Ráðstefnurit Netlu: Menntakvika 2011
Menntavísindasvið Háskóla Íslands
Ráðstefna um menntavísindi
Árleg ráðstefna Menntavísindasviðs Háskóla Íslands var haldin föstudaginn 30. september undir yfirskriftinni Menntakvika: Rannsóknir, nýbreytni og þróun. Megintilgangur ráðstefnunnar er að skapa mennta- og uppeldisstéttum vettvang til að kynnast nýbreytni í rannsóknar- og þróunarstarfi sem unnið er í skólum landsins og innan háskólaumhverfisins. Á dagskrá voru um 190 erindi í meira en 50 málstofum.

Rit á vegum Netlu og Menntavísindasviðs
Ráðstefnurit Netlu – Menntakvika 2011 er gefið út á vegum Netlu – Veftímarits um uppeldi og menntun og Menntavísindasviðs Háskóla Íslands. Birtar eru 33 ritrýndar greinar og 7 ritstýrðar greinar eftir höfunda úr röðum þeirra sem héldu erindi á Menntakviku haustið 2011. Ritstjórar voru þeir Ingvar Sigurgeirsson fráfarandi ritstjóri Netlu, Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, ritstjóri Uppeldis og menntunar, og Gretar L. Marinósson, ritstjóri Tímarits um menntarannsóknir. Ritnefndarmenn auk þeirra voru Anna Kristín Sigurðardóttir, Freyja Birgisdóttir, Guðrún V. Stefánsdóttir, Helgi Skúli Kjartansson, Jóhanna Einarsdóttir (talmeinafræðingur), Róbert Berman og Þuríður J. Jóhannsdóttir. Kristín Erla Harðardóttir, Lárus Ari Knútsson og Svanhildur Kr. Sverrisdóttir önnuðustu verkefnisstjórn með útgáfunni. Torfi Hjartarson hafði umsjón með umbroti og lokafrágangi greina.

Ritrýndar greinar

Ritrýndar greinar eru, auk almenns handritalesturs, lesnar af ritstjórn og ritrýndar af tveimur sérfræðingum á sviði greinar. Að minnsta kosti annar sérfræðingurinn starfar ekki á sama vettvangi og höfundar greina. Fullrar nafnleyndar er gætt við ritrýnina.

Allyson Macdonald and Auður Pálsdóttir
Creating Educational Settings: Designing a University Course

Anna Elísa Hreiðarsdóttir og Eygló Björnsdóttir
Á mörkum skólastiga: Áherslur í starfi með elstu börnum leikskóla

Anna Katarzyna Wozniczka og Robert Berman
Home language environment of Polish children in Iceland and their second-language academic achievement

Birna Arnbjörnsdóttir
Exposure of English in Iceland: A Quantitative and Qualitative Study

Freyja Birgisdóttir
Þróun læsis frá fjögra til átta ára aldurs

Guðný Helga Gunnarsdóttir og Þórunn Blöndal
Að hugsa saman í stærðfræði: Samtöl sem aðferð til náms

Guðrún Geirsdóttir og Gyða Jóhannsdóttir
Viðurkenning háskóla: Viðhorf starfsfólks og stjórnenda við Háskóla Íslands til undirbúnings og gagnsemi viðurkenningar

Guðrún V. Stefánsdóttir
Sjálfræði og ófrjósemisaðgerðir á konum með þroskahömlun

Gunnar E. Finnbogason, Gunnar J. Gunnarsson, Halla Jónsdóttir og Hanna Ragnarsdóttir
Lífsviðhorf og gildi: Viðhorfakönnun meðal ungs fólks í framhaldsskólum á Íslandi

Hafdís Guðjónsdóttir
Rýnt í vinnubrögð starfendarannsókna: Ólíkar leiðir við gagnaöflun

Hafþór Guðjónsson
Kennarinn sem rannsakandi

Hanna Ragnarsdóttir og Hildur Blöndal
Lýðræðisleg þátttaka kennara af erlendum uppruna í leik- og grunnskólum

Helgi Tómasson
Hugleiðing um framvindu náms og brotthvarf í Hagfræðideild Háskóla Íslands

Hjördís Sigursteinsdóttir, Guðbjörg Linda Rafnsdóttir og Þorgerður Einarsdóttir
„Rosaleg óvissa hjá okkur og vondur tími“: Um starfsöryggi og líðan kennara eftir hrun

