Rannsóknir og skólastarf
Netla – Veftímarit um uppeldi og menntun
Sérrit 2013 – Rannsóknir og skólastarf | Birt 31.12.2013
Menntavísindasvið Háskóla ÍslandsRitstjórn sérrits um rannsóknir og skólastarf
Netla – Veftímarit um uppeldi og menntun: Sérrit 2013 – Rannsóknir og skólastarf er gefið út á vegum Netlu – Veftímarits um uppeldi og menntun og Menntavísindasviðs Háskóla Íslands. Ritstjórn skipuðu Ólöf Garðarsdóttir (ritstjóri), Helgi Skúli Kjartansson, Jóhanna Thelma Einarsdóttir, Robert Berman og Torfi Hjartarson. Sigríður Kr. Hrafnkelsdóttir annaðist verkefnisstjórn með útgáfunni.
Sjö ritrýndar greinar
Greinar í sérritinu eru sjö talsins og allar ritrýndar. Auk almenns handritalesturs, eru þær lesnar af ritstjórn og ritrýndar af tveimur sérfræðingum á sviði greinar. Að minnsta kosti annar sérfræðingurinn starfar ekki á sama vettvangi og höfundar greina. Fullrar nafnleyndar er gætt við ritrýnina.
Arna H. Jónsdóttir, Bryndís Garðarsdóttir og Jóhanna Einarsdóttir
Leikskólabyrjun og lengd dvalartíma: Sjónarmið leikskólakennara og leiðbeinenda
Markmið rannsóknarinnar sem sagt er frá í greininni er að varpa ljósi á viðhorf leikskólakennara og leiðbeinenda til þess á hvaða aldri sé best fyrir börn að byrja í leikskóla og hversu marga tíma sé æskilegt að þau dvelji þar dag hvern. Greinin byggir á tveimur spurningum sem lagðar voru fyrir í könnun sem send var til allra leikskóla landsins veturinn 2011–2012. Notaður var listi, þýddur og staðfærður, sem áður hafði verið lagður fyrir kennara og leiðbeinendur í norskum leikskólum.
Ástríður Stefánsdóttir
Eigindlegar rannsóknir og siðferðileg álitamál
Í þessari grein er fengist við þrjár meginspurningar. Í fyrsta lagi: Hvernig birtast siðferðileg álitamál í eigindlegum rannsóknum? Í öðru lagi: Eru þau að einhverju leyti frábrugðin siðferðilegum álitamálum við íhlutunarrannsóknir í læknisfræði? Og í þriðja lagi: Getur núverandi regluverk í siðfræði rannsókna á Íslandi gilt um allar eigindlegar rannsóknir á fólki?
Gestur Guðmundsson
Innflytjendur í íslenskum framhaldsskólum
Fjöldi innflytjendabarna í grunnskólum bendir til verulegrar fjölgunar þeirra í framhaldsskólum næsta áratuginn. Greinin er ávöxtur rannsóknar þar sem námsgengi og félagsleg aðlögun eru skoðuð eigindlega með viðtölum við sextán innflytjendur af báðum kynjum og á aldrinum 18–25 ára. Þeir hafa annað hvort lokið framhaldsskólanámi eða eru komnir langleiðina með það. Þeir tilheyra þar með allir þeim helmingi innflytjenda sem ekki telst til brotthvarfsnema.
Gyða Jóhannsdóttir og Jón Torfi Jónasson
The Development Dynamics of a Small Higher Education System: Iceland – a case in point
The article intends to answer three questions: 1. To what extent can it be assumed that HE develops in essentially the same way in a very small system as in larger or even much larger systems? 2. Does Icelandic HE present significantly different drivers of change than larger systems for which comparable data exist? 3. Can specific development problems be identified in a small system that do not come to the fore in the larger systems? The data stems from the available literature as well as various official documents and statistical data banks.
Kristjana Stella Blöndal og Bjarney Sif Ægisdóttir
Óákveðni framhaldsskólanema með námsval og skuldbinding þeirra gagnvart námi og skóla
Markmið þessarar rannsóknar er að kanna tengsl á milli óákveðni nemenda við námsval í framhaldsskóla og skuldbindingar þeirra gagnvart námi og skóla. Óákveðni nemenda er annars vegar metin með tilliti til óvissu þeirra um þá námsbraut sem þeir völdu í framhaldsskóla og hins vegar hvort og hve oft þeir höfðu íhugað að skipta úr bóknámi í starfsnám eða úr starfsnámi í bóknám. Þessi rannsókn er hluti af langtímarannsókninni Náms-framvinda nemenda og skilvirkni framhaldsskóla sem hófst árið 2007.
Nichole Leigh Mosty, Samúel Lefever, Hrafnhildur Ragnarsdóttir
Parents’ perspectives towards home language and bilingual development of preschool children
Parents in households where more than one language is spoken are faced with decisions regarding their children’s language upbringing. The purpose of the study was to explore parents’ perspectives about their children’s home language and bilingual development and how they facilitated language development in the home. Results indicated that these parents had overwhelmingly positive perspectives both about their children’s home language use and their Icelandic language development.
Rannveig Oddsdóttir, Hrafnhildur Ragnarsdóttir og Freyja Birgisdóttir
Þróun textaritunar í fyrstu bekkjum grunnskóla: Frásagnir og upplýsingatextar barna í 2.–4. bekk
Nær engar rannsóknir hafa verið gerðar á þróun ritaðrar textagerðar íslenskra barna í fyrstu bekkjum grunnskóla. Megintilgangur