er gætt við ritrýnina.
Ritstýrðar greinar eru, auk almenns handritalesturs, lesnar af ritstjórn og einum sérfræðingi á sviði greinar. Nafnleyndar er gætt við yfirlestur sérfræðings.
Ritrýndar greinar
31.12.2006
Kristín Dýrfjörð
Lýðræði í leikskólum: Um viðhorf leikskólakennara
Rannsóknin sem greint er frá beinist að því hvað leikskólakennarar við fimm leikskóla telji vera lýðræði í leikskólum, hvernig það lýsir sér í starfsháttum og hjá barnahópnum. Stuðst er við kenningar John Dewey og Mörthu Nussbaum um lýðræði.
31.12.2006
Anna Ólafsdóttir, Sigurlína Davíðsdóttir og Sólveig Jakobsdóttir
Evrópuverkefnið CEEWIT Þróun og mat á tölvunámi fyrir landsbyggðarkonur
Greinin fjallar um evrópska samvinnuverkefnið CEEWIT (Communication, Education and Employment for Women through Information Technology) styrkt af Leonardo-áætluninni. Markmið verkefnisins var að þróa aðferðir sniðnar að þörfum kvenna á landsbyggðinni til að efla þekkingu þeirra og færni í tölvunotkun.
1.11.2006
Gyða Jóhannsdóttir
Rannsóknir í Kennaraháskóla Íslands á áttunda áratugnum: Sýn og veruleiki
Hér er greint frá rannsókn þar sem kannað er hvernig tókst að hrinda í framkvæmd ákvæðum laga um rannsóknarhlutverk Kennaraháskóla Íslands á tímabilinu 1971–1978 og varpað ljósi á sögulegt og menntapólitískt samhengi þeirra breytinga.
Ritstýrðar greinar
12.10.2006
Sveinfríður Olga Veturliðadóttir og Fríður Reynisdóttir
Áttavitinn: Að rata rétta leið í samskiptum í Borgaskóla
Hér er sagt frá aðferðum sem hafa verið þróaðar í Borgaskóla á undanförnum árum til að bregðast við vandamálum í samskiptum nemenda og gefa góða raun. Aðferðirnar byggja á könnunum á tengslum og líðan nemenda ásamt viðtölum, hópeflisnámskeiðum og samningum.
20.9.2006
Elva Önundardóttir, Gunnur Árnadóttir og Sigríður Sturludóttir
Menntun á grunni umhyggju
Í greininni er fjallað um umhyggju í leikskólastarfi og horft til hugmynda Nel Noddings sem er öflugur talsmaður þess að umhyggja skuli vera grunnurinn að öllu námi barna. Hún er andsnúin lögboðinni námskrá gjörsneyddri allri hugsun um áhugasvið barnanna sjálfra og telur að skortur á umhyggju sé rót ýmissa vandamála í þjóðfélaginu.
31.5.2006
Elín G. Ólafsdóttir
Minningar og myndir: Kennsla í forskóladeildum í Reykjavík árið 1970–1971
Í þessari grein segir frá upphafi forskóladeilda í Reykjavik sem tóku til starfa í tólf skólum árið 1970. Sagt er frá aðdraganda að stofnun deildanna og lýst starfsháttum, viðfangsefnum og áherslum með hliðsjón af reynslu höfundar í Langholtsskóla.
31.5.2006
Ástríður Stefánsdóttir
Siðfræði, virðing og samskipti: Hugleiðingar um siðferðilegt innsæi
Hér er lagt út af sögunni um miskunnsama Samverjann til að varpa ljósi á hugtökin sjálfræði, virðingu og samskipti. Siðferðileg sýn á mennskuna er grundvöllur virðingar okkar fyrir öðrum og hætt er við blindu á mennsku einstaklinga í jaðarhópum.
18.3.2006
Edda Kjartansdóttir
Agi og bekkjarstjórnun: Hugmyndir tveggja heima takast á
Hér er rætt um ólík viðhorf til aga og bekkjarstjórnunar og þá togstreitu sem skapast þegar viðhorf tengd reglufestu módernískra tíma og viðhorf tengd sveigjanleika póstmódernískra tíma mætast. Annars vegar er kallað eftir samræmdum reglum og hins vegar á að meta hvert tilvik fyrir sig.
14.3.2006
Inga H. Andreassen
Kom ikkje med heile sanningi: Um endurbætur og breytingar á norska skólakerfinu
Í greininni segir frá nýjum námskrám í Noregi sem taka gildi í haust. Gerð er grein fyrir fyrri námskrám, áfalli norðmanna þegar þeir áttuðu sig á slökum árangri í samanburði við aðrar þjóðir, þróun nýju námskránna, viðbrögðum kennara, framgöngu tveggja síðustu ráðherra um menntamál og umræðum sem um námskrárnar hafa skapast.