19.6.2020
Hrönn Pálmadóttir
Viðhorf leikskólakennara og leiðbeinenda til upphafs leikskólagöngu barna

Greinin byggir á rannsókn sem varpar ljósi á reynslu leikskólakennara og leiðbeinenda í einum leikskóla í Reykjavík af samstarfi við foreldra- og barnahóp með fjölbreyttan bakgrunn. Upphaf leikskólagöngu nýrra barna á leikskólanum var skoðuð. Niðurstöður sýndu að hlutverk leikskólakennara var annars vegar að koma á og viðhalda tilfinningalegum tengslum við foreldra og börn, og hins vegar yfirsýn, samstarf innan deilda og miðlun þekkingar til samstarfsfólks. Fram komu vísbendingar um að foreldrar af erlendum uppruna ættu frekar í erfiðleikum með þátttöku og að börn af erlendum uppruna upplifðu í mörgum tilvikum erfiðari aðlögun en börn íslenskra foreldra.