13.7.2020
Sigrún Alda Sigfúsdóttir, Jóhanna T. Einarsdóttir, Þorlákur Karlsson og Íris Ösp Bergþórsdóttir
Orðaforðakennsla með sögulestri fyrir börn með málþroskaröskun

Tilgangur rannsóknarinnar var að bera saman áhrif beinnar og óbeinnar orðaforðakennslu hjá börnum með málþroskaröskun. Niðustöður leiddu í ljós að góður árangur náðist við beina orðaforðakennslu. Orðaforði barnanna jókst hins vegar minna við óbeina kennslu. Mikilvægt er að lesa fyrir leikskólabörn og skapa aðstæður þar sem ný orð eru kennd á markvissan hátt. Sérstaklega er nauðsynlegt að huga vel að börnum með slaka málfærni og útskýra orð jafnóðum við lestur. Niðustöðurnar gefa vísbendingu um að til að auka orðaforða barna við sögulestur þurfi að útskýra ný orð sérstaklega.