Tíðni kulnunareinkenna og skýringar á kulnun starfsfólks í háskólum á Íslandi

16. 12. 2024

Erlendar rannsóknir sýna að háskólakennarar upplifa mikið álag í starfi og að tíðni kulnunareinkenna meðal þeirra er há, ekki síður en hjá kennurum annarra skólastiga. Hér á landi hafa kulnunareinkenni meðal háskólakennara ekki verið rannsökuð áður, en í starfsumhverfiskönnun Háskóla Íslands segjast 80% akademískra starfsmanna upplifa mikið vinnuálag. Kulnunareinkenni, svo sem örmögnun, hugræn og tilfinningaleg skerðing, og skyn-, hjartsláttar-, og meltingartruflanir, eru afleiðing langvarandi vinnuálags og ofvirkni streitukerfa líkamans. Í þessari rannsókn var tíðni kulnunareinkenna metin með netkönnun meðal félagsfólks í Félagi háskólakennara og Félagi prófessora við ríkisháskóla, N = 624.

Niðurstöður sýna að 36% svarenda eru í mikilli eða mjög mikilli hættu á kulnunarröskun, en að tíðni og alvarleiki einkenna fari eftir stöðu innan háskólanna.

Höfundar: Ragna Benedikta Garðarsdóttir, Helga Eden Gísladóttir, Þórhildur Guðjónsdóttir og Linda Bára Lýðsdóttir