Why do people with little formal education not participate in lifelong learning activities? The views of adult educators

Höfundar: Hróbjartur Árnason and Halla Valgeirsdóttir. The fact that adults chose to spend otherwise free time on participating in adult education courses used to fascinate researchers. But when lifelong learning was discovered to be a driving force for the economy, participation in learning activities became an adult’s obligation, and thus, those who stay away have […]

„Átthagarnir eru hverjum manni miðstöð heimsins“: Hugmyndir íslenskra skólamanna á síðasta hluta nítjándu aldar og í byrjun þeirrar tuttugustu um grenndaraðferð í skólastarfi

Höfundar: Ruth Margrét Friðriksdóttir og Bragi Guðmundsson. Hvaða hugmyndir höfðu íslenskir skólamenn um grenndaraðferð og grenndarkennslu á áratugunum í kringum aldamótin 1900? Hvernig birtust þessar hugmyndir og að hvaða marki í tímaritum á þeim tíma? Hverjar eru rætur hugmynda íslenskra skólamanna um nýtingu nánasta umhverfis til náms? Til að fá svör við þessum spurningum var […]

Hliðvörður – hvert er hlutverk þitt? Þátttaka barna í rannsóknum

Höfundar: Guðrún Kristinsdóttir og Hervör Alma Árnadóttir. Markmiðið með greininni er að varpa ljósi á reynslu rannsakenda af því að fá formleg leyfi og aðgengi að börnum til að rannsaka hagi þeirra og ræða við þau um málefni sem þau varða. Tilgangurinn er að efla umræðu um málið og vekja athygli á því hver réttur […]

Virðingarsess leikskólabarna: Þekking á barnaefni, kynjun og lagskipting í tveimur leikskólum

Höfundur: Þórdís Þórðardóttir. Markmið rannsóknar þeirrar sem hér er greint frá er að varpa ljósi á hvernig mismunandi þekking leikskólabarna á barnaefni getur tengst kyni, uppruna og félagslegri stöðu þeirra í leikskóla. Spurt var: Þekking á hvers konar barnaefni er líklegust til að skapa fjögurra til fimm ára börnum virðingarsess í leikskóla? Athugað var hvernig […]

Fjölmenning og sjálfbær þróun: Lykilatriði skólastarfs eða óþægilegir aðskotahlutir?

Höfundur: Ingólfur Ásgeir Jóhannesson. Markmið greinarinnar eru að skoða hvernig málaflokkarnir fjölmenning og sjálfbær þróun eru meðhöndlaðir í stefnu ríkis og sveitarfélaga, hjálpa til við að „smala“ saman efni úr stefnumótandi skjölum til að gera kennurum betur kleift að fylgjast með þróun í málaflokkunum og loks marka stefnu með því að tengja málin tvö með […]

Kennarar eru á mörkum gamalla tíma og nýrra: Þróun námskeiðs um stærðfræðikennslu fyrir alla

Höfundar: Hafdís Guðjónsdóttir og Jónína Vala Kristinsdóttir. Í greininni er fjallað um rannsókn kennara á eigin kennslu á námskeiði í framhaldsdeild Kennaraháskóla Íslands. Markmið rannsóknarinnar var að þróa námskeið sem auðveldaði kennurum að skipuleggja stærðfræðikennslu fyrir börn með ólíkar forsendur til náms. Útgáfudagur: 30.12.2007 Kennarar eru á mörkum gamalla tíma og nýrra: Þróun námskeiðs um […]

Hin mörgu andlit Íslands: Framandleiki og fjölmenning í námsbókum

Höfundur: Kristín Loftsdóttir. Greinin fjallar um þær ímyndir sem nýlegar íslenskar námsbækur bregða upp af fjölmenningarlegu Íslandi. Greining á tveimur bókaflokkum gefur til kynna mikilvægar breytingar á íslenskum námsbókum þar sem sjá má tilraun til að endurspegla Ísland á jákvæðan hátt sem fjölbreytt og fjölmenningarlegt samfélag. Útgáfudagur: 30.12.2007 Hin mörgu andlit Íslands: Framandleiki og fjölmenning […]

