In the Company of Shakespeare: Afturhvarf til Bessastaðaskóla

Höfundur: Heimir Pálsson. Í greininni segir af kynnum höfundar og nemenda hans af markverðri tilraun Donyu Feuer prófessors við Kennaraháskólann í Stokkhólmi um flutning á texta úr leikritum Shakespeares í grunnskóla og kennaramenntun. Útgáfudagur: 18.9.2003 In the Company of Shakespeare: Afturhvarf til Bessastaðaskóla

Námsmat í myndlist, mat á myndlistarkennslu og aðferðir listgagnrýni

Höfundur: Guðrún Helgadóttir. Í greininni er rætt um námsmat í myndlistarkennslu frá ýmsum hliðum. Bent er á að til listgagnrýni og samfélagsumræðu um listir megi sækja aðferðir og hugmyndir sem geta nýst við námsmat og þróun kennsluhátta. Útgáfudagur: 4.9.2003 Námsmat í myndlist, mat á myndlistarkennslu og aðferðir listgagnrýni

Kennaramenntun og skólaþróun

2.6.2003 Ingvar Sigurgeirsson Kennaramenntun og skólaþróun Greinin fjallar um kennaramenntun í ljósi skólaþróunar og byggir á erindi sem höfundur hélt á ráðstefnu Fræðslumiðstöðvar Reykjavíkur 13. febrúar um nýbreytni í kennsluháttum og skóla á nýrri öld.

Språk och symboler: Um námskröfur í stærðfræði á Íslandi, í Danmörku og Svíþjóð

Höfundur: M. Allyson Macdonald. Í greininni eru bornar saman námskröfur í stærðfræði í grunnskóla og framhaldsskóla í þremur löndum. Litið er áherslur í greininni og þann tíma sem varið er til hennar á Íslandi, í Danmörku og Svíþjóð. Úttektin tengist vinnuhópi menntamálaráðuneytisins um styttingu námstíma til stúdentsprófs. Útgáfudagur: 15.3.2003 Språk och symboler: Um námskröfur í […]

Bót eða dót? Hugleiðingar um Aðalnámskrá grunnskóla 1999

Höfundur: Börkur Vígþórsson. Í greininni er varpað upp mörgum álitamálum sem varða nýja aðalnámskrá fyrir grunnskóla. Höfundur gagnrýnir ofuráherslu á nákvæma markmiðssetningu og ræðir ýmsar mótsagnir sem tengjast námskránni og framkvæmd hennar, hlutverki námsefnis, menntun kennara og samræmdum prófum. Útgáfudagur: 10.2.2003 Bót eða dót? Hugleiðingar um Aðalnámskrá grunnskóla 1999

Tími, rúm og orsakasamband: Nám sem félagsleg hugsmíði

Höfundur: Meyvant Þórólfsson. Hér er gerð grein fyrir því meginsjónarmiði félagslegrar hugsmíðikenningar að þekking byggist upp með virkri þátttöku nemandans og að taka verði tillit til forhugmynda hans. Lögð er áhersla á mikilvægi tungumáls og samskipta við hugmynda- og hugtakamyndun og minnt á þá sterku afstæðishneigð sem felst í sýn hugsmíðikenningar og þá leið að […]

Lífsleikni: Gamalt vín á nýjum belgjum?

Höfundur: Aldís Yngvadóttir. Í greininni er fjallað um stöðu lífsleikni sem nýrrar námsgreinar í grunnskóla og ýmis álitamál sem henni tengjast. Útgáfudagur: 17.12.2002 Lesa grein

Fagleg leiðsögn í kennaranámi

Höfundar: Auður Torfadóttir og Hafdís Ingvarsdóttir. Í greininni er fjallað um hlutverk leiðsagnarkennara, kennara sem tekur við kennaranemum og er þeim til leiðsagnar, fyrirmyndar og stuðnings. Sagt er frá evrópska samstarfsverkefninu APartMent og auknum áherslum á þátt vettvangsnáms í kennaranámi. Útgáfudagur: 31.10.2002 Lesa grein

Fleygjum við barninu með baðvatninu?

