Sameiginlegir leikheimar barna og leikskólakennara

Höfundur: Anna Magnea Hreinsdóttir. Í þessari grein er fjallað um rannsókn sem hafði að markmiði að varpa ljósi á sameiginlega leikheima barna og leikskólakennara í fjórum leikskólum á Íslandi. Leikur hefur lengi verið álitinn helsta námsleið ungra barna og er talinn grundvallarréttur barna samkvæmt samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins (1992). Með þeim breytingum sem […]
Réttur fatlaðs fólks til samráðs: Þróun námsefnis í þroskaþjálfafræði

Höfundur: Laufey Elísabet Löve. Rannsóknin sem hér er gerð grein fyrir snýr að rétti fatlaðs fólks til samráðs um málefni sem varða hagsmuni þess samkvæmt samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks (Stjórnarráð Íslands, e.d.). Í ljósi áherslu nefndar samningsins, sem hefur eftirlit með innleiðingu hans, á mikilvægi þess að túlka réttinn til samráðs vítt […]
Málnotkun fjöltyngdra nemenda og tengsl við mat þeirra á eigin íslenskufærni

Höfundar: Auður Pálsdóttir, Sigríður Ólafsdóttir og Örn Þórir Karlsson. Markmið rannsóknarinnar voru að afla upplýsinga um hvernig fjöltyngdir nemendur í 6.–10. bekk Fellaskóla nota íslensku, ensku og móðurmál, hvernig þau meta færni sína í tungumálunum og hvort tengsl séu á milli málnotkunar og mats þeirra á íslenskufærni sinni. Hvatinn að rannsókninni var að afla upplýsinga […]
Skipulag og eftirfylgni stuðnings við lestur á yngsta stigi grunnskóla séð með augum læsisfræðinga

Höfundar: Guðmundur Engilbertsson og Fjóla Björk Karlsdóttir. Í greininni er fjallað um niðurstöður viðtala við starfandi læsisfræðinga þar sem reynt var að fá innsýn í skipulag við lestrarnám nemenda sem þurfa á auknum stuðningi að halda í skólum sem búa að góðri fagþekkingu í lestrarfræðum. Hugað var sérstaklega að stefnumörkun og aðgerðaáætlunum er varða kennslu, […]
„Ég hreinlega get ekki beðið eftir að hefjast handa“: Áhugahvöt og virkni nemenda í háskólanámi

Höfundar: Anna Ólafsdóttir og Sólveig Zophoníasdóttir. Greinin segir frá rannsókn höfunda á þremur námskeiðum áherslusviðsins Upplýsingatækni í námi og kennslu sem kennt er á meistarastigi í Háskólanum á Akureyri. Markmið þess hluta rannsóknarinnar sem greinin beinir athyglinni að var að varpa ljósi á upplifun nemenda af námskeiðum þar sem lögð var áhersla á virka þátttöku […]
Menningarmiðaðar kennsluaðferðir: Reynsla íslenskra kennaranema
Höfundur: Artëm Ingmar Benediktsson. Aukinn fjölbreytileiki í íslenskum grunnskólum skapar mörg tækifæri fyrir kennara til þess að nýta menningu, reynslu og tungumál nemenda í kennslu. Menningarmiðaðar kennsluaðferðir, sem byggja á kenningum um fjölmenningarlega menntun, bjóða upp á hagnýtan ramma til að skapa fjölbreytt og valdeflandi námsumhverfi fyrir öll börn. Markmið þessarar greinar er að kanna […]
Draumaskólinn: Lýðræðisleg og inngildandi samvinnurými barna og fullorðinna í grunnskóla
