Það er alltaf þessi faglega samræða. Innleiðing teymiskennslu í tólf grunnskólum

19.03.2021

Í greininni er sagt frá niðurstöðum rannsóknar á innleiðingu teymiskennslu í tólf grunnskólum á Íslandi. Teymiskennslan er hér skilgreind sem kennsla þar sem tveir eða fleiri kennarar eru samábyrgir fyrir árgangi, hópi eða námsgrein. Viðmælendur töldu helsta kost teymiskennslu vera möguleika á verkaskiptingu og hún var oft talin leiða til aukinnar fjölbreytni og aukins þors til að prófa mismunandi útfærslur. Mat viðmælenda var að forsenda árangurs væri gagnkvæmt traust, virðing, stöðug samræða, ígrundun, lausnaleit og stuðningur. Niðurstöðurnar eru í samræmi við erlendar rannsóknir sem gerðar hafa verið á teymiskennslu undanfarna áratugi.