Tónlist í munnlegri geymd: Rannsókn á stemmum og þululögum frá Ytra-Fjalli í Aðaldal

Höfundur: Sigríður Pálmadóttir. Höfundur skoðar einkenni tónmáls sem varðveitt er í munnlegri geymd Ásu Ketilsdóttur á 30 ára tímabili. Greind eru grundvallaratriði í tónmáli, formúlur til grundvallar tóngerðinni og stöðugleiki í tónmáli en jafnframt dregur rannsóknin fram breytileika sem undirstrikar eðli tónlistar í munnlegri geymd. Greininni fylgja nótur og fjöldi tóndæma. Útgáfudagur: 12.11.2007 Tónlist í […]

Deildarstjórar í grunnskólum: Hver er afstaða skólastjóra og kennara til deildarstjórastarfsins, hlutverks þess og mikilvægis?

Höfundar: Sigríður Anna Guðjónsdóttir, Amalía Björnsdóttir og Ólafur H. Jóhannsson. Í greininni er rætt um niðurstöður rannsóknar frá 2005 á afstöðu skólastjóra og kennara til starfa deildarstjóra í grunnskólum. Rannsóknin náði til allra skólastjóra þar sem deildarstjórar starfa. Samskipti skólastjóra við deildarstjóra eru mikil en kennarar hafa ekki jafn ljósa hugmynd um störf þeirra. Útgáfudagur: […]

Change agents in the contemporary university: How do forces of change such as ICT impact upon developments and quality within higher education systems?

Author: Anna Ólafsdóttir. The article seeks to illuminate how ICT, along with other forces of change, is affecting developments within the higher education sector and, as a consequence, impacting upon the quality discourse. Published: 17.10.2007 Change agents in the contemporary university: How do forces of change such as ICT impact upon developments and quality within […]

Notkun nemenda við lok grunnskóla á enskum orðasamböndum í ritun

Höfundur: Auður Torfadóttir. Í rannsókninni er leitast við að fá yfirlit yfir notkun enskra orðasambanda í ritun nemenda við lok 10. bekkjar grunnskóla byggt á úrlausnum á samræmdu prófi í ensku vorið 2004. Notkun orðasambanda er góður mælikvarði á hversu gott vald einstaklingur hefur á erlendu tungumáli. Útgáfudagur: 30.6.2007 Notkun nemenda við lok grunnskóla á […]

Birtingarmyndir vanlíðanar hjá konum í hópi grunnskólakennara

Höfundar: Hólmfríður K. Gunnarsdóttir, Herdís Sveinsdóttir og Guðbjörg Linda Rafnsdóttir. Hér er greint frá niðurstöðum rannsóknar á vanlíðan hjá konum í hópi grunnskólakennara sem mátu heilsu sína, líkamlega líðan eða andlega líðan sæmilega eða slæma. Þessi hópur var borinn saman við hóp þeirra sem mat heilsu sína og líðan góða eða mjög góða. Vanlíðan hjá […]

Lýðræði í leikskólum: Um viðhorf leikskólakennara

Höfundur: Kristín Dýrfjörð. Rannsóknin sem greint er frá beinist að því hvað leikskólakennarar við fimm leikskóla telji vera lýðræði í leikskólum, hvernig það lýsir sér í starfsháttum og hjá barnahópnum. Stuðst er við kenningar John Dewey og Mörthu Nussbaum um lýðræði. Útgáfudagur: 31.12.2006 Lýðræði í leikskólum: Um viðhorf leikskólakennara

