Á samfélagsmiðlum eru byggðar brýr: Netvinátta unglinga í félagslega viðkvæmri stöðu
30. 10. 2024
Tengsl finnast á milli mikillar skjá- og samfélagsmiðlanotkunar unglinga og aukinna kvíða- og þunglyndiseinkenna. Jafnframt sýna rannsóknir að samfélagsmiðlar skapa unglingum tækifæri til að stofna til samskipta, til sjálfsmyndarþróunar og auka tilfinningu þeirra fyrir að tilheyra. Samkvæmt tilgátu um félagslega uppbót gætu ungmenni með slök tengsl við jafnaldra í raunheimi bætt sér þau upp með tengslum á netinu. Markmið rannsóknarinnar er að kanna líðan unglinga eftir fjölda vina í raunheimi og netheimi. Til rannsóknar eru tengsl vinafjölda unglinga og líðanar eftir því hvort uppruni unglinga er íslenskur eða ekki og eftir einkennum félagskvíða. Niðurstöður sýndu marktæka en veika fylgni sálrænnar líðanar og fjölda vina á netinu; því fleiri netvini sem ungmenni áttu þeim mun verr leið þeim.
Höfundur: Eyrún María Rúnarsdóttir