31.12.2018
Hrafnhildur Ragnarsdóttir
Orðaforði íslenskra barna frá 4 til 8 ára aldurs: Langtímarannsókn á vaxtarhraða og stöðugleika

Greinin fjallar um orðaforðahluta viðamikillar langtímarannsóknar á þróun máls og læsis meðal íslenskra barna á aldrinum 4 til 8 ára. Einnig var útbúið orðaforðapróf fyrir börn á þessum aldri. Markmið þess hluta rannsóknarinnar sem greinin fjallar um var meðal annars að afla vísbendinga um vaxtarhraða orðaforða íslenskra barna á mörkum leik- og grunnskóla. Niðurstöður sýndu að orðaforði barna vex hratt á þessum aldri en jafnframt birtust vísbendingar um mikinn einstaklingsmun strax við 4 ára aldur.