11.11.2019
Sif Einarsdóttir, Regína Bergdís Erlingsdóttir, Amalía Björnsdóttir og Ásta Snorradóttir
Kulnun kennara og starfsaðstæður: Þróun og samanburður við aðra opinbera sérfræðinga

Greinin segir frá rannsókn þar sem sami spurningalisti var lagður fyrir grunnskólakennara og í rannsóknum sem gerðar voru á árunum 1999 og 2005. Maslach Burnout Inventory (MBI-ES) spurningalistinn var lagður fyrir 515 grunnskólakennara í Reykjavík, auk spurningalista sem meta annars vegar örmögnunarröskun og hins vegars starfsaðstæður. Niðurstöður sýna að kulnun hefur aukist meðal grunnskólakennara og að álag á þeim er mikið, sem getur átt sér margvíslegar ástæður.