Menntakvika 2012

Ráðstefnurit Netlu: Menntakvika 2012
Menntavísindasvið Háskóla Íslands

Ráðstefna um menntavísindi
Menntakvika, árleg ráðstefna Menntavísindasviðs Háskóla Íslands, var haldin föstudaginn 5. október 2012. Megintilgangur ráðstefnunnar er að skapa mennta- og uppeldisstéttum vettvang til að kynnast nýbreytni í rannsóknar- og þróunarstarfi sem unnið er í skólum landsins og innan háskólaumhverfisins. Á dagskrá voru meira en 150 erindi í meira en 40 málstofum.

Rit á vegum Netlu og Menntavísindasviðs
Ráðstefnurit Netlu – Menntakvika 2012 er gefið út á vegum Netlu – Veftímarits um uppeldi og menntun og Menntavísindasviðs Háskóla Íslands. Birtar eru 16 ritrýndar greinar og 4 ritstýrðar greinar eftir höfunda úr röðum þeirra sem héldu erindi á Menntakviku haustið 2012. Ritstjórar voru þau Gretar L. Marinósson, Ólöf Garðarsdóttir og Róbert Berman. Ritnefndarmenn auk þeirra voru Anna Kristín Sigurðardóttir, Freyja Birgisdóttir, Jóhanna T. Einarsdóttir og Helgi Skúli Kjartansson. Kristín Erla Harðardóttir og Sigríður Kr. Hrafnkelsdóttir önnuðust verkefnisstjórn með útgáfunni. Torfi Hjartarson hafði umsjón með umbroti og lokafrágangi greina.

Ritrýndar greinar
Ritrýndar greinar eru, auk almenns handritalesturs, lesnar af ritstjórn og ritrýndar af tveimur sérfræðingum á sviði greinar. Að minnsta kosti annar sérfræðingurinn starfar ekki á sama vettvangi og höfundar greina. Fullrar nafnleyndar er gætt við ritrýnina.

Anna Kristín Sigurðardóttir og Gunnhildur Óskarsdóttir
Nám og kennsla á yngsta stigi grunnskóla: Einstaklingsmiðun og nýting á námsumhverfi

Anna-Lind Pétursdóttir, Lucinda Árnadóttir og Snæfríður Dröfn Björgvinsdóttir.
Úr sérúrræði í almenna skólastofu: Virknimat og stuðningsáætlun sem verkfæri í skóla án aðgreiningar

Ástríður Stefánsdóttir
Hvernig ber að skilja sjálfræði?

Brynhildur Þórarinsdóttir, Þóroddur Bjarnason og Andrea Hjálmsdóttir
Bóklausir og bókaormar: Tengsl menntunar og efnahags foreldra við yndislestur unglinga í alþjóðlegu ljósi

Freyja Birgisdóttir
Hlutverk orðhlutavitundar í lestrarnámi: Niðurstöður úr langtímarannsókn á þroska, máli og læsi grunnskólabarna

Guðný Guðbjörnsdóttir og Steinunn Helga Lárusdóttir
„Þotulið“ og „setulið“: Kynjajafnrétti og kennaramenntun

Gunnar J. Gunnarsson og Gunnar E. Finnbogason
Margbreytileiki og samstaða: Niðurstöður úr rannsókn á viðhorfum og gildismati framhaldsskólanema

Hafdís Guðjónsdóttir og Svanborg R. Jónsdóttir
Háskólakennarar rýna í starf sitt: Þróun framhaldsnámskeiðs í kennaramenntun

Kristín Bjarnadóttir
„Nýja stærðfræðin“: Uppruni og afdrif

Loftur Guttormsson og Ólöf Garðarsdóttir
Íslenskir barnakennarar 1930 og 1960: Félagsleg og lýðfræðileg einkenni

Ragnar F. Ólafsson, Allyson Macdonald og Auður Pálsdóttir
Teacher efficacy and country clusters: Some findings from the TALIS 2008 survey

Rannveig Oddsdóttir, Hrafnhildur Ragnarsdóttir og Freyja Birgisdóttir
Textaritun byrjenda: Frásagnir og upplýsingatextar barna í 1. bekk grunnskóla

Sigrún Aðalbjarnardóttir og Eva Harðardóttir
Lýðræðislegar umræður og viðhorf til réttinda innflytjenda: Sýn nemenda

Sigurlína Davíðsdóttir, Guðný Guðbjörnsdóttir, Anna Kristín Sigurðardóttir, Arna H. Jónsdóttir, Börkur Hansen, Ólafur H. Jóhannsson og Steinunn Helga Lárusdóttir.
Efnahagshrunið og skólastarf í tveimur íslenskum sveitarfélögum: Skólakreppa?

Susan Gollifer and Anh-Dao Tran
Exploring the rhetoric: How does Iceland’s curriculum reform address student diversity at the upper secondary level?

Þórdís Þórðardóttir
Að læra til telpu og drengs: Kynjaðir lærdómar í leikskóla

Ritstýrðar greinar
Ritstýrðar greinar eru, auk almenns handritalesturs, lesnar af ritstjórn og einum sérfræðingi á sviði greinar. Nafnleyndar er gætt við yfirlestur sérfræðings.

Edda Kjartansdóttir, Ragnheiður Hermannsdóttir og Sigrún Eyþórsdóttir
Starfendarannsóknir í Kópavogi

Helena Guttormsdóttir
Að horfa er skapandi athöfn: Sjónrænir þættir í íslensku landslagi

Helgi Skúli Kjartansson
Hvað merkir 8 í einkunn? Hugleiðing um „einkunnabólgu“

Sigurrós Erlingsdóttir
Raunmæting „fær fólk til að skrópa minna“: Starfendarannsókn um viðhorf starfsfólks og nemenda til nýrrar skólasóknarreglu í Menntaskólanum við Sund