25.7.2018
María Steingrímsdóttir og Guðmundur Engilbertsson
Mat nýliða á gagnsemi leiðsagnar í starfi kennara

Greinin fjallar um íslenskan hluta norrænnar rannsóknar á nýliðum í grunn- og framhaldskólum. Kannað var hvernig stuðningur, stjórnun og skipulag í skólum hefur áhrif á hvernig nýir kennarar aðlagast starfinu, meta eigin færni og aðstæður í skólum. Niðurstöðurnar byggja á svörum við spurningalista þar sem svarhlutfall var rúmlega 85%. Innsýn er veitt í það hvernig leiðsögn nýliða er háttað á fyrsta starfsári í grunn- og framhaldsskólum. Helstu niðurstöður eru þær að leiðsögn hefur áhrif á starfshætti og líðan nýliða ef hún er veitt af kennara með svipaðan faglegan grunn og nýliðinn og þeir funda reglulega saman á leiðsagnartímanum.