Höfundar: Ruth Jörgensdóttir Rauterberg og Hafdís Guðjónsdóttir. Virk þátttaka barna í samfélagi er ein leið til farsældar þeirra og því er það helsta verkefni menntakerfisins að tryggja öllum börnum hlutdeild í samfélagi jafnaldra. Greinin fjallar um þróun árangursríkra og sjálfbærra leiða fyrir samvinnu barna og fullorðinna í inngildandi skólastarfi. Draumaskólaverkefnið var unnið á miðstigi grunnskóla […]
„Gott nám er eitthvað sem hvetur mann til þess að vaxa“: Sýn nemenda, kennara og stjórnenda á gæði náms og kennslu í háskólum
Höfundar: Ragný Þóra Guðjohnsen, Eygló Rúnarsdóttir og Lóa Guðrún Gísladóttir. Aukin sókn eftir háskólamenntun og fjölbreytt sýn á hlutverk hennar hefur aukið kall eftir rannsóknum á gæðum háskólanáms og til hvers þau vísi. Þrátt fyrir ýmis gæðaviðmið, þá er gæðahugtakið marglaga og sýn hagaðila á gæði gjarnan ólík. Í rannsókninni var leitað eftir sýn stjórnenda, […]
Undirbúningstími í leikskólum: Hagur barna
Höfundar: Sara M. Ólafsdóttir, Anna Magnea Hreinsdóttir, Margrét S. Björnsdóttir og Kristín Karlsdóttir. Rannsóknin byggir á fræðikenningum um aðkomu barna að leikskólastarfi, þátttöku þeirra og réttindum til að hafa áhrif á daglegt starf. Slíkt krefst virks samráðs við börn og þekkingu og skilning á hvernig best sé að nálgast sjónarmið þeirra. Ein leið til þess […]
„Ef við náum ekki bekkjarstjórn þá getum við gleymt þessu“: Mat á námskeiði í bekkjarstjórnun fyrir starfsfólk skóla
Höfundar: Sara Bjarney Ólafsdóttir, Bergljót Gyða Guðmundsdóttir og Margrét Sigmarsdóttir. Kennarar og starfsfólk skóla þurfa að ná til fjölbreytts hóps barna og styðja við nám, hegðun og líðan hvers og eins. Mikilvægt er að samskipti kennara og nemenda séu farsæl og þar skiptir bekkjarstjórnun miklu máli. Árangursrík bekkjarstjórnun eykur gæði kennslu og námsástundun og stuðlar […]
Leikur og þátttaka barna í leikskólastarfi: Stuðningur deildarstjóra og annars starfsfólks
Höfundar: Anna Magnea Hreinsdóttir, Pála Pálsdóttir og Sigrún Grétarsdóttir. Í greininni er sagt frá rannsókn á tveggja ára þróunarverkefni sem fjórir leikskólar í Reykjavík tóku þátt í. Markmiðið með rannsókninni var að greina starfsaðferðir og stuðning starfsfólks við leik sem helstu námsleið barna og við virka þátttöku þeirra í daglegu starfi leikskóla. Verkefnið var liður […]
Prófadrifin kennsla og umhyggja fyrir stærðfræðinámi
Höfundur: Ingólfur Gíslason. Í íslenskum framhaldsskólum taka nemendur iðulega mörg próf í sínum stærðfræðiáföngum, bæði hlutapróf og lokapróf, auk þess sem þeir skila öðrum verkefnum sem gilda til lokaeinkunnar. Nemendur og kennarar eru oft mjög uppteknir af þessu prófahaldi. Nemendur hafa áhyggjur af árangri sínum á prófum og kennarar verja miklum tíma í að undirbúa […]
Hnignandi frammistaða íslenskra nemenda í lesskilningshluta PISA frá 2000 til 2015: Leiðir til að snúa þróuninni við
Höfundar: Sigríður Ólafsdóttir og Baldur Sigurðsson. Höfundar greindu niðurstöður íslenskra unglinga í lesskilningshluta PISA-rannsóknarinnar árið 2015 og báru saman við fyrri niðurstöður allt frá árinu 2000. Að þeirra mati nemur lækkun mælanlegs árangurs um hálfu skólaári. Höfundar benda á að rannsóknir sýni að orðaforði sé sá þáttur sem hafi helst áhrif á lesskilning unglinga. Orðaforði […]
