04.11.2019
Elva Eir Þórólfsdóttir, Guðmundur Engilbertsson og Þorlákur Axel Jónsson
Snemmtæk íhlutun í lestrarnámi í 1. bekk

Greinin segir frá rannsókn á áhrifum snemmtækrar íhlutunar í lestrarnámi, sem fólst í því að skima fyrir mögulegum lestrarerfiðleikum hjá börnum í 1. bekk í einum grunnskóla og veita þeim viðeigandi íhlutun í hljóðkerfisvitund, stafaþekkingu og málþroska. Framfarir barnanna í íhlutunarhópnum voru bornar saman við framfarir þeirra barna sem ekki voru talin þurfa sérstaka íhlutun. Niðurstöður benda til þess að áhrif snemmtækrar íhlutunar séu jákvæð á heildina litið og bilið milli hópsins sem þurfti íhlutun og samanburðarhópsins jókst ekki, eins og almennt er talið að sé tilhneigingin að gerist með tímanum.