Leikur og þátttaka barna í leikskólastarfi: Stuðningur deildarstjóra og annars starfsfólks
20. 2. 2024
Höfundar: Anna Magnea Hreinsdóttir, Pála Pálsdóttir og Sigrún Grétarsdóttir
20. 2. 2024
Höfundar: Anna Magnea Hreinsdóttir, Pála Pálsdóttir og Sigrún Grétarsdóttir
Í þessari grein er sagt frá rannsókn á tveggja ára þróunarverkefni sem fjórir leikskólar í Reykjavík tóku þátt í. Markmiðið með rannsókninni var að greina starfsaðferðir og stuðning starfsfólks við leik sem helstu námsleið barna og við virka þátttöku þeirra í daglegu starfi leikskóla. Verkefnið var liður í innleiðingu á Menntastefnu Reykjavíkurborgar sem studdi við það með styrk úr þróunarsjóði skóla- og frístundasviðs. Rannsakandi við Háskóla Íslands lagði verkefninu lið með fræðslu og ráðgjöf ásamt að safna gögnum og greina þau. Hittust deildarstjórar leikskólanna reglulega til að ræða og kynna sér ýmsar leiðir til að styðja við leik barna og auka þátttöku þeirra í starfi leikskólanna. Rannsóknin byggir á eigindlegri nálgun. Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að þátttakendur fóru fjölbreyttar leiðir að því að styðja við leik barna og nám. Starfsfólk var oft með börnunum í leik og margvíslegar aðstæður voru nýttar til að styðja við börnin í að leysa verkefni sjálf í stað þess að taka fram fyrir hendurnar á þeim. Þá sýna niðurstöðurnar mörg dæmi um þátttöku barna í daglegu starfi leikskólanna.