Evrópuverkefnið CEEWIT Þróun og mat á tölvunámi fyrir landsbyggðarkonur

Höfundar: Anna Ólafsdóttir, Sigurlína Davíðsdóttir og Sólveig Jakobsdóttir. Greinin fjallar um evrópska samvinnuverkefnið CEEWIT (Communication, Education and Employment for Women through Information Technology) styrkt af Leonardo-áætluninni. Markmið verkefnisins var að þróa aðferðir sniðnar að þörfum kvenna á landsbyggðinni til að efla þekkingu þeirra og færni í tölvunotkun. Útgáfudagur: 31.12.2006 Evrópuverkefnið CEEWIT Þróun og mat á […]

Rannsóknir í Kennaraháskóla Íslands á áttunda áratugnum: Sýn og veruleiki

Höfundur: Gyða Jóhannsdóttir. Hér er greint frá rannsókn þar sem kannað er hvernig tókst að hrinda í framkvæmd ákvæðum laga um rannsóknarhlutverk Kennaraháskóla Íslands á tímabilinu 1971–1978 og varpað ljósi á sögulegt og menntapólitískt samhengi þeirra breytinga. Útgáfudagur: 1.11.2006 Rannsóknir í Kennaraháskóla Íslands á áttunda áratugnum: Sýn og veruleiki

Hollur er heimafenginn baggi: Um grenndarkennslu og umhverfistúlkun sem leiðir í umhverfismennt

Höfundur: Eygló Björnsdóttir. Í greininni er rætt hvernig nýta má skólanámskrá og samþættingu námsgreina til að gera umhverfismennt og heimabyggðarfræðslu að þungamiðju skólastarfs. Sagt er frá aðferðum grenndarkennslu og umhverfistúlkunar og kynntur grenndarkennslunámsvefurinn Á heimaslóð. Útgáfudagur: 30.12.2005 Hollur er heimafenginn baggi: Um grenndarkennslu og umhverfistúlkun sem leiðir í umhverfismennt

Að leika og læra í náttúrunni: Um gildi náttúrulegs umhverfis í uppeldi og menntun barna

Höfundur: Kristín Norðdahl. Greinin segir frá rannsóknar- og þróunarverkefni um heimsóknir leikskólabarna í lítinn skógarreit. Byggt er á vettvangsathugunum höfundar, viðtölum og spurningalistum. Niðurstöður sýna að skógarferðirnar virtust hafa jákvæð áhrif á heilbrigði, sjálfsmynd, áhuga, nám, sköpunargleði, hugmyndaflug og samskipti. Útgáfudagur: 30.12.2005 Að leika og læra í náttúrunni: Um gildi náttúrulegs umhverfis í uppeldi og […]

Saga mín og heimsins: Kennsluverkefni á persónulegum einsögunótum

Höfundur: Þorsteinn Helgason. Greinin lýsir þeirri sögukennsluaðferð að láta nemendur glíma við sagnfræðileg viðfangsefni á persónulegum einsögunótum. Höfundur miðlar af reynslu, skoðar aðferðina í sögulegu ljósi, rekur dæmi um einsöguverkefni og reifar hugmyndir um gildi einsögu og nálgunar af þessum toga. Útgáfa: 15.12.2005 Saga mín og heimsins: Kennsluverkefni á persónulegum einsögunótum

Notkun upplýsinga- og samskiptatækni í sex leikskólum

Höfundar: Kristín Norðdahl og Svala Jónsdóttir. Hér er lýst rannsókn í sex leikskólum sem leitað hafa leiða til að nýta upplýsinga- og samskiptatækni á markvissan hátt hver eftir sínum áherslum. Einn einbeitti sér að menntun starfsfólks á þessu sviði, annar að þróun vefsvæðis og aðrir að starfi með börnum. Rannsóknin leiðir í ljós mörg dæmi […]

Lögfræðingur, læknir eða prestur? Flokkun íslenskra starfslýsinga samkvæmt kenningu Hollands um starfsáhuga

