31.12.2012
Halldóra Haraldsdóttir
Er samfella í læsiskennslu barna á mótum leik- og grunnskóla?

Yfirfærsla (e. transition) á milli fyrstu skólastiga og samfella í námi (e. continuity) hefur fengið töluverða umfjöllun í fræðaheiminum. Markmið rannsóknarinnar sem hér er kynnt var að skoða hvort hugað sé að samfellu í námi barna á mótum skólastiga, einkum hvað varðar læsi. Skoðað var á hvern hátt unnið er með læsi í leikskóla, hvernig upplýsingar flytjast á milli skólastiganna og hvernig þær eru notaðar í grunnskólanum. Tekin voru rýniviðtöl við kennara elstu deilda þriggja leikskóla og yngsta bekkjar tveggja grunnskóla og rýnt í ýmis rituð gögn skólanna. Meginniðurstöður eru þær að skólastofnanirnar hafa skipulegt samstarf á mótum skólastiga. Samstarfið beinist einkum að því að draga úr spennu og kvíða og felst í því að kynna börnum aðstæður og umhverfi grunnskólans. Minna virðist hugað að samræmingu kennsluhátta.