8.3.2012
Hanna Ragnarsdóttir
Kennarar í fjölmenningarsamfélagi: Aðgengi fjölbreyttra nemendahópa að kennaranámi á Íslandi

Greinin fjallar um kennara í fjölmenningarsamfélagi og aðgengi fjölbreyttra nemendahópa að kennaranámi á Íslandi. Dregið er fram mikilvægi þess að kennaramenntun á Íslandi sé aðgengileg fjölbreyttum nemendahópum og að búið sé í haginn fyrir þá með réttum áherslum. Sagt er frá þremur rannsóknum meðal erlendra nemenda í kennaranámi og menntunarfræði á Íslandi. Einnig er vísað í erlendar rannsóknir og skýrslur á tímum hnattvæðingar og félagslegs fjölbreytileika.