Hvað á leiðbeinandi að gera fyrir nemanda sem vinnur að doktorsritgerð?
Höfundur: Atli Vilhelm Harðarson. Í greininni segir Atli frá niðurstöðum úr viðtölum við níu kennara Háskóla Íslands um reynslu þeirra af leiðsögn við lokaverkefni framhaldsnemenda. Viðhorf viðmælendanna ríma við orðræðu um leiðsögn doktorsnema víða um heim. Höfundur styðst einnig við eigin reynslu og segir að erfitt geti verið að leiðbeina eftir forskrift því hvert verkefni sé […]
Nýsköpunarmennt í leikskólastarfi: Hugmyndir barna um hönnun leikskólalóðar
Höfundar: Sara M. Ólafsdóttir og Svanborg R. Jónsdóttir. Markmiðið með því verkefni sem hér er sagt frá var að nýta aðferðir nýsköpunarmenntar til þess að laða fram hugmyndir leikskólabarna um endurskipulagningu og hönnun leikskólalóðar. Þátttakendur voru 4–5 ára börn í leikskóla sem staðsettur er á landsbyggðinni. Börnin notuðu fjölbreyttar aðferðir til þess að þróa hugmyndir […]
Ákall og áskoranir: Vegsemd og virðing í skólastarfi
Höfundur: Sigrún Aðalbjarnardóttir. Í þessari grein er athyglinni beint að kennurum í samtíð og framtíð og faglegu hlutverki þeirra. Þrennt er dregið fram hvað það snertir. Í fyrsta lagi mikilvægi þess að rækta borgaravitund ungs fólks á öllum skólastigum frá leikskóla til háskóla. Þátttaka fólks í ákvörðunum um samfélagsmál er ein meginstoða lýðræðis og því […]
Hugleiðingar um heildstæða menntastefnu
Höfundur: Kolbrún Þ. Pálsdóttir. Hér er hvatt til þess að litið sé heildstætt á menntun og mótuð menntastefna sem horfi einnig til þess mikilvæga starfs sem unnið er á sviði tómstunda- og félagsmála. Kveikjan að þessari grein var lestur höfundar á bókinni Leading educational change: Global issues, challenges and lessons on whole-system reform. Þar er fjallað […]
Hugsað um Litlu Skáldu: Kennslubækur og kennsla á miðöldum
Höfundur: Heimir Pálsson. Miðaldahandritin AM 748 I b 4to og AM 757 a 4to hafa að geyma hluta Skáldskaparmála úr Snorra-Eddu auk annars efnis um skáldskaparlist. Í þessum handritum er meðal annars um að ræða sjálfstæða gerð kenningatals úr Skáldskaparmálum og hefur þetta efni stundum verið nefnt Litla Skálda. Hér er bent á að líklegast sé þarna á ferðinni sjálfstætt námsefni handa verðandi […]
Heimspekin sýnir okkur heiminn: Minning um Pál Skúlason (1945-2015)
Höfundur: Ólafur Páll Jónsson. Páll Skúlason skrifaði fjölmargar greinar um menntun, gagnrýna hugsun, eðli háskóla og mikilvægi menntunar og lýðræðislegs skólastarfs fyrir farsælt samfélag, en greinin Menntun og stjórnmál frá árinu 1987 varð einmitt kveikja að skrifum Ólafs Páls Jónssonar, sem hér minnist Páls, um heimspeki menntunar. Það vekur athygli að þegar Páll ræðir erfiðustu mál samtímans […]
Kennsluhættir í grunnskólum Reykjavíkur: Niðurstöður ytra mats
Höfundur: Birna Sigurjónsdóttir. Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar hefur gert heildarmat (ytra mat) í grunnskólum borgarinnar allt frá árinu 2007. Nær allir grunnskólar borgarinnar hafa verið heimsóttir og kennslustundir verið metnar út frá viðmiðum um gæði. Einnig hefur verið merkt við hvaða kennsluhættir einkenndu stundirnar. Frá byrjun árs 2009 hafa 1.066 kennslustundir verið metnar og greindar, […]
