Með börnin heima í samkomubanni: Viðtöl við foreldra. Reynsla og upplifun foreldra leikskólabarna
5. 7. 2023
Í mars 2020 voru gefnar út reglur á Íslandi þar sem settar voru skorður á samkomur, starfsemi í framhalds- og háskólum færðist á netið, rekstur leik- og grunnskóla var takmarkaður og stjórnvöld hvöttu foreldra til að hafa börnin heima ef þess var kostur. Rannsóknin sem hér er kynnt beinist að velferð ungra barna á tímum COVID-19 þegar flestu var skellt í lás í þjóðfélaginu og skólahald breyttist hjá börnum. Þátttakendur í rannsókninni voru tólf fjölskyldur leikskólabarna. Niðurstöður sýna að faraldurinn hafði víðtæk og mikil áhrif á fjölskyldurnar. Fjölskyldulífið breyttist en foreldrar voru sammála um að rútína og skipulag hafi skipt miklu máli sem og að hafa nóg að gera fyrir börnin.
Í mars 2020 voru gefnar út reglur á Íslandi þar sem settar voru skorður á samkomur, starfsemi í framhalds- og háskólum færðist á netið, rekstur leik- og grunnskóla var takmarkaður og stjórnvöld hvöttu foreldra til að hafa börnin heima ef þess var kostur. Rannsóknin sem hér er kynnt beinist að velferð ungra barna á tímum COVID-19 þegar flestu var skellt í lás í þjóðfélaginu og skólahald breyttist hjá börnum. Þátttakendur í rannsókninni voru tólf fjölskyldur leikskólabarna. Niðurstöður sýna að faraldurinn hafði víðtæk og mikil áhrif á fjölskyldurnar. Fjölskyldulífið breyttist en foreldrar voru sammála um að rútína og skipulag hafi skipt miklu máli sem og að hafa nóg að gera fyrir börnin.