Hvernig er tekið á fræðslu um kynjajafnrétti í skólum? Athugun á viðhorfum, þekkingu og áhuga skólastjóra þriggja skólastiga
Höfundar: Guðný S. Guðbjörnsdóttir og Steinunn Helga Lárusdóttir. Hér er greint frá niðurstöðum spurningakönnunar á viðhorfum stjórnenda þriggja skólastiga til kynjajafnréttis og fræðslu á því sviði. Spurningakönnun var lögð fyrir alla skólastjóra leikskóla (n=78) og grunnskóla (n=43) í Reykjavík og alla skólameistara (n=14) á höfuðborgarsvæðinu í janúar 2016. Svarhlutfall var 68% og meðal þeirra sem […]
Læsi sem félagsleg iðja: Dæmi úr íslenskukennslu heyrnarlausra
Höfundur: Karen Rut Gísladóttir Höfundur greinarinnar skrifar hér um lestur og lestrartækni er lýtur fyrst og fremst að sköpun merkingar. Að mati höfundar ræðst slík merkingarsköpun bæði af ólíkri reynslu einstaklinga og „ótal aðstæðubundnum þáttum“ eins og það er orðað í núgildandi aðalnámskrá. Höfundur bendir á að þegar við lesum eða skrifum séum við óhjákvæmilega […]
Skólalíkan sem stuðlar að jafnrétti til náms: Einkenni skólastarfs við Menntaskólann á Tröllaskaga í ljósi kenninga Bernsteins
Höfundur: Þuríður Jóna Jóhannsdóttir Í nýrri grein í Netlu er fjallað um skólalíkan Menntaskólans á Tröllaskaga (MTR), sem stofnsettur var árið 2010. Skólinn hefur farið nýjar leiðir í skipulagi náms og kennslu og ánægja starfsfólks með stjórnun og starfsanda hefur vakið athygli. Lítið brottfall hefur verið og framvinda nemenda í námi almennt verið góð. Á […]
Reynsla kvenna af kynferðisofbeldi í nánu sambandi á unglingsárum: Berskjöldun og áhrif á skólagöngu
Höfundar: Rannveig Ágústa Guðjónsdóttir og Gyða Margrét Pétursdóttir Reynsla kvenna af kynferðisofbeldi í nánu sambandi á unglingsárum: Berskjöldun og áhrif á skólagöngu Niðurstöður nýrrar greinar í Netlu benda til þess að berskjöldun sem felst í ungum aldri, lítilli reynslu af samböndum og skorti á kynfræðslu, geti gert þolendum kynferðisofbeldis í nánum samböndum unglinga erfitt fyrir […]
Er samvinna lykill að skólaþróun? Samanburður á bekkjarkennsluskólum og teymiskennsluskólum
Höfundar: Ingvar Sigurgeirsson og Ingibjörg Kaldalóns. Þróunarstarf er meira í teymiskennsluskólum en bekkjarkennsluskólum og þar gengur betur að innleiða breytingar, að því er niðurstöður rannsóknar sem greint er frá í Netlu benda til. Þá virtust starfshættir í teymiskennsluskólunum lýðræðislegri en í bekkjarkennsluskólunum; kennarar fyrrnefndu skólanna komu meira að ákvörðunum um starfsþróun og breytingastarf. Tilgangur rannsóknarinnar […]
Skærulist í þágu jafnréttis? Framlag karla með þroskahömlun til jafnréttisstarfa
Höfundar: Gísli Björnsson, Harpa Björnsdóttir, Kristín Björnsdóttir og Ragnar Smárason. Mikilvægt er að leita óhefðbundinna leiða til að gera sig gildandi innan fræðasamfélagsins og jafnréttisbaráttunnar og er svokölluð skærulist ein slík leið. Í nýrri grein í Netlu er fjallað um aðgerðir tveggja karla með þroskahömlun í þágu jafnréttis sem fóru fram í miðbæ Reykjavíkur sumarið […]
