23.10.2020
Hermína Gunnþórsdóttir, Kheirie El Hariri og Markus Meckl
Sýrlenskir nemendur í íslenskum grunnskólum: Upplifun nemenda, foreldra og kennara

Greinin segir frá eigindlegri rannsókn á hópi sýrlenskra kvótaflóttamanna sem tekið var á móti árið 2016. Upplifun hluta hópsins af grunnskólanámi er könnuð. Niðurstöður benda til þess að menningarleg gildi hafi haft áhrif á menntunarferlið sem varð til þess að samskipti heimilis og skóla urðu ómarkviss. Það leiddi meðal annars til þess að foreldrar báru ekki fullt traust til íslenskra skóla barna sinna. Kennara virtist skorta viðeigandi stuðning og þjálfun til að takast á við aðstæður þessa nemendahóps. Nemendur sögðust þó, þrátt fyrir þetta, vera ánægðir með skólann sinn og samskipti við kennara.