2.9.2020
Rannveig Björk Þorkelsdóttir og Sólveig Þórðardóttir
Söngleikur sem félagslegur vettvangur

Markmiðið með rannsókninni var að skoða félagslegan ávinning söngleikjaþátttöku, mikilvægi söngleikjaformsins sem óhefðbundins náms og að skoða áhrif söngleikjaþátttöku á félagskvíða hjá nemendum með frammistöðukvíða. Niðurstöður sýna að óhefðbundið nám í söngleikjauppfærslu er mikilvægur vettvangur til að efla félagsfærni nemenda. Söngleikur getur gagnast nemendum í að kynnast og losa um hömlur – margir nemendanna upplifðu aukið öryggi í félagslegum samskiptum í gegnum söngleikjaferlið. Rannsóknin varpar ljósi á nauðsyn þess að efla óhefðubundið nám og listgreinar.