Faggreinakennsla á vettvangi : Sjónarmið og viðhorf kennaranema í meistaranámi í grunnskólakennarafræði
Höfundar: Michael Dal, Guðbjörg Pálsdóttir og Sigurður Konráðsson. Að mati kennaranema hjálpar teymisvinna í vettvangsnámi þeim að sjá eigin kennslu í nýju ljósi. Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýrri grein í Netlu þar sem viðhorf kennaranema og mat þeirra á vettvangsnámi var rannsakað. Í greininni er fjallað almennt um vettvangsnám og hvernig […]
Frímínútur í tveimur grunnskólum: Fyrirkomulag og sjónarmið starfsfólks sem sinnir gæslu nemenda
Höfundar: Kristín Þóra Möller og Hermína Gunnþórsdóttir Hér er sagt frá rannsókn sem fór fram í tveimur grunnskólum vorið 2014. Þar könnuðu höfundar skipulag frímínútna í skólunum tveimur, samspil frímínútna og skólabrags og hvernig agastefna hvors skóla um sig tengdist þessu skipulagi. Um var að ræða viðtalsrannsókn þar sem viðmælendur voru fjórir, tveir í hvorum […]
„Þá er gott að fá einhvern utanaðkomandi… sem borin er virðing fyrir“: Bjargráð mæðra við skólagöngu einhverfra barna sinna í ljósi stéttakenningar Bourdieu
Höfundar: Berglind Rós Magnúsdóttir og Helga Hafdís Gísladóttir. Niðurstöður rannsóknar á reynslu mæðra af samskiptum við kennara í ljósi ólíkrar stéttarstöðu benda til þess að félagsauður skipti miklu máli. Víkka þarf út skilgreiningar á stéttarhugtakinu að mati höfunda þannig að það nái einnig til félags- og menningarauðs. Markmið rannsóknarinnar var að skoða reynslu mæðra af […]
Fósturbarn eins og kría á steini: Reynsla barna af fóstri og skólagöngu
Höfundar: Áslaug B. Guttormsdóttir og Guðrún Kristinsdóttir. Í þessari grein er sagt frá rannsókn á aðstæðum svonefndra fósturbarna og skólagöngu þeirra, þ.e. barna sem teljast jafnan ekki geta dvalið hjá foreldrum vegna erfiðra aðstæðna að mati barnaverndaryfirvalda. Til fósturráðstöfunar er gripið þegar talið er að líkamlegri eða andlegri heilsu barns eða þroska þess sé hætta […]
Tengslanet nemenda og brottfall úr háskólanámi
Höfundar: Magnús Þór Torfason og Margrét Sigrún Sigurðardóttir. Tengslanet nemenda og brottfall úr háskólanámi Líkur á brottfalli háskólanema virðast minni eftir því sem tengslanet þeirra er stærra. Þetta eru niðurstöður rannsóknar á tengslaneti háskólanema sem sagt er frá í nýrri grein í Netlu. Brottfall nemenda úr háskólanámi hefur verið rakið bæði til akademískra og félagslegra […]
Yndislestur á uppleið? Breytingar á lestrarvenjum drengja og stúlkna
Höfundar: Brynhildur Þórarinsdóttir, Andrea Hjálmarsdóttir og Þór Bjarnason. Yndislestur á uppleið? Breytingar á lestrarvenjum drengja og stúlkna Lestrarvenjur kynjanna eru bornar saman og skoðaðar í evrópsku samhengi í greininni Yndislestur á uppleið? Breytingar á lestrarvenjum drengja og stúlkna. Meginnniðurstöðurnar eru þær að 10. bekkingum sem hafna bókum fer hlutfallslega fækkandi. Dregið hefur saman með stúlkum […]
Sjálfbærnimenntun í aðalnámskrá leik-, grunn- og framhaldsskóla 2011: Samræmdar hugmyndir eða sundurlausar?