„… rosa mikilvægt, því þið eruð að gefa ykkur tíma í að tala við okkur“: Vörðuvika – Tilraun til leiðsagnarmats
Höfundar: Ívar Rafn Jónsson og Birgir Jónsson. Í þessari grein segja höfundar frá aðferð sem þeir þróuðu til að bæta leiðsagnarmat í áföngum sem þeir kenna við Framhaldsskólann í Mosfellsbæ (FMOS). Verkefnið snýst um að auka samtal á milli nemenda og kennara með aðferð sem höfundar kalla vörðuvikur. Í vörðuvikum bjóða kennarar upp á viðtöl […]
Designing for a childhood focusing on conservation and sustainability: The Lone Pine Child and Family Centre project in Australia
Höfundar: Svanborg R. Jónsdóttir and Julie Davis. The ideas for the Lone Pine childcare centre build on the Reggio Emilia philosophy of the whole community raising the child and respecting children’s strengths and interests. The intention for early learning in the centre is that experiences will be enhanced by an environmental and conservation focus including […]
Brot úr starfi Brúarásskóla: Hver og einn er einstakur
Höfundur: Stefanía Malen Stefánsdóttir. Brúarásskóli er fámennur skóli á Fljótsdalshéraði og hefur vakið athygli fyrir frjótt og skapandi skólastarf. Hann var valinn Nýsköpunarskóli ársins í flokki minni skóla árin 2012 og 2013, tvær útikennslustofur eru við skólann og ein kennsluvika í hverjum mánuði er útikennsluvika. Kennarar taka þátt í þróunarverkefnum og námsmati hefur verið umbylt. Skemmtilegar […]
Leikskólakennaramenntun í mótun
Höfundur: Jóhanna Einarsdóttir Höfundur fjallar um leikskólakennaramenntun á Íslandi, einkum þróun síðustu ára frá því að námið fluttist á háskólastig. Þróun námsins er skoðuð í ljósi breytinga sem orðið hafa á leikskólakennaramenntun á Norðurlöndum. Mat höfundar er að Íslendingar hafi að ýmsu leyti verið í forystu á Norður Útgáfudagur: 9.1.2012 Lesa grein
Hugleiðingar um kennaramenntun
Höfundur fjallar um álitamál og ólík sjónarhorn í menntun og starfsþróun kennara; inntak, markmið og umgjörð. Hann leggur m.a. til að rædd verði og mótuð stefna um menntun kennara frá mun víðari sjónarhóli en oft er gert. Líta verði á allan starfsferil kennara og allt litróf menntunar og skólastarfs. Horfa þurfi fram á veg af […]
Verkfæri, miðill, samskiptatól eða kennari: Hugmyndir um notkun tölvunnar í skólastarfi síðustu 30 ár
Höfundur: Hrefna Arnardóttir. Höfundur greinir umræðu og hugmyndir um mikilvægi tölvu- og upplýsingatækni í skólastarfi undanfarin 30 ár með því að staldra við árin 1985, 1995 og 2005. Útgáfudagur: 30.12.2007 Verkfæri, miðill, samskiptatól eða kennari: Hugmyndir um notkun tölvunnar í skólastarfi síðustu 30 ár
Málrækt er mannrækt: Um Stóru upplestrarkeppnina í 7. bekk í ljósi opinberrar stefnu í framburðarmálum
Höfundur: Baldur Sigurðsson. Í greininni er fjallað um opinbera stefnu um framburð og framburðarkennslu í grunnskólum á síðari hluta 20. aldar. Höfundur dregur fram hvernig Stóra upplestrarkeppnin spratt upp úr þeim jarðvegi og tengir hana við menningu og mannrækt í skólastarfi. Útgáfudagur: 30.12.2007 Málrækt er mannrækt: Um Stóru upplestrarkeppnina í 7. bekk í ljósi opinberrar […]
Styðjum við ungt afreksíþróttafólk í framhaldsskólum