Jónína Ágústsdóttir og Auður Pálsdóttir
Skólaþróun í skugga kreppu: Sýn fjögurra skólastjóra í grunnskólum Reykjanesbæjar á áhrif efnahagskreppunnar á skólaþróun

Kristín Á. Ólafsdóttir
„Indæl“ markmið en ógerningur að sinna þeim öllum: List- og verkgreinar – áætlað umfang og nýting námskráa við undirbúning kennslu

Kristín Björnsdóttir
„Þetta er minn líkami en ekki þinn“: Sjálfræði, kynverund og konur með þroskahömlun

Kristján Kristjánsson
Jákvæða sálfræðin gengur í skóla: Hamingja, skapgerðarstyrkleikar og lífsleikni

Meyvant Þórólfsson og Gunnar E. Finnbogason
Þekkingarfræði og opinberar námskrár: Um náttúruvísindalega þekkingu í námskrám fyrir skyldunám frá 1960 til aldamóta

Ólöf Garðarsdóttir og Guðjón Hauksson
Ungir innflytjendur og aðrir einstaklingar með erlendan bakgrunn í íslensku samfélagi og íslenskum skólum 1996–2011

Ragnheiður Júníusdóttir, Anna Sigríður Ólafsdóttir, Janus Guðlaugsson og Erlingur Jóhannsson
Áhrif mismunandi fræðslu á matarvenjur og matargerð eldri einstaklinga

Ragnhildur Bjarnadóttir
Félagsleg ígrundun kennaranema: Leið til að vinna úr vettvangsreynslu

Rannveig Jóhannsdóttir
Skrifa nafnið sitt í leikskóla og lesa í grunnskóla: Um þróun í læsi á meðal barna við lok leikskólagöngu

Robert Berman, Samúel Lefever og Anna Katarzyna Woźniczka
Attitudes towards languages and cultures of young Polish adolescents in Iceland

Sigríður Margrét Sigurðardóttir
Hlutverk skólastjóra í þróunarstarfi eins grunnskóla

Sigurlína Davíðsdóttir og Penelope Lisi
Innra mat í íslenskum framhaldsskólum: Hvað hvetur til þátttöku kennara?

Snæfríður Þóra Egilson
Á tímamótum: Framhaldsskólanemendur með hreyfihömlun

Svanborg R. Jónsdóttir and Allyson Macdonald
Looking at the pedagogy of innovation and entrepreneurial education with Bernstein

Vanda Sigurgeirsdóttir
Börn og náttúra: Notkun ljósmynda í rannsóknum með börnum

Þorgerður Einarsdóttir og Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
Kynjajafnréttisfræðsla í skólum: Hindranir og tækifæri

Þorsteinn Helgason
Er þjóðarsagan karlkyns?

Þóroddur Bjarnason
Framtíðarbúseta unglinga af erlendum uppruna

Þuríður Jóhannsdóttir og Sólveig Jakobsdóttir
Samkennsla staðnema og fjarnema við Menntavísindasvið Háskóla Íslands: Reynsla og viðhorf kennara og nema – togstreita og tækifæri

Ritstýrðar greinar

Ritstýrðar greinar eru, auk almenns handritalesturs, lesnar af ritstjórn og einum sérfræðingi á sviði greinar. Nafnleyndar er gætt við yfirlestur sérfræðings.
Ásthildur B. Jónsdóttir
Listir og sjálfbærni: Áhrifamáttur sjónlista í menntun til sjálfbærni

Baldur Sigurðsson
Mæling náms í ektum – undirstaða gæðastarfs?

Hanna Óladóttir
Málfræði handa unglingum: Lýsandi málfræði og forskriftarmálfræði

Helgi Skúli Kjartansson
Kennararéttindi samkvæmt eldri reglum: Túlkunarvandi um hvaða kennaraefni „hófu nám“ áður en krafan um meistaranám tók gildi
2008

Hildur Blöndal og Hanna Ragnarsdóttir
Menntun í alþjóðlegu samhengi: Nemendur með alþjóðlega reynslu

Magnús Þorkelsson
Hverjir eru valkostir nýnema í framhaldsskólum?

Sigurður Pálsson
Trúarbragðafræðsla í skólum: Af vettvangi Evrópuráðsins og ÖSE