19.12.2018
Vanda Sigurgeirsdóttir og Ársæll Már Arnarsson
Viðhorf íslenskra grunnskólanema til eineltis og inngripa í eineltismál út frá reynslu þeirra af einelti.

Greinin segir frá rannsókn þar sem reynsla íslenskra grunnskólanema af einelti var skoðuð, auk viðhorfa þeirra til þátta eins og inngripa kennara og ábyrgðar nemenda. Niðurstöður sýna að hægt er að skipta þátttakendum í þolendur, gerendur, hvoru tveggja og börn sem ekki tengjast einelti með beinum hætti. Viðhorf nemendanna lituðust af reynslu þeirra af einelti. Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að vinna þurfi með viðhorf nemenda og auka umræður og fræðslu um eineltisáætlanir og inngrip í eineltismál.