Höfundur: Sif Einarsdóttir. Greint er frá rannsókn sem sýnir að kenningu Hollands má beita við flokkun íslenskra starfa á áreiðanlegan og réttmætan hátt. Flokkun þessi er fyrsti vísir að skipulögðum rafrænum upplýsingagrunni um störf sem gagnast getur fólki í leit að námi og störfum sem hæfa áhugasviðum þeirra. Útgáfudagur: 3.6.2005 Lögfræðingur, læknir eða prestur? Flokkun […]

Fræ í grýtta jörð eða framtíðarblómstur: Um þróun og framtíðarhorfur leikrænnar tjáningar í íslenskum grunnskólum

Höfundur: Kristín Á. Ólafsdóttir. Viðfangsefni þessarar greinar er þróun leikrænnar tjáningar í íslenskum grunnskólum. Dregin eru saman brot úr 35 ára sögu greinarinnar hér á landi og sett í samhengi við skólaþróun og erlend áhrif. Lagt er mat á stöðu greinarinnar og bent á teikn um bjarta framtíð. Útgáfudagur: 4.3.2005 Fræ í grýtta jörð eða […]

Væntingar og veruleiki: Notkun upplýsinga- og samskiptatækni í námi og kennslu í nokkrum grunnskólum á Íslandi haustið 2003

Höfundar: Þuríður Jóhannsdóttir og Kristín Guðmundsdóttir. Hér er gerð grein fyrir rannsókn byggðri á heimsóknum í grunnskóla haustið 2003. Kennaranemar í fjarnámi gerðu vettvangsathuganir í kennslustundum þar sem verið var að nota upplýsinga- og samskiptatækni og tóku viðtöl við kennara um nýtingu hennar. Á grundvelli þeirra gagna er leitast við að meta hvort hægt sé […]

Distributed Research in Distributed Education: How to Combine Research & Teaching Online

Author: Sólveig Jakobsdóttir. This article focuses on why and how one can do “distributed research” in teacher education. Two studies using a “distributed research” model are described. Methods and organization in studies of this kind are presented as well as potential problems and practical benefits for students, teachers and researchers. Published: 27.12.2004 Read article

ICT in teacher education: What an e-learning environment has to offer

Author: Samuel C. Lefever. This study looks at an e-learning environment for distance education courses in an English language teaching program at Iceland University of Education. The findings focused on how ICT provided learners with increased opportunities for effective communication, cooperative learning and learner autonomy. Published: 10.12.2004 Read article

Hún er löng, leiðin til stjarnanna: Þarfir nemenda, starfsþróun og skólaþróun

Höfundur: Rúnar Sigþórsson. Hér er rætt um skilvirka skóla og þarfir kennara í ljósi af þörfum nemenda, samspil starfsþróunar og skólaþróunar. Fjallað er um mikilvægi tilfinninga, sýnar og siðferðilegrar skuldbindingar kennara og sagt frá reynslu af skólaþróunarlíkaninu AGN. Útgáfudagur: 17.11.2004 Hún er löng, leiðin til stjarnanna: Þarfir nemenda, starfsþróun og skólaþróun

Yfirfærsla grunnskólans til sveitarfélaga: Valddreifing eða miðstýring?

Höfundar: Börkur Hansen, Ólafur H. Jóhannsson og Steinunn Helga Lárusdóttir. Í greininni segir frá rannsókn höfunda á viðhorfum kennara, foreldra, millistjórnenda og skólastjórnenda til áhrifa af flutningi grunnskóla til sveitarfélaga. Viðhorfin eru jákvæð en í fjölmennum sveitarfélögum töldu kennarar afskipti fræðsluyfirvalda of mikil og hlutdeild kennara í stefnumótun of lítil. Þá þykja skólastjórar hafa minni […]

Það er eftir að byggja brú: Af viðhorfum enskukennara til tölvu- og upplýsingatækni

