11.11.2019
Þóra Másdóttir
Hljóðþróun íslenskra barna á aldrinum tveggja til átta ára

Markmið rannsóknarinnar sem greinin fjallar um var að skoða hljóðþróun á breiðu aldursbili og kanna á hvaða aldri börn tileinka sér samhljóð og samhljóðaklasa. Helstu niðurstöður voru þær að stígandi er í málhljóðatileinkun barna en þó gætir rjáfuráhrifa fyrir fjögurra ára aldurinn. Niðurstöður rannsóknarinnar sýna glögglega hvernig greina má milli barna með dæmigerða hljóðþróun og jafnaldra sem þurfa á talþjálfun að halda. Jafnframt leggja þær grunn að frekari athugunum á tengslum málhljóðamyndunar og lestrartengdra þátta eins og að tengja málhljóð við bókstaf.