Entries by Kristín Jóna Þorsteinsdóttir

Foreldrasamstarf og fjölmenning: Samskipti deildarstjóra í leikskóla við erlenda foreldra sem ekki tala íslensku

31.12.2013 Anna Lilja Sævarsdóttir, Anna Elísa Hreiðarsdóttir og Hermína Gunnþórsdóttir Foreldrasamstarf og fjölmenning: Samskipti deildarstjóra í leikskóla við erlenda foreldra sem ekki tala íslensku Í Aðalnámskrá leikskóla frá 2011 er lögð rík áhersla á foreldrasamstarf og jafnrétti. Deildarstjórar í leikskólum bera höfuðábyrgð á samvinnu sinnar deildar við foreldra og áhugavert þótti að greina reynslu þeirra […]

Skóli gegn skólakerfi: Um baráttu Menntaskólans á Akureyri gegn nýmælum fræðslulaganna 1946

31.12.2013 Helgi Skúli Kjartansson Skóli gegn skólakerfi: Um baráttu Menntaskólans á Akureyri gegn nýmælum fræðslulaganna 1946 Greinin fjallar um tilurð og sögu miðskóladeildar Menntaskólans á Akureyri (1948–1964). Um hana hefur áður verið ritað frá sjónarmiði stofnanasögu og persónusögu stjórnenda, bæði Menntaskólans og Gagnfræðaskóla Akureyrar. Hér er þess freistað að líta á atburði úr meiri fjarlægð, […]

Langtímarannsókn á forspárgildi málþroskaathugana við 5–6 ára aldur um síðari líðan og reynslu

27.12.2013 Amalía Björnsdóttir, Jóhanna T. Einarsdóttir og Ingibjörg Símonardóttir Langtímarannsókn á forspárgildi málþroskaathugana við 5–6 ára aldur um síðari líðan og reynslu Tilgangur rannsóknarinnar sem hér segir frá var að kanna hvort málþroskamælingar við fimm ára aldur spái fyrir um ýmsa félagslega og sálræna þætti síðar á lífsleiðinni. Árin 1997 og 1998 var athugaður málþroski […]

„Uss, ég er að vinna!“: Áhrif einstaklingsmiðaðra stuðningsáætlana á námsástundun grunnskólanemenda með hegðunarerfiðleika

27.12.2013 Guðrún Björg Ragnarsdóttir og Anna-Lind Pétursdóttir „Uss, ég er að vinna!“: Áhrif einstaklingsmiðaðra stuðningsáætlana á námsástundun grunnskólanemenda með hegðunarerfiðleika Í greininni segir frá rannsókn á áhrifum einstaklingsmiðaðra stuðningsáætlana með stighækkandi viðmiðum um frammistöðu á námsástundun grunnskólanemenda með hegðunarerfiðleika. Þátttakendur voru fjórir drengir á aldrinum sjö til átta ára sem höfðu sýnt hegðunarerfiðleika í fimm […]

Innleiðing á Byrjendalæsi – Viðhorf og reynsla kennara

17.12.2013 Eygló Björnsdóttir, María Steingrímsdóttir og Sigríður Margrét Sigurðardóttir Innleiðing á Byrjendalæsi – Viðhorf og reynsla kennara Markmið rannsóknarinnar sem hér er kynnt er að greina reynslu kennara af innleiðingu á læsisaðferðinni Byrjendalæsi samkvæmt starfsþróunarlíkani, kanna viðhorf kennaranna í því sambandi og skoða hvaða áhrif þátttaka hefur haft á starfsþroska þeirra. Ráðgjafar um aðferðina við […]

‘What we wanted to do was to change the situation’: Distance teacher education as stimulation for school development in Iceland

6.12.2013 Þuríður Jóhannsdóttir [Thurídur Jóhannsdóttir] ‘What we wanted to do was to change the situation’: Distance teacher education as stimulation for school development in Iceland The article describes the origin of a distance programme for teachers first offered at the Iceland University of Education in 1993 in response to a lack of qualified teachers in […]

„Hversu lýðræðisleg á ég að vera?“ Þróunarstarf um lýðræði og mannréttindi í leikskólanum Árbæ

4.12.2013 Anna Magnea Hreinsdóttir „Hversu lýðræðisleg á ég að vera?“ Þróunarstarf um lýðræði og mannréttindi í leikskólanum Árbæ Í greininni er fjallað um þróunarstarf og starfendarannsókn við leikskólann Árbæ. Tilgangur með þróunarverkefninu var að efla lýðræðisleg vinnubrögð í leikskólanum og stuðla að fræðslu og umræðum meðal starfsfólks um lýðræðislegan skólabrag og hvað í honum fælist, […]

Framtíð í nýju landi: Þróunarverkefni með innflytjendum í framhaldsskólum

3.12.2013 Anh-Dao Tran og Hanna Ragnarsdóttir Framtíð í nýju landi: Þróunarverkefni með innflytjendum í framhaldsskólum Framtíð í nýju landi (FÍNL) var tilraunaverkefni um stuðning við víetnömsk ungmenni á Íslandi. Almennt má segja að víetnömsk ungmenni hafi komið sér áfram í íslensku samfélagi. Ungmennin sem þátt tóku í rannsókninni höfðu flest gert tilraunir til að snúa […]

Sjónarmið leikskólakennara og leiðbeinenda: Áherslur og verkaskipting í leikskólastarfi

2.12.2013 Jóhanna Einarsdóttir, Arna H. Jónsdóttir og Bryndís Garðarsdóttir Sjónarmið leikskólakennara og leiðbeinenda: Áherslur og verkaskipting í leikskólastarfi Rannsóknin sem hér segir frá var unnin í samvinnu við tvo norska háskóla. Gögnum fyrir íslenskan hluta rannsóknarinnar var safnað með spurningakönnun sem send var í alla leikskóla hér á landi veturinn 2011–2012. Niðurstöður leiða í ljós […]