Viðhorf leikskólakennara og leiðbeinenda til upphafs leikskólagöngu barna

19.6.2020 Hrönn Pálmadóttir Viðhorf leikskólakennara og leiðbeinenda til upphafs leikskólagöngu barna Greinin byggir á rannsókn sem varpar ljósi á reynslu leikskólakennara og leiðbeinenda í einum leikskóla í Reykjavík af samstarfi við foreldra- og barnahóp með fjölbreyttan bakgrunn. Upphaf leikskólagöngu nýrra barna á leikskólanum var skoðuð. Niðurstöður sýndu að hlutverk leikskólakennara var annars vegar að koma […]

Samvirkni og samvinna í þróunar- og umbótastarfi

26.3.2020 Helga Sigríður Þórsdóttir og Anna Kristín Sigurðardóttir Samvirkni og samvinna í þróunar- og umbótastarfi Markmið rannsóknarninnar sem hér er fjallað er að öðlast skilning og þekkingu á því hvernig samvirkni í stefnumótun í skólamálum birtist í þremur sveitarfélögum á Íslandi með því að varpa ljósi á samskiptaform og vinnubrögð sem gætu stuðlað að eflingu […]

„Kannski alltaf svona á bak við eyrað“:Kynjajafnréttismenntun í leikskólum

20.3.2020 Sólveig Björg Pálsdóttir og Ingólfur Ásgeir Jóhannesson „Kannski alltaf svona á bak við eyrað“:Kynjajafnréttismenntun í leikskólum Greinin fjallar um hvernig staðið er að kynjajafnréttismenntun elstu barna í leikskólum. Greint er frá helstu niðurstöðum í þremur efnisflokkum, sem eru: Samfélagið og leikskólinn, kyngervi og leikefni og undirbúningur og aðstaða leikskólakennara. Sjá mátti kynjað samfélag endurspeglast […]

Forysta sem samstarfsverkefni: Áhersla skólastjóra á valddreifingu og samstarf

16.12.2019 Börkur Hansen og Steinunn Helga Lárusdóttir Forysta sem samstarfsverkefni: Áhersla skólastjóra á valddreifingu og samstarf Í greininni er athygli beint að þeim afbrigðum samstarfsforystu sem fengið hafa mikið rými í fræðilegri umræðu á 21. öldinni. Gögnum var safnað með spurningakönnun sem send var á alla skólastjóra með 69% svarhlutfall. Í niðurstöðum er dregin upp […]

Mat á stöðu faglegs lærdómssamfélags í grunnskóla: Þróun mælitækis

16.12.2019 Berglind Gísladóttir, Auður Pálsdóttir, Anna Kristín Sigurðardóttir og Birna Svanbjörnsdóttir Mat á stöðu faglegs lærdómssamfélags í grunnskóla: Þróun mælitækis Markmið þessarar rannsóknar er tvíþætt. Annars vegar að draga fram þá þætti sem einkenna lærdómssamfélag í íslenskum grunnskólum og hins vegar að þróa mælitæki sem gefur upplýsingar um stöðu lærdómssamfélags innan hvers skóla. Niðurstöður leiddu […]

Stuðningur við skólastjóra í grunnskólum: staða og væntingar

16.12.2019 Sigurbjörg Róbertsdóttir, Börkur Hansen og Amalía Björnsdóttir Stuðningur við skólastjóra í grunnskólum: staða og væntingar Starfsumhverfi skólastjóra hefur breyst mjög mikið á undanförnum árum, orðið flóknara og viðameira. Með breyttu starfsumhverfi og auknu álagi er stuðningur við skólastjóra í starfi þýðingarmikill. Markmið þessarar rannsóknar var að kanna viðhorf skólastjóra í grunnskólum til stuðnings við […]

Taktu til við að tvista: Námsleikir í skólastarfi

16.12.2019 Hildur Dröfn Guðmundsdóttir og Rannveig Björk Þorkelsdóttir Taktu til við að tvista: Námsleikir í skólastarfi Meginmarkmið þessarar rannsóknar er að fjalla um námsleiki, þ.e. kennslufræðilega leiki og frjálsan leik barna með fræðilegu yfirliti. Einnig er fjallað um þróun og tilgang námsspilsins Taktu til við að tvista. Niðkurstöðurnar benda til þess að þegar kennslufræðilegir leikir […]

„Þessi týpíska óörugga stelpa“: Greining á sögum ungra kvenna um holdafar og stefnumót

09.12.2019 Sólveig Sigurðardóttir og Annadís G. Rúdólfsdóttir „Þessi týpíska óörugga stelpa“: Greining á sögum ungra kvenna um holdafar og stefnumót Markmið rannsóknarinnar var að greina hugmyndir ungra kvenna um vægi holdarfars í tengslum við stefnumót. 72 sögur voru þemagreindar. Fram komu fjögur meginþemu – hræðsla við að líkaminn valdi vonbrigðum, að sjálfstraust og líðan tengdust […]

Kulnun kennara og starfsaðstæður: Þróun og samanburður við aðra opinbera sérfræðinga

11.11.2019 Sif Einarsdóttir, Regína Bergdís Erlingsdóttir, Amalía Björnsdóttir og Ásta Snorradóttir Kulnun kennara og starfsaðstæður: Þróun og samanburður við aðra opinbera sérfræðinga Greinin segir frá rannsókn þar sem sami spurningalisti var lagður fyrir grunnskólakennara og í rannsóknum sem gerðar voru á árunum 1999 og 2005. Maslach Burnout Inventory (MBI-ES) spurningalistinn var lagður fyrir 515 grunnskólakennara […]

Hljóðþróun íslenskra barna á aldrinum tveggja til átta ára

11.11.2019 Þóra Másdóttir Hljóðþróun íslenskra barna á aldrinum tveggja til átta ára Markmið rannsóknarinnar sem greinin fjallar um var að skoða hljóðþróun á breiðu aldursbili og kanna á hvaða aldri börn tileinka sér samhljóð og samhljóðaklasa. Helstu niðurstöður voru þær að stígandi er í málhljóðatileinkun barna en þó gætir rjáfuráhrifa fyrir fjögurra ára aldurinn. Niðurstöður […]