3.10. 2017 Ingólfur Ásgeir Jóhannesson Sjálfbærnimenntun í aðalnámskrá leik-, grunn- og framhaldsskóla 2011: Samræmdar hugmyndir eða sundurlausar? Höfundur þessarar greinar rannsakaði hvernig hugmyndir um sjálfbærni birtust í grunnþáttaköflum aðalnámskrár 2011 fyrir leik-, grunn- og framhaldsskóla. Þótt sjálfbær þróun hafi vissulega verið þekkt hugtak meðal skólafólks og annarra í alllangan tíma var það ekki fyrr en […]
Þróun viðhorfa grunnskólanema til lýðræðis í skólastarfi yfir fimm ára tímabil
Höfundar: Gunnar E. Finnbogason, Kristján K. Stefánsson og Annelise Larsen-Kaasgaard Höfundar þessarar greinar beindu sjónum að hugmyndum nemenda í eldri árgöngum skyldunáms um lýðræði og lýðræðisþátttöku þeirra. Eitt meginmarkmið skólastarfs, samkvæmt núgildandi lögum og aðalnámskrá hérlendis, er að búa nemendur undir þátttöku þeirra í lýðræðisþjóðfélagi sem er í sífelldri þróun. Samkvæmt þessu á grunnskólinn að […]
Háskólar, samstarf við fyrirtæki og áhugahvöt nemenda
Höfundar: Hafdís Björg Hjálmarsdóttir og Vera Kristín Vestmann Kristjánsdóttir. Höfundar þessarar greinar hafa verið þátttakendur í samstarfsnetinu Nordic-Baltic Network for internationalization of SMEs, sem hefur það markmið að leiða saman þrjá hagsmunaaðila, þ.e. háskólakennara, nemendur og lítil eða meðalstór fyrirtæki, til að vinna að verkefnum er tengjast markaðssetningu. Háskólinn á Akureyri er aðili að umræddu […]
Aukið álag og áreiti: Áhrif efnahagshrunsins á leikskólastarf
Höfundar: Anna Elísa Hreiðarsdóttir og Eygló Björnsdóttir. Aukið álag og áreiti: Áhrif efnahagshrunsins á leikskólastarf Áhrif og afleiðingar efnahagshrunsins 2008 á starfsemi leikskóla eru tilefni rannsóknarinnar sem sagt er frá í greininni, Aukið álag og áreiti: Áhrif efnahagshrunsins á leikskólastarf, eftir þær Önnu Elísu Hreiðarsdóttur og Eygló Björnsdóttur. Rannsóknin fór fram vorið 2014 og hafði […]
When travelling ideas meet local contexts: Norwegian teachers trying out ‘lesson study’
Höfundar: Gerd Grimsæth and Bjørg Oddrun Hallås When travelling ideas meet local contexts: Norwegian teachers trying out ‘lesson study’ In the fields of school reform and teacher development, certain ‘globally travelling ideas’ have become significant. This article reports on a study of a small sample of Norwegian teachers trying out the Lesson Study (LS) idea […]
Tilurð og þróun ytra mats á Íslandi frá 1991 til 2016
Höfundur: Björk Ólafsdóttir. Tilurð og þróun ytra mats á Íslandi frá 1991 til 2016 Markmiðið með þessari grein er að auka skilning á því hvernig ytra mat á grunnskólastarfi er tilkomið á Íslandi og hver þróun þess hefur verið frá því að það kom inn í opinbera menntastefnu árið 1991. Til að skýra tilurð og […]
Kynjajafnrétti og kennaramenntun: Ákall kennaranema um aukna fræðslu
