19.9.2013
Gísli Þorsteinsson og Brynjar Ólafsson
Viðhorf kennara til ákvarðanatöku nemenda í hönnun og smíði

Greinin fjallar um rannsókn á viðhorfum grunnskólakennara til ákvarðanatöku nemenda í hönnun og smíði. Einkum var horft til nemenda á aldrinum 12 til 14 ára og könnuð tækifæri sem kennarar í greininni veita þeim til að taka eigin ákvarðanir. Fjallað var um námskrá grunnskóla í námsgreininni, viðhorf kennaranna til kennarahlutverksins og hvaða möguleika þeir töldu sig hafa til þess að ýta undir og þroska færni nemenda að þessu leyti. Af niðurstöðum má álykta að námskráin bjóði upp á mörg tækifæri til þess að taka ákvarðanir um hönnun og smíði verkefna en geri kröfur sem erfitt getur reynst að mæta í skólastarfi.