20.3.2020
Sólveig Björg Pálsdóttir og Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
„Kannski alltaf svona á bak við eyrað“:Kynjajafnréttismenntun í leikskólum

Greinin fjallar um hvernig staðið er að kynjajafnréttismenntun elstu barna í leikskólum. Greint er frá helstu niðurstöðum í þremur efnisflokkum, sem eru: Samfélagið og leikskólinn, kyngervi og leikefni og undirbúningur og aðstaða leikskólakennara. Sjá mátti kynjað samfélag endurspeglast í leikskólastarfinu. Leikskólakennararnir höfðu sterka sýn á að leikefni og leikjaval festi börnin ekki í staðalímyndum. Kynjajafnréttismenntun þótti oft vera „kannski alltaf svona á bak við eyrað“. Rannsakendur álykta að kynjajafnréttismenntunin hafi verið fremur ómarkviss þótt áhuginn væri til staðar. Höfundar telja mikilvægt að efla stofnanalega ábyrgð á kynjajafnréttismenntun og að til þess þurfi leikskólarnir rækilegan stuðning.