Málnotkun fjöltyngdra nemenda og tengsl við mat þeirra á eigin íslenskufærni
4. 10. 2024
Markmið rannsóknarinnar voru að afla upplýsinga um hvernig fjöltyngdir nemendur í 6.–10. bekk Fellaskóla nota íslensku, ensku og móðurmál, hvernig þau meta færni sína í tungumálunum og hvort tengsl séu á milli málnotkunar og mats þeirra á íslenskufærni sinni. Hvatinn að rannsókninni var að afla upplýsinga svo skipuleggja megi markvissari kennslu og stuðning við fjöltyngda nemendur skólans til eflingar læsisfærni þeirra í íslensku. Helstu niðurstöður eru að íslenska var megintungumálið sem notað var í kennslustundum, en nemendur notuðu bæði íslensku og ensku í frímínútum og aðallega ensku við lestur á netinu.
Höfundar: Auður Pálsdóttir, Sigríður Ólafsdóttir og Örn Þór Karlsson