Höfundar: Snjólaug Elín Bjarnadóttir og Ásrún Matthíasdóttir. Afreksíþróttir krefjast sífellt meiri tíma af íþróttaiðkendum og aldur afreksíþróttafólks hefur farið lækkandi á undanförnum árum. Ungt afreksíþróttafólk á framhaldsskólaaldri á fullt í fangi með að stunda íþróttir samhliða námi. Greinin fjallar um mat á þjálfun afreksíþróttafólks til eininga á framhaldsskólastigi. Útgáfudagur: 18.12.2007 Styðjum við ungt afreksíþróttafólk í […]
Þróun einstaklingsmiðaðs náms í grunnskólum Reykjavíkur
Höfundur: Anna Kristín Sigurðardóttir. Í þessari grein er lýst stefnumótun Reykjavíkurborgar í átt til einstaklingsmiðaðs náms og lagt mat á stöðu þeirra mála við grunnskóla borgarinnar. Fjallað er um skilgreiningar á hugtakinu einstaklingsmiðað nám og sagt frá þróun og stöðu með tilliti til ýmissa þátta skólastarfs í borginni. Útgáfudagur: 15.12.2007 Þróun einstaklingsmiðaðs náms í grunnskólum […]
„Eitt er að semja námskrá; annað að hrinda henni í framkvæmd“: Um glímu náttúrufræðikennara við Fjölbrautaskóla Suðurlands við að þróa nýja náttúrufræðiáfanga
Höfundar: Björg Pétursdóttir og M. Allyson Macdonald. Greinin segir frá því hvernig kennarar Fjölbrautaskóla Suðurlands þróuðu náttúrufræðiáfanga í kjölfar útgáfu aðalnámskrár framhaldsskóla 1999. Útgáfudagur: 21.11.2007 „Eitt er að semja námskrá; annað að hrinda henni í framkvæmd“: Um glímu náttúrufræðikennara við Fjölbrautaskóla Suðurlands við að þróa nýja náttúrufræðiáfanga
Að hafa forystu um þróun námsmats
Höfundur: Erna Ingibjörg Pálsdóttir. Greinin lýsir hugmyndum Bandaríkjamannsins Richards J. Stiggins um námsmat. Hugmyndir Stiggins byggja ekki hvað síst á skýrri markmiðssetningu, góðu skipulagi, árangursríkri miðlun og virkri þáttttöku nemenda í námsmatinu. Útgáfudagur: 21.11.2007 Að hafa forystu um þróun námsmats
Hver á eiginlega að ala börnin upp, foreldrar eða kennarar?
Höfundur: Nanna Kristín Christiansen. Greinin fjallar um ný viðhorf til samstarfs heimila og skóla í ljósi af samfélagsþróun sem vekur spurningar um faglegt hlutverk kennara, ekki síst hvað snertir ábyrgð á uppeldi nemenda. Hugmyndir um fagmennsku kennara fela m.a.a í sér að kennarar verði leiðtogar í samstarfi við foreldra og efli þá í uppeldishlutverkinu. Útgáfudagur: […]
Opnar lausnir – Frumherjarnir
Höfundur: Sigurður Fjalar Jónsson. Greinin er sú fyrsta af þremur um frjálsan og opinn hugbúnað. Þar eru raktir helstu þættir úr sögu frjáls eða opins hugbúnaðar og kynntir þeir einstaklingar sem mest hafa mótað þróun hans. Útgáfudagur: 25.6.2007 Opnar lausnir – Frumherjarnir
Uppeldi til ábyrgðar: Uppbygging sjálfsaga
Höfundar: Guðlaug Erla Gunnarsdóttir og Magni Hjálmarsson. Greinin lýsir þeirri hugmyndafræði sem höfundar kenna við uppeldi til ábyrgðar eða uppbyggingu (restitution) en allmargir skólar hér á landi byggja á henni í starfi sínu. Upphafsmaður er Diane Gossen sem hefur bækistöðvar í Kanada en starfar víða um heim. Útgáfudagur: 16.4.2007 Uppeldi til ábyrgðar: Uppbygging sjálfsaga
Unglingar og fullorðið fólk með AD(H)D – athyglisbrest með (eða án) ofvirkni
