Margir ungir karlmenn vita ekki að það er hægt að vera karlkyns sjúkraliði Áskoranir og tækifæri í starfi karlkyns sjúkraliða

02.07.2021

Umfjöllunarefni greinarinnar er karlkyns sjúkraliðar og störf þeirra á vettvangi þar sem langflest starfsfólk er kvenkyns. Tekin voru átta viðtöl við karlkyns sjúkraliða. Reynsla viðmælenda var að karlar gætu sinnt nærgætinni umönnun og þeir væru jafn færir um að sýna fagmennsku og alúð í starfi og konurnar. Niðurstöður gefa til kynna að í nánast öllum þáttum er lutu að starfinu var hægt að sjá einhvers konar afleiðingar eðlishyggju í samfélaginu um að starfið væri kvennastarf. Viðmælendurnir virtust þó ekki taka fordóma sem þeir mættu nærri sér.