Höfundur: Gerður Guðmundsdóttir. Hér segir frá rannsókn á viðhorfum þriggja enskukennara í framhaldsskóla til tölvu- og upplýsingatækni og reynslu þeirra af notkun tækninnar í kennslu. Athugunin varpar ljósi á mikilvægi þess að tillit sé tekið til sjónarmiða kennara þegar tölvutækni er innleidd í skólastarf. Útgáfudagur: 15.10.2004 Það er eftir að byggja brú: Af viðhorfum enskukennara […]

Tóti var einn í tölvulandi, á tölvuspilið var snjall: Athugun á tölvunotkun leikskólabarna

Höfundur: Anna Magnea Hreinsdóttir. Í greininni segir frá rannsókn höfundar á tölvunotkun í leikskólastarfi. Leitað var svara við þeim spurningum hvernig tölvunotkun barna væri háttað í leikskólum, hvernig hún félli að hugmyndafræði leikskóla og hvernig starfsfólk væri í stakk búið til að innleiða þessa nýjung í skólastarfið. Útgáfudagur: 12.6.2004 Tóti var einn í tölvulandi, á […]

Heimastjórnun: Áhersla í stefnumörkun um grunnskóla

Höfundur: Börkur Hansen. Hugtakið heimastjórnun er almennt ekki notað í umfjöllun um skólamál á Íslandi en hugtakið vísar til þess að vald og ákvarðanir séu færð nær þeim vettvangi þar sem verk eru unnin, þ.e. til stofnana eins og skóla. Í greininni er fjallað um mismunandi útfærslur á heimastjórnun í Bandaríkjunum og skoðað hvernig þær […]

Algorismus: Fornt stærðfræðirit í íslenskum handritum

Höfundur: Kristín Bjarnadóttir. Greinin er um fornan texta, Algorismus, í nokkrum íslenskum handritum en hann fjallar um indóarabíska talnaritun og er þýðing á latnesku ljóði frá um 1200 eftir franskan höfund. Í greininni er farið yfir reikniaðferðir í þessu forna íslenska stærðfræðiriti, raktar rannsóknir á uppruna textans og sett fram tilgáta um að ritið hafi […]

„… það eru alltaf leiðir”: Tilraun til fjarkennslu með fjarfundabúnaði milli Grunnskólans á Hólmavík og Broddanesskóla í Kollafirði veturinn 1999–2000

Höfundur: Rúnar Sigþórsson. Hér segir frá tilraun til fjarkennslu milli tveggja fámennra skóla. Meginmarkmiðið var að kanna hvort fjarkennsla með fjarfundabúnaði væri fær leið til að styrkja starf í fámennum grunnskólum með því að auka námsframboð, styrkja félagslega stöðu nemenda og bæta starfsaðstæður kennara. Útgáfudagur: 29.12.2003 „… það eru alltaf leiðir”: Tilraun til fjarkennslu með […]

Þegar bjallan hringir þá eigum við að fara inn: Viðhorf leikskólabarna til leik- og grunnskóla

Höfundur: Jóhanna Einarsdóttir. Greinin segir frá rannsókn á viðhorfum leikskólabarna til leikskóla og grunnskólans sem bíður þeirra. Byggt er á hópviðtölum við börnin þar sem börnin gera skýran greinarmun á starfsemi skóla á þessum tveimur skólastigum. Útgáfudagur: 15.8.2003 Þegar bjallan hringir þá eigum við að fara inn: Viðhorf leikskólabarna til leik- og grunnskóla

Barnagælur og þulur

Höfundur: Sigríður Pálmadóttir. Greinin lýsir rannsókn á barnagælum og þulum í flutningi Ásu Ketilsdóttur kvæðakonu. Rannsóknin beinist að tónlistinni, einkennum sönglaga og flutningi. Lög eru greind og skráð og kannað hvort finna megi sömu laggerðir í hljóðritum eða á nótum. Greininni fylgja nótur og fjöldi tóndæma. Úgáfudagur: 9.1.2002 Lesa grein