Höfundur: Ágústa Elín Ingþórsdóttir. Greinin byggir á lokaverkefni höfundar í MA-námi í uppeldis- og menntunarfræði við félagsvísindadeild Háskóla Íslands. Verkefnið fjallar um reynslu unglinga og fullorðinna af því að vera með einkenni athyglisbrests með (eða án) ofvirkni, æsku þeirra og uppvaxtarár, skólagöngu og framtíðarhorfur. Útgáfudagur: 15.4.2007 Unglingar og fullorðið fólk með AD(H)D – athyglisbrest með […]
Áttavitinn: Að rata rétta leið í samskiptum í Borgaskóla
Höfundar: Sveinfríður Olga Veturliðadóttir og Fríður Reynisdóttir. Hér er sagt frá aðferðum sem hafa verið þróaðar í Borgaskóla á undanförnum árum til að bregðast við vandamálum í samskiptum nemenda og gefa góða raun. Aðferðirnar byggja á könnunum á tengslum og líðan nemenda ásamt viðtölum, hópeflisnámskeiðum og samningum. Útgáfudagur: 12.10.2006 Áttavitinn: Að rata rétta leið í […]
Menntun á grunni umhyggju
Höfundar: Elva Önundardóttir, Gunnur Árnadóttir og Sigríður Sturludóttir. Í greininni er fjallað um umhyggju í leikskólastarfi og horft til hugmynda Nel Noddings sem er öflugur talsmaður þess að umhyggja skuli vera grunnurinn að öllu námi barna. Hún er andsnúin lögboðinni námskrá gjörsneyddri allri hugsun um áhugasvið barnanna sjálfra og telur að skortur á umhyggju sé […]
Minningar og myndir: Kennsla í forskóladeildum í Reykjavík árið 1970–1971
Höfundur: Elín G. Ólafsdóttir. Í þessari grein segir frá upphafi forskóladeilda í Reykjavik sem tóku til starfa í tólf skólum árið 1970. Sagt er frá aðdraganda að stofnun deildanna og lýst starfsháttum, viðfangsefnum og áherslum með hliðsjón af reynslu höfundar í Langholtsskóla. Útgáfudagur: 31.5.2006 Minningar og myndir: Kennsla í forskóladeildum í Reykjavík árið 1970–1971
Siðfræði, virðing og samskipti: Hugleiðingar um siðferðilegt innsæi
Höfundur: Ástríður Stefánsdóttir. Hér er lagt út af sögunni um miskunnsama Samverjann til að varpa ljósi á hugtökin sjálfræði, virðingu og samskipti. Siðferðileg sýn á mennskuna er grundvöllur virðingar okkar fyrir öðrum og hætt er við blindu á mennsku einstaklinga í jaðarhópum. Útgáfudagur: 31.5.2006 Siðfræði, virðing og samskipti: Hugleiðingar um siðferðilegt innsæi
Agi og bekkjarstjórnun: Hugmyndir tveggja heima takast á
Höfundur: Edda Kjartansdóttir. Hér er rætt um ólík viðhorf til aga og bekkjarstjórnunar og þá togstreitu sem skapast þegar viðhorf tengd reglufestu módernískra tíma og viðhorf tengd sveigjanleika póstmódernískra tíma mætast. Annars vegar er kallað eftir samræmdum reglum og hins vegar á að meta hvert tilvik fyrir sig. Útgáfudagur: 18.3.2006 Agi og bekkjarstjórnun: Hugmyndir tveggja […]
Kom ikkje med heile sanningi: Um endurbætur og breytingar á norska skólakerfinu
Höfundur: Inga H. Andreassen. Í greininni segir frá nýjum námskrám í Noregi sem taka gildi í haust. Gerð er grein fyrir fyrri námskrám, áfalli norðmanna þegar þeir áttuðu sig á slökum árangri í samanburði við aðrar þjóðir, þróun nýju námskránna, viðbrögðum kennara, framgöngu tveggja síðustu ráðherra um menntamál og umræðum sem um námskrárnar hafa skapast. […]
Stiklur um nýja námskrá í íslensku: Tillögur vinnuhóps
Höfundur: Steinunn Inga Óttarsdóttir. Í greininni segir frá vinnu og niðurstöðum vinnuhóps sem menntamálaráðherra skipaði í ársbyrjun 2005 til að endurskoða námskrá grunn- og framhaldsskóla í íslensku með tilliti til styttingar náms til stúdentsprófs. Útgáfudagur: 19.12.2005 Stiklur um nýja námskrá í íslensku: Tillögur vinnuhóps
