16.12.2019
Berglind Gísladóttir, Auður Pálsdóttir, Anna Kristín Sigurðardóttir og Birna Svanbjörnsdóttir
Mat á stöðu faglegs lærdómssamfélags í grunnskóla: Þróun mælitækis

Markmið þessarar rannsóknar er tvíþætt. Annars vegar að draga fram þá þætti sem einkenna lærdómssamfélag í íslenskum grunnskólum og hins vegar að þróa mælitæki sem gefur upplýsingar um stöðu lærdómssamfélags innan hvers skóla. Niðurstöður leiddu í ljós sex vel afmarkaða þætti sem er að mestu leyti í samræmi við fyrri rannsóknir á einkennum lærdómssamfélags í skólum. Næstu skref eru að staðfesta listann með hliðsjón af þátttöku fleiri skóla og eigindlegum viðtölum um sýn þátttakenda á hvort niðurstöður þeirra skóla rími við upplifun þeirra og reynslu af starfinu í skólanum.