Upplifun barna af leikskóladvöl Stundum er maður lengi í leikskólanum, en ekki alltaf

09.12.2021

Klukkan mótar skipulag á leikskólum en upplifun barna á tíma er ekki sú sama og fullorðinna. Markmið rannsóknarinnar sem sagt er frá í greininni var að leita eftir upplifun barna á dvalartíma sínum í leikskóla og varpa ljósi á hvaða þættir hafa áhrif þar á í þeim tilgangi að koma betur til móts við sjónarmið þeirra. Niðurstöður sýna að börnin þekkja ekki annað en að dvelja á leikskóla megnið af vökutíma sínum. Fram kom að vinátta barna er þeim mikilvæg og að þau fáist fjölbreytt viðfangsefni í leikskólanum sem þau fá að stýra sjálf. Gefa þarf tímaskyni barna gaum við skipulag leikskóla.

Höfundar: Anna Magnea Hreinsdóttir og Kristín Dýrfjörð