Ísjakinn færist ekki úr stað ef aðeins á að færa þann hluta sem sýnilegur er: Um kenningar Michael Fullan

Höfundur: Ingvar Sigurgeirsson, Anna Kristín Sigurðardóttir, Börkur Hansen, Guðbjörg Aðalbergsdóttir, Hafdís Ingvarsdóttir, Lilja M. Jónsdóttir, Ólafur H. Jóhannsson, Rósa Eggertsdóttir og Rúnar Sigþórsson. Í greininni segir frá hugmyndum og kenningum Michael Fullan en hann er um þessar mundir með kunnustu sérfræðingum um umbótastarf í skólum. Höfundar voru í hópi íslenskra skólamanna sem haustið 2005 sóttu […]
Já, takk! Af hverju ég vil, þrátt fyrir allt, þiggja námsefni frá “mjög umdeildum aðilum”
Höfundur: Helgi Skúli Kjartansson. Í greininni er brugðist við umræðu í greinum þeirra Ólafs Páls Jónssonar og Þorsteins Hilmarssonar í Netlu fyrr í haust. Höfund greinir ekki á við Ólaf Pál um samkeppni Landsvirkjunar en telur að fagna beri námsefni sem vel er vandað þó að það komi frá aðila sem telja megi umdeildan. Útgáfudagur: […]
Það er leikur að læðast
Höfundur: Ólafur Páll Jónsson. Í greininni er farið yfir rök höfundar og andsvör um samkeppni og námsefnisgerð sem Landsvirkjun hefur boðið grunnskólum. Höfundur hóf umræðu um þetta mál með grein fyrr í haust og bregst hér við svargrein Þorsteins Hilmarssonar upplýsingafulltrúa Landsvirkjunar. Útgáfudagur: 14.10.2005 Það er leikur að læðast
Bær í barnsaugum: Að beina sjónum að menningu barna
Höfundur: Sigríður Síta Pétursdóttir. Bær í barnsaugum hét samvinnuverkefni tíu leikskóla á Akureyri veturinn 2003 til 2004. Börn könnuðu umhverfi sitt og unnu úr ýmsu því sem þannig aflaðist í anda hugmynda frá Reggio Emilia. Verkefninu fylgdu áhugaverðar sýningar á vegum leikskólanna ásamt skýrslu sem er grundvöllur þessarar greinar. Útgáfudagur: 5.10.2005 Bær í barnsaugum: Að […]
Samstarf atvinnulífs og skóla: Grein Ólafs Páls Jónssonar svarað
Höfundur: Þorsteinn Hilmarsson. Hér er brugðist við grein Ólafs Páls Jónssonar um að hafna beri boði Landsvirkjunar til samkeppni. Rætt er um samstarf atvinnulífs og skóla, rökum Ólafs Páls andmælt og þeirri afstöðu lýst að inntak keppninnar eigi að meta eftir gæðum. Bent er á að forseti Íslands hafi jafnan lagt hornstein að virkjunum. Útgáfudagur: […]
Skólinn, börnin og blýhólkurinn
Höfundur: Ólafur Páll Jónsson. Hér er fjallað um fyrirhugaða samkeppni og fræðslustarf í grunnskólum á vegum Landsvirkjunar þar sem ætlunin er að hlutskörpustu nemendurnir taki þátt í að leggja hornstein að Kárahnjúkavirkjun. Höfundur leiðir að því gild rök að kennarar, skólastjórar og skólayfirvöld eigi að hafna slíkri keppni fortakslaust. Útgáfudagur: 27.9.2005 Skólinn, börnin og blýhólkurinn
Talnalæsi eða gagnrýnin hugsun? Lítið dæmi um stórt viðfangsefni í menntun þjóðar
Höfundur: Helgi Skúli Kjartansson. Hér er rakin saga af villu sem endurspeglar rangan skilning á hlutfallareikningi. Höfundur telur að af henni megi ráða að nokkuð skorti á talnalæsi og gagnrýni á upplýsingar í menntun íslensku þjóðarinnar. Útgáfudagur: 15.9.2005 Talnalæsi eða gagnrýnin hugsun? Lítið dæmi um stórt viðfangsefni í menntun þjóðar
Er námsmat í tungumálum í takt við tímann?
