27.8.2018
Artem Ingmar Benediktsson, Anna Katarzyna Wozniczka, Kriselle Lou Suson Jónsdóttir og Hanna Ragnarsdóttir
Kennsla og stuðningur í íslenskum háskólum: Reynsla innflytjenda

Greinin byggir á niðurstöðum úr rannsóknarverkefni um væntingar og tækifæri innflytjenda á Íslandi til háskólamenntunar og áskoranir tengdar þessu. Markmiðið var að öðlast skilning á upplifun innflytjenda í háskólanámi á Íslandi. Þátttakendur voru 41 nemandi við þrjá háskóla. Niðurstöður rannsóknarinnar benda til að flestir þátttakendur upplifi að kennsluaðferðir séu nútímalegar en skoðanir þeirra á þeim eru mismunandi. Þátttakendur töldu jafnræði ríkja milli nemenda og kennara hér, sem þeir hafi ekki endilega upplifað í heimalöndum sínum. Flestir voru jákvæðir gagnvart kennslu og stuðningi í háskólunum en glímdu þó við ýmsar áskoranir og vandamál, til dæmis í tengslum við tungumálið, samskipti, upplýsingaskort og dvalarleyfi. Þetta gat haft áhrif á nám þeirra og líðan.