11.04.2019
Marta Eydal, Jóhanna T. Einarsdóttir, Þorlákur Karlsson og Þóra Sæunn Úlfsdóttir
Börn sem eru sein til máls: Áhrif þjálfunar á orðaforða barns á þriðja ári

Tilgangur rannsóknarinnar var að skoða áhrif þjálfunar á orðaforða barns á þriðja ári sem er seint til máls. Þjálfun þátttakandans var byggð á fyrirlögn fyrirfram ákveðinna markorða og fór fram 14 sinnum. Niðurstöður leiddu í ljós að almennur orðaforði barnsins jókst yfir þjálfunartímabilið, umfram það sem vænta mátti vegna almenns þroska. Aukningin sem varð á orðaforða barnsins hélst mánuði eftir að íhlutun lauk. Mikilvægt er að bera kennsl á seinkun í málþroska eins snemma og kostur er og veita viðeigandi örvun eða íhlutun. Rannsóknin bendir til þess að slík þjálfun geti haft góð áhrif.