Entries by Kristín Jóna Þorsteinsdóttir

„Þá bara hætti ég, ég hef ekkert aðra leið“: Fjölgreinabraut í Menntaskólanum á Egilsstöðum

27.6.2012 Tinna Kristbjörg Halldórsdóttir og Sigrún Harðardóttir „Þá bara hætti ég, ég hef ekkert aðra leið“: Fjölgreinabraut í Menntaskólanum á Egilsstöðum Hér birtist önnur greinin úr röð greina frá Menntaskólanum á Egilsstöðum. Í greinaröðinni taka höfundar saman og lýsa úrræðum og þjónustu við nemendur með sérþarfir; sérstaklega nemendur með ADHD, sértæka námserfiðleika auk sálfélags-legra vandkvæða. […]

Að taka flugið: Þróunarstarf í Hlíðarskóla á Akureyri

21.5.2012 Bryndís Valgarðsdóttir, Reynir Hjartarson og Ingvar Sigurgeirsson Að taka flugið: Þróunarstarf í Hlíðarskóla á Akureyri Um tuttugu nemendur stunda nám í Hlíðarskóla á Akureyri en hann er hugsaður er sem skammtímaúrræði fyrir þá nemendur sem af einhverjum ástæðum aðlagast ekki starfinu í heimaskóla sínum. Kennsluhættir í skólanum hafa til skamms tíma að mestu verið […]

Heimspekikennsla á Íslandi: Væntingar, vonir og veruleiki

30.4.2012 Henry Alexander Henrysson og Elsa Haraldsdóttir Heimspekikennsla á Íslandi: Væntingar, vonir og veruleiki Í greininni er leitast við að skýra stöðu heimspekikennslu og gagnrýnnar hugsunar í íslenska skólakerfinu. Hugmyndir Íslendinga um stöðu heimspekinnar eru ræddar með hliðsjón af könnun sem gerð var á vegum Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna, UNESCO. Spurt er hverjar séu raunhæfar vonir […]

Grunnþættir menntunar í aðalnámskrá og fagmennska kennara: Hugleiðing til heiðurs Ólafi J. Proppé

9.1.2012 Ingólfur Ásgeir Jóhannesson Grunnþættir menntunar í aðalnámskrá og fagmennska kennara: Hugleiðing til heiðurs Ólafi J. Proppé Í greininni ræði höfundur hvaða áhrif má ætla að hugmyndir um svokallaða grunnþætti menntunar í nýrri aðalnámskrá hafi á hlutverk kennara og fagmennsku þeirra. Lagt er út frá grein sem Ólafur J. Proppé skrifaði árið 1992 um fagmennsku […]

Leikskólakennaramenntun í mótun

9.1.2012 Jóhanna Einarsdóttir Leikskólakennaramenntun í mótun Höfundur fjallar um leikskólakennaramenntun á Íslandi, einkum þróun síðustu ára frá því að námið fluttist á háskólastig. Þróun námsins er skoðuð í ljósi breytinga sem orðið hafa á leikskólakennaramenntun á Norðurlöndum. Mat höfundar er að Íslendingar hafi að ýmsu leyti verið í forystu á Norðurlöndum hvað varðar skipulag og […]

Hugleiðingar um kennaramenntun

9.1.2012 Jón Torfi Jónasson Hugleiðingar um kennaramenntun Höfundur fjallar um álitamál og ólík sjónarhorn í menntun og starfsþróun kennara; inntak, markmið og umgjörð. Hann leggur m.a. til að rædd verði og mótuð stefna um menntun kennara frá mun víðari sjónarhóli en oft er gert. Líta verði á allan starfsferil kennara og allt litróf menntunar og […]

Stærðfræði 102 í fjölbrautaskóla: Vandi og ávinningur

30.12.2011 Kristín Bjarnadóttir Stærðfræði 102 í fjölbrautaskóla: Vandi og ávinningur Greinin segir frá hægferðaráfanganum Stærðfræði 102 í fjölbrautaskóla. Í ljós kom að mun meiri áhersla var lögð á algebru en aðalnámskrá sagði fyrir um en lítil sem engin á samvinnuverkefni eða ritgerðir.

„Við hugsum kannski meira um námið sem leikurinn felur í sér“: Starfendarannsókn um tengsl leiks og læsis í leikskóla

30.12.2011 Jóhanna Einarsdóttir og Anna Magnea Hreinsdóttir „Við hugsum kannski meira um námið sem leikurinn felur í sér“: Starfendarannsókn um tengsl leiks og læsis í leikskóla Hér er greint frá starfendarannsókn sem fram fór í einum leikskóla á höfuðborgarsvæðinu. Byggt var á samvinnu við tvo kennara. Meðal annars var fylgst með því hvernig hugmyndir um […]

Langtímarannsókn á forspárgildi athugana á málþroska: Frá leikskólaaldri til fullorðinsára

20.12.2011 Jóhanna Einarsdóttir, Ingibjörg Símonardóttir og Amalía Björnsdóttir Langtímarannsókn á forspárgildi athugana á málþroska: Frá leikskólaaldri til fullorðinsára Greinin fjallar um rannsókn á því hvort málþroskamælingar við fimm ára aldur spái fyrir um námsgengi í samræmdum prófum í grunnskóla. Niðurstöður sýna að góð málþekking og hljóðkerfisvitund eru meðal þátta sem virðast stuðla að farsælu námi […]

Kjölfesta eða dragbítur? Gagnrýnin hugsun og kennslubækur í sögu

15.12.2011 Þorsteinn Helgason Kjölfesta eða dragbítur? Gagnrýnin hugsun og kennslubækur í sögu Greinin snýst um gagnrýna hugsun og námsefni í sögu. Gera má nemendur læsa á námsgögnin og gera þá um leið sem sjálfstæðasta gagnvart námsefninu. Gefin eru raunhæf dæmi um aðferðir til þess að semja kennslubækur sem hvetja til gagnrýni og kennsluaðferðir til að […]