Höfundur: Auður Torfadóttir. Höfundur fjallar um hefðbundið námsmat og stöðluð próf og lýsir áhrifum þeirra. Greint er frá markvissari matsaðferðum í tungumálum og þá einkum þætti sjálfsmats í Evrópsku tungumálamöppunni. Loks er rætt um mikilvægi ígrundunar í kennaranámi. Útgáfudagur: 15.9.2005 Er námsmat í tungumálum í takt við tímann?
Research on Special Education in Iceland 1970-2002
Author: Gretar L. Marinósson. The article gives an overview of research on special education in Iceland from 1970 to 2002. Documentation on research in this area has been surveyed and classified. The article describes and reflects upon the resulting database and its implications. Published: 27.6.2005 Research on Special Education in Iceland 1970-2002
(Einstaklingsmiðað) NÁM
Höfundur: Hafþór Guðjónsson. Í greininni er fjallað með gagnrýnum hætti um hugtakið nám. Höfundur fjallar um hugtakið með hliðsjón af hugmyndum um einstaklingsmiðað nám og varpar ljósi á ýmsar hliðar þess með stuðningi af kenningum Jeromes Bruner. Útgáfudagur: 16.6.2005 (Einstaklingsmiðað) NÁM
Áhrif styttingar náms til stúdentsprófs á stærðfræðikennslu
Höfundur: Kristín Bjarnadóttir. Í greininni ræðir höfundur áhrif styttingar náms til stúdentsprófs á stærðfræðikennslu, sem fyrrum áfangastjóri í framhaldsskóla, frá sjónarmiði faglegs umsjónarmanns aðalnámskráa grunnskóla og framhaldsskóla í stærðfræði á árunum 1996–1999 og með tilliti til stærðfræðimenntunar kennaraefna í Kennaraháskóla Íslands. Útgáfudagur: 23.5.2005 Áhrif styttingar náms til stúdentsprófs á stærðfræðikennslu
Færni til framtíðar: Um lausnaleitarnám
Höfundur: Þórunn Óskarsdóttir. Í greininni er fjallað um náms- og kennsluaðferðina lausnaleitarnám eða Problem-Based Learning. Höfundur byggir greinina á meistaraprófsverkefni sem fólst í gerð upplýsingaseturs og fræðilegrar samantektar um lausnaleitarnám. Útgáfudagur: 12.5.2005 Færni til framtíðar: Um lausnaleitarnám
Glíman við rannsóknaráætlanir
Höfundar: Guðrún Kristinsdóttir og Rúnar Sigþórsson. Í þessari grein er fjallað um ýmsar spurningar og álitaefni sem glíma þarf við þegar gerðar eru rannsóknaráætlanir. Höfundar hafa hvor sína framsögu og skiptast því næst á skoðunum. Útgáfudagur: 5.5.2005 Glíman við rannsóknaráætlanir
Hvort viljum við fjölþarfa- eða kennitöluskóla?
Höfundur: Hreinn Þorkelsson. Í þessari grein er fjallað um nýjustu áherslur í kennslufræðum í samhengi við þá ríkjandi skólagerð sem við höfum búið við allt frá iðnbyltingu (kennitöluskólann). Leitað er svara við áleitinni spurningu: Hvernig miðar í þróunarstarfi að einstaklingsmiðuðu námi og breyttu hlutverki kennarans í íslenskum grunnskólum? Útgáfudagur: 14.3.2005 Hvort viljum við fjölþarfa- eða […]
Heimsóknir Ingunnarskóla til valinna skóla í Minnesota
Höfundar: Hrund Gautadóttir og Eygló Friðriksdóttir. Hér segir frá fimm skólum sem starfsfólk Ingunnarskóla heimsótti í Minnesota haustið 2004. Skólarnir voru valdir með hliðsjón af skólastefnu Ingunnarskóla en þar er verið að þróa sveigjanlega starfshætti með áherslu á samkennslu, teymisvinnu kennara, virkni og ábyrgð nemenda, heildstæð viðfangsefni, samvinnunám og sköpun auk náinna tengsla við grenndarsamfélagið. […]
Er hulduþjóðin horfin? eða Hvaða tungumál tala íslenskir unglingar heima hjá sér?