Höfundar: Guðný S. Guðbjörnsdóttir og Þórdís Þórðardóttir. Kynjajafnrétti og kennaramenntun: Ákall kennaranema um aukna fræðslu Í þessari grein er sagt frá rannsókn á þekkingu, áhuga og viðhorfum kennaranema á jafnréttismálum með áherslu á kynjajafnrétti. Niðurstöður benda til þess að fáir þeirra hafi kynnst kynjafræði áður en þeir hófu kennaranámið og mikill meirihluti þeirra er ósammála […]
Verkfæri þjóðminninga: Tyrkjaránið í skólabókunum (seinni hluti)
Höfundur: Þorsteinn Helgason. Í þessum skrifum sem skipt er í tvo hluta er kannað hvernig fjallað hefur verið um Tyrkjaránið í sögukennslubókum frá 1880 til þessa dags. Hér er þráðurinn tekinn upp um 1960. Fram kemur að þjóðhverf framsetning frásagnarinnar af Tyrkjaráninu mótaðist á fyrri hluta tuttugustu aldar en atburðurinn var svo sérkennilegur að erfitt […]
„Þetta gefur okkur vettvang utan skólans“: Facebook sem verkfæri í háskólanámi
Höfundur: Silja Bára Ómarsdóttir. Þessi grein lýsir tilraunaverkefni í stjórnmálafræði, þar sem óformlegir hópar voru stofnaðir á Facebook, samhliða námskeiðum. Gengið er út frá hugmyndum um að háskólanemar í dag séu innfæddir netverjar og markmiðið var að efla sjálfsmynd þeirra og starfssamfélag, með hliðsjón af kenningum um aðstæðubundið nám og starfssamfélög. Rannsóknin er byggð á […]
Lýðræði í frjálsum leik barna
Höfundur: Gunnlaugur Sigurðsson. Í þessari grein er fjallað um fræðilegan grunn að þróunarverkefni sem unnið var að í leikskólanum Krakkaborg. Markmið verkefnisins var að efla sjálfsprottinn, öðru nafni frjálsan leik barnanna sem markvissa náms- og kennsluaðferð til lýðræðis, í skilningi Aðalnámskrár leikskóla, 2011. Þróunarverkefnið var unnið í tveim áföngum. Í þeim fyrri var markmiðið að […]
Reynsla skólastjóra af meistaranámi í stjórnun skólastofnana
Höfundar: Anna Þóra Baldursdóttir og Sigríður Margrét Sigurðardóttir. Í þessari grein er sagt frá rannsókn á viðhorfi og reynslu skólastjóra sem brautskráðst hafa úr meistaranámi í skólastjórnun við kennaradeild Háskólans á Akureyri og þeim áhrifum sem þeir telja að námið hafi haft á þá og störf þeirra á vettvangi. Gögnum var safnað með hálfstöðluðum viðtölum […]
Störf deildarstjóra í grunnskólum – verkefni og áherslur
Höfundar: Börkur Hansen og Steinunn Helga Lárusdóttir. Í kjölfar tilfærslu grunnskólans frá ríki til sveitarfélaga breyttu skólar smám saman stjórnskipulagi sínu og komu á dreifðri forystu með því að fjölga millistjórnendum. Flestir fengu þeir starfsheitið deildarstjórar. Hér segir frá niðurstöðum rannsóknar meðal deildarstjóra í 17 íslenskum grunnskólum. Meginmarkmið rannsóknarinnar var að draga upp mynd af […]
Heimanám í íslenskum grunnskólum: Umfang og viðhorf nemenda, foreldra og kennara til þess
Höfundar: Ingvar Sigurgeirsson og Amalía Björnsdóttir. Tilgangur þessarar rannsóknar var að kanna viðhorf nemenda, foreldra og kennara grunnskóla til heimanáms og hvort þættir eins og kyn og námsgeta hefðu áhrif á þessi viðhorf. Auk þess var umfang heimanáms kannað, svo og áhugi nemenda á því. Byggt var á gögnum sem safnað var í tengslum við […]