Höfundur: Jóhanna Einarsdóttir. Hér er brugðist við skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands um hagræn áhrif af styttingu grunn- og framhaldsskólanáms. Í greininni er dregið fram að ekki megi horfa fram hjá því mikilsverða námi sem á sér stað í leikskólum og þýðingarmiklum áhrifum sem leikskólinn hefur á vellíðan og þroska barna. Útgáfudagur: 30.5.2002 Lesa grein

Teiknað með tölvum: Athugun á gildi teikniforrits fyrir börn

Höfundur: Svala Jónsdóttir. Í greininni er fjallað um gildi teikniforrita í myndmenntarstarfi með börnum og lýst þeim möguleikum sem felast í teikniforritinu Kid Pix en það þykir henta vel ungum börnum. Tvær níu ára stúlkur og höfundur sjálfur gerðu ýmsar tilraunir um myndgerð í forritinu. Útgáfudagur: 12.1.2002 Lesa grein

Þröngir skór: Um athyglisbrest með ofvirkni

Höfundur: Kristinn R. Sigurbergsson. Í greininni er fjallað um athyglisbrest með ofvirkni, AMO. Lýst er leiðum til að móta atferli ofvirkra barna í skóla og möguleikum kennara til að laga kennslu sína að þörfum ofvirkra nemenda. Útgáfudagur: 9.1.2002 Lesa grein

Hugmyndir barna um húsdýrin og önnur dýr

Höfundur: Gunnhildur Óskarsdóttir. Í greininni er sagt frá athugun sem Katla Þórarinsdóttir vann í tenglsum við B. Ed. ritgerð sína við KHÍ undir leiðsögn greinarhöfundar. Athugun Kötlu byggir á rannsóknum Reiss og Tunnicliffe á hugmyndum barna um dýr. Lesa grein

Greinaflokkur: Fámennir skólar

Höfundar: Þórunn Júlíusdóttir, Þóra Rósa Geirsdóttir, Fanney Ásgeirsdóttir og Valgerður Gunnarsdóttir. Greinaflokkur: Fámennir skólar Hér birtast fjórar greinar sem varpa ljósi á stöðu fámennra skóla. Allar byggjast á erindum sem höfundar héldu á ársþingi Samtaka fámennra skóla að Stórutjörnum 20. október 2001. Þórunn Júlíusdóttir Fámennir leikskólar kalla á umræðu Í greininni er rætt um sérstöðu […]

Lestur, mál og skynjun: Hverju breyta nýlegar heilarannsóknir fyrir kennara?

Höfundur: Jörgen Pind. Hér birtist erindi um tengsl grunnrannsókna og kennslu. Fjallað er um nýlegar heilarannsóknir með tilliti til náms og athygli beint að lestrarnámi og lesblindu. Drepið er á stöðu innlendra lestrarrannsókna og lögð áhersla á að þær verði að leggja fram til opinnar umræðu á vettvangi vísinda. Útgáfudagur: 9.1.2002 Lesa grein

Frá sannfæringu til starfshátta

Höfundur: Jóhanna Einarsdóttir. Í greininni er varpað fram hugmyndum um það hvaða þættir hafa áhrif á og móta fagmennsku, sannfæringu og gildismat kennara. Útgáfudagur: 9.1.2002 Lesa grein

Aravefur

Höfundur: Heimir Pálsson. Greinin fjallar um Íslendingabók Ara fróða, einkum tengsl milli frásagnarstíls Ara og munnlegs frásagnarháttar sem hann virðist byggja á ýmsar sögur sínar. Þessum þætti í höfundarverki Ara hefur ekki verið gefinn mikill gaumur. Útgáfudagur: 9.1.2002 Lesa grein