Höfundur: Helgi Skúli Kjartansson. Í greininni leitar höfundur skýringa á óvæntri sérstöðu Íslands sem kom fram í niðurstöðum PISA-rannsókna frá árunum 2000 og 2003. Fleiri unglingar segjast tala annað mál heima fyrir en talað er í skólanum en þeir unglingar eru sem segjast eiga foreldra fædda erlendis. Útgáfudagur: 14.2.2005 Er hulduþjóðin horfin? eða Hvaða tungumál […]
Fjölmenningarstarf í leikskóla: Af þróunarverkefni og rannsókn
Höfundar: Anna Þorbjörg Ingólfsdóttir og Elsa Sigríður Jónsdóttir. Í greininni segir frá fjölmenningarstarfi í leikskólanum Lækjaborg, þróunarverkefninu Fjölmenningarleikskóli á árunum 2001–2004 og niðurstöðum rannsóknar sem höfundar hafa gert á áhrifum fjölmenningarlegra starfshátta á starfsfólk, foreldra og börn. Útgáfudagur: 30.12.2004 Fjölmenningarstarf í leikskóla: Af þróunarverkefni og rannsókn
Nýr skóli á nýrri öld: Þróun náms- og kennsluhátta við Ingunnarskóla
28.6.2004 Eygló Friðriksdóttir, Guðlaug Sturlaugsdóttir, Hrund Gautadóttir og Þorgerður Hlöðversdóttir Nýr skóli á nýrri öld: Þróun náms- og kennsluhátta við Ingunnarskóla Í greininni segir frá mótun skólastarfs við Ingunnarskóla í Grafarholti í Reykjavík. Hönnun skólahúss sem nú er í byggingu er grunduð á hugmyndum um sveigjanlega náms- og kennsluhætti á nýrri öld. Byggt er á […]
Nýsköpun í grunnskóla: Skapandi skóli í tengslum við raunveruleikann
Höfundur: Svanborg R. Jónsdóttir.. Hér segir frá nýsköpunarkennslu á Íslandi, námsefni á þessu sviði, hugmyndaríkum nemendum, frumlegum nytjahlutum, alþjóðlegu verkefni um nýsköpunarkennslu, námi fyrir kennara og árlegri nýsköpunarkeppni grunnskóla á Íslandi. Útgáfudagur: 29.3.2004 Nýsköpun í grunnskóla: Skapandi skóli í tengslum við raunveruleikann
Menntun stærðfræðikennara, námsmat og stærðfræðileg hæfni
Höfundur: Kristín Bjarnadóttir. Í greininni er sagt frá og brugðist við nýlegri skýrslu Dana um stærðfræðimenntun ásamt erindi Mogens Niss um sama efni á málþingi um stærðfræðimenntun í nútíð og framtíð fyrr í haust. Niss er prófessor við Háskólann í Hróarskeldu. Skýrslan er jafnan nefnd KOM-skýrslan. Úgáfudagur: 17.12.2003 Menntun stærðfræðikennara, námsmat og stærðfræðileg hæfni
Hvernig bregst skólinn við erfiðri hegðun nemenda?
Höfundur: Gretar L. Marinósson. Greinin fjallar um erfiða hegðun nemenda, aðallega í grunnskóla og viðbrögð skólans við henni. Bent er á ýmsar leiðir til að mæta erfiðri hegðun og fyrirbyggja bresti í samskiptum. Höfundur spyr hvort ekki megi afnema skólaskyldu til að ýta undir ábyrgð nemenda og efla samvinnu heimila og skóla. Útgáfudagur: 30.11.2003 Hvernig […]