Entries by Kristín Jóna Þorsteinsdóttir

„Við getum kennt þeim svo margt í gegnum leik“: Hlutverk þriggja leikskólakennara í leik barna

9.9.2012 Ingibjörg Ósk Sigurðardóttir og Jóhanna Einarsdóttir „Við getum kennt þeim svo margt í gegnum leik“: Hlutverk þriggja leikskólakennara í leik barna Hér segir frá rannsókn þar sem fylgst var með störfum þriggja leikskólakennara í þremur leikskólum og rætt við þá um starf þeirra. Markmiðið var að öðlast innsýn í hvernig leikskólakennarar styðja við leik […]

Trúarbragðafræðsla í samfélagi margbreytileikans

30.6.2012 Gunnar J. Gunnarsson Trúarbragðafræðsla í samfélagi margbreytileikans Í greininni er fjallað um trúarbragðafræðslu á tímum trúarlegs margbreytileika og fjölhyggju, meðal annars með hliðsjón af ályktunum og álitsgerðum Evrópuráðsins og Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu en í þeim er áréttað mikilvægi vandaðrar trúarbragðafræðslu til að auka skilning ungs fólks á hlutverki trúarbragða í fjölmenningarsamfélögum nútímans og […]

„Það er náttúrulega ekki hægt að kenna manni allt“: Viðhorf byrjenda í grunnskólakennslu til kennaranáms síns

27.6.2012 Lilja M. Jónsdóttir „Það er náttúrulega ekki hægt að kenna manni allt“: Viðhorf byrjenda í grunnskólakennslu til kennaranáms síns Hér er gerð grein fyrir niðurstöðum rannsóknar á viðhorfum fimm ungra grunnskólakennara til kennaranáms síns. Þetta er langtímarannsókn þar sem rætt var við kennara um reynslu þeirra fyrstu fimm árin í starfi frá brautskráningu. Rannsóknin […]

Stærðfræði 102 í fjölbrautaskóla: Námskrá og áherslur

  30.4.2012 Kristín Bjarnadóttir Stærðfræði 102 í fjölbrautaskóla: Námskrá og áherslur Greinin segir frá rannsókn á námskrá við fimm framhaldsskóla þar sem kannað var inntakt hægferðaráfangans Stærðfræði 102. Í ljós kom ósamkvæmni milli skóla. Í fjórum skólum af fimm var kennd meiri algebra en gert er ráð fyrir í námskrá. Lítil sem engin áhersla virtist […]

Að læra að verða kennari í starfi á vettvangi

15.4.2012 Þuríður Jóhannsdóttir Að læra að verða kennari í starfi á vettvangi Hér segir frá því hvernig kennarnemar lærðu að starfa sem kennarar þegar þeir unnu sem leiðbeinendur í skólum jafnframt því að stunda kennaranám í fjarnámi sem skipulagt var með reglubundnum staðlotum. Tilgangur rannsóknarinnar var að varpa ljósi á aðstæður kennaranema sem starfa á […]

Kennarar í fjölmenningarsamfélagi: Aðgengi fjölbreyttra nemendahópa að kennaranámi á Íslandi

8.3.2012 Hanna Ragnarsdóttir Kennarar í fjölmenningarsamfélagi: Aðgengi fjölbreyttra nemendahópa að kennaranámi á Íslandi Greinin fjallar um kennara í fjölmenningarsamfélagi og aðgengi fjölbreyttra nemendahópa að kennaranámi á Íslandi. Dregið er fram mikilvægi þess að kennaramenntun á Íslandi sé aðgengileg fjölbreyttum nemendahópum og að búið sé í haginn fyrir þá með réttum áherslum. Sagt er frá þremur […]

Stefnumótun í kennaranámi: Áhersla á rannsóknir – Áhersla á vettvang

9.1.2012 Ragnhildur Bjarnadóttir Stefnumótun í kennaranámi: Áhersla á rannsóknir – Áhersla á vettvang Höfundur ræðir mótun stefnu í kennaranámi í Kennaraháskóla Íslands, síðar á Menntavísindasviði Háskóla Íslands, frá árinu 2004 til 2011. Markmiðið var að auka gæði námsins, m.a. með því að efla tengsl við rannsóknir og vettvang. Niðurstaða höfundar er að vel hafi miðað […]

Um nauðsyn þess að veita spakviturri hænu og nöldrandi spurningarmerki sess í fræðilegri ritgerð

30.10.2012 Edda Kjartansdóttir Um nauðsyn þess að veita spakviturri hænu og nöldrandi spurningarmerki sess í fræðilegri ritgerð Greinin er skrifuð frá sjónarhjóli nemanda sem fær köfnunartilfinningu þegar rammar fræðaheimsins þrengja að. Höfundur fjallar um glímu sína við þá ramma í háskólanámi með hliðsjón af hugmyndum Laurel Richardson. Richardson telur að túlkun á rannsóknargögnum megi birta […]

Þekkingarsamfélög eða skyndimenntunarstaðir?

10.9.2012 Guðmundur Ævar Oddsson Þekkingarsamfélög eða skyndimenntunarstaðir? Greinin varar við varhugaverðri þróun í íslensku háskólasamfélagi, því sem höfundur nefnir McDonalds-væðingu háskólanáms. Höfundur leggur út frá eigin reynslu og kenningu bandaríska félagsfræðingsins George Ritzer. Mat höfundar er að íslenskir háskólar þróist í þá átt að verða skyndimenntunarstaðir. Undirrótin er ásamt fleiru ofuráhersla á hagræðingu og vöruvæðingu […]