Veikindafjarvistir, læknisheimsóknir og vinnutengd líðan í kjölfar bankahruns: Samanburður á starfsfólki skóla og öðru starfsfólki sveitarfélaga
Höfundar: Guðbjörg Linda Rafnsdóttir og Hjördís Sigursteinsdóttir Tilgangur greinarinnar er að varpa ljósi á veikindi, veikindafjarvistir og læknisheimsóknir starfsfólks grunnskóla/tónlistarskóla og leikskóla í samanburði við annað starfsfólk sveitarfélaga í kjölfar efnahagshrunsins 2008. Spurt er: „Breyttist fjöldi veikindadaga og læknisheimsókna vegna vinnutengdra þátta meðal starfsfólks skólanna og annars starfsfólks sveitarfélaga á Íslandi í kjölfar bankahrunsins 2008?“ […]
„Faggi, tappi, lessa, feit eða heit“: Orðtíðni framhaldsskólanema um staðalmyndir kynhneigðar og kyngervis
Höfundur: Jón Ingvar Kjaran. Hér er fjallað um viðhorf framhaldsskólanema til staðalmynda á borð við útlit, kyngervi og kynhneigð. Til að skyggnast inn í hugmyndaheim þeirra var lögð megindleg myndakönnun fyrir 238 þátttakendur í tveimur framhaldsskólum. Myndakönnunin var þess eðlis að sjö myndir voru valdar með það fyrir augum að þær væru á einhvern hátt […]
Lýðræði og menntun: Hugleiðing um aldargamla bók
Höfundur: Atli Harðarson. Bókin Lýðræði og menntun (Democracy and education) er höfuðrit Johns Dewey (1859–1952) um heimspeki menntunar. Hún kom fyrst út árið 1916 og á því aldarafmæli. Í þessari grein er gerð tilraun til að skilja þetta verk og setja í hugmyndasögulegt samhengi. Í þau hundrað ár sem liðin eru frá útkomu Lýðræðis og […]
Námserfiðleikar og velgengni í námi: Um mikilvægi stuðnings
Höfundar: Sigrún Harðardóttir og Guðrún Kristinsdóttir. Hér er greint frá niðurstöðum nýlegrar rannsóknar sem ætlað var að varpa ljósi á hvað nemendur með námserfiðleika telja að hafi haft áhrif á námsárangur þeirra. Byggt er á vistfræðikenningu Bronfenbrenners um gagnvirk áhrif foreldra, skóla og samfélags á þroska og aðlögun barna, og á öðrum rannsóknum sem sýna […]
Sumarlokun leikskóla: Áhrif á faglegt starf og starfsaðstæður
Höfundar: Anna Elísa Hreiðarsdóttir og Eygló Björnsdóttir. Í þessari grein er fjallað um sumarlokun leikskóla og hvernig ákvarðanir rekstraraðila tengdar þeim geta haft áhrif á faglegt starf í skólunum og starfsaðstæður kennara og barna. Rekstrarlegir þættir þrýsta á um fulla nýtingu leikskóla allan ársins hring og það skapar sérstakar aðstæður sem ekki eru fordæmi fyrir […]
„Þegar maður finnur að krökkunum líður vel og eru kátir í skólanum, þá er takmarkinu náð.“ Um hlutverk, ábyrgð og skyldur umsjónarkennara
Höfundar: Erla Sif Markúsdóttir og Lilja M. Jónsdóttir. Þessi rannsókn fjallar um hlutverk, ábyrgð og skyldur umsjónarkennara í grunnskólum á Íslandi. Rannsóknin er eigindleg viðtalsrannsókn og var megintilgangurinn að kynnast viðhorfum þeirra til starfs síns. Kannaðar voru hugmyndir sex umsjónarkennara um hlutverk sitt, ábyrgð og skyldur og hvað þeim þótti erfitt og ánægjulegt í starfi. […]
„Voruð þið að tala um mig?“: Um nemendavernd í grunnskólum
Höfundar: Jóhanna Kr. Arnberg Gísladóttir, Guðrún Kristinsdóttir og Amalía Björnsdóttir. Markmiðið með rannsókninni sem hér er greint frá er að kanna starfsemi nemendaverndarráða í grunnskólum og hlutdeild nemenda í ákvörðunartöku í eigin málum í ráðunum. Ráðin eru þverfagleg teymi sem eiga að starfa í grunnskólum landsins og þeim er ætlað að stuðla að velferð nemenda. […]
Málþroski leikskólabarna: Þróun orðaforða, málfræði og hlustunarskilnings milli fjögra og fimm ára aldurs
Höfundur: Hrafnhildur Ragnarsdóttir. Markmið rannsóknar sem hér er kynnt var að kanna a) framfarir og einstaklingsmun meðal íslenskra barna í þremur málþroskaþáttum, orðaforða, málfræði og hlustunarskilningi á lokaári þeirra í leikskóla; b) hvort mælingar á orðaforða, málfræði og hlustunarskilningi tengdust innbyrðis og við bakgrunnsbreytur á borð við menntun og stöðu foreldra, heimilishagi og læsismenningu á […]
Námssögur: Tæki til að meta áhuga, virkni og líðan barna í leikskóla
Höfundar: Kristín Karlsdóttir og Anna Magnea Hreinsdóttir. Greinin fjallar um starfendarannsókn sem fór fram samhliða þróunarverkefni í átta leikskólum í sveitarfélagi á höfuðborgarsvæðinu. Deildarstjórar leikskólanna, 23 talsins, tóku þátt í rannsókninni ásamt höfundum þessarar greinar; lektor við Háskóla Íslands og leikskólafulltrúa Garðabæjar. Markmiðið var að þróa skráningu á námssögum og fylgjast með því hvernig deildarstjórarnir […]
Málsýni leikskólabarna: Aldursbundin viðmið
Höfundar: Jóhanna T. Einarsdóttir og Álfhildur Þorsteinsdóttir. Tilgangur rannsóknarinnar var að finna aldursbundin viðmið fyrir máltjáningu íslenskra leikskólabarna út frá sjálfsprottnu tali eins og það birtist í málsýnum. Skoðaðir voru eftirtaldir þættir: Meðallengd segða (MLS), heildarfjöldi orða (HFO), fjöldi mismunandi orða (FMO) og hlutfallslegur fjöldi villna auk kynbundins munar á þessum mæliþáttum. Þátttakendur voru 221 […]
Efnahagshrunið og skólastarf í Reykjavík
Höfundar: Steinunn Helga Lárusdóttir, Anna Kristín Sigurðardóttir, Arna H. Jónsdóttir, Börkur Hansen og Guðný Guðbjörnsdóttir. Í þessari rannsókn voru könnuð áhrif efnahagshrunsins á Íslandi árið 2008 á skóla í Reykjavík. Gagnaöflun fór fram á árunum 2013 og 2014 með viðtölum við einstaklinga og í rýnihópum. Niðurstöður benda til þess að tekist hafi að vernda kjarnann […]
Pör að læra saman í leikskóla: Reynsla starfsfólks af K-PALS
Höfundar: Anna-Lind Pétursdóttir og Kristín Helga Guðjónsdóttir. K-PALS (e. Kindergarten Peer-Assisted Learning Strategies) er kennslunálgun sem felur í sér samvinnunám og aðferðir til að efla hljóðkerfisvitund, hljóðaþekkingu og umskráningarfærni barna. Börnin vinna í pörum eftir kynningu kennara á verkefnum. Markmið með þessari rannsókn var að fá innsýn í reynslu starfsmanna í leikskóla af K-PALS, hvernig þeim hefði gengið að […]