18/01/2017

Sérrit 2016 - Um læsi

► Netla – Veftímarit um uppeldi og menntun: Sérrit 2016 – Um læsi er gefið út á vegum Netlu – Veftímarits um uppeldi og menntun og Menntavísindasviðs Háskóla Íslands og lýtur sérstakri… [meira]

Sérrit 2016 - Um læsi Sérrit 2016 - Um læsi

Nýsköpunarmennt í leikskólastarfi: Hugmyndir barna um hönnun leikskólalóðar

Í ► grein Söru M. Ólafsdóttur og Svanborgar R. Jónsdóttur er arkmiðið með því verkefni sem hér er sagt frá var að nýta aðferðir nýsköpunarmenntar til þess að laða fram hugmyndir… [meira]

Nýsköpunarmennt í leikskólastarfi: Hugmyndir barna um hönnun leikskólalóðar Nýsköpunarmennt í leikskólastarfi: Hugmyndir barna um hönnun leikskólalóðar

„Þegar maður finnur að krökkunum líður vel og eru kátir í skólanum, þá er takmarkinu náð.“ Um hlutverk, ábyrgð og skyldur umsjónarkennara

Í ► grein Erlu Sifjar Markúsdóttur og Lilju M. Jónsdóttur er fjallað um hlutverk, ábyrgð og skyldur umsjónarkennara í grunnskólum á Íslandi. Rannsóknin er eigindleg viðtalsrannsókn… [meira]

„Þegar maður finnur að krökkunum líður vel og eru kátir í skólanum, þá er takmarkinu náð.“ Um hlutverk, ábyrgð og skyldur umsjónarkennara „Þegar maður finnur að krökkunum líður vel og eru kátir í skólanum, þá er takmarkinu náð.“ Um hlutverk, ábyrgð og skyldur umsjónarkennara

Sumarlokun leikskóla: Áhrif á faglegt starf og starfsaðstæður

Í ► grein Önnu Elísu Hreiðarsdóttur og Eyglóar Björnsdóttur er fjallað um sumarlokun leikskóla og hvernig ákvarðanir rekstraraðila tengdar þeim geta haft áhrif á faglegt starf í… [meira]

Sumarlokun leikskóla: Áhrif á faglegt starf og starfsaðstæður Sumarlokun leikskóla: Áhrif á faglegt starf og starfsaðstæður

Námserfiðleikar og velgengni í námi: Um mikilvægi stuðnings

Í ► grein Sigrúnar Harðardóttur og Guðrúnar Kristinsdóttur er greint frá niðurstöðum nýlegrar rannsóknar sem ætlað var að varpa ljósi á hvað nemendur með námserfiðleika telja… [meira]

Námserfiðleikar og velgengni í námi: Um mikilvægi stuðnings Námserfiðleikar og velgengni í námi: Um mikilvægi stuðnings

Lýðræði og menntun: Hugleiðing um aldargamla bók

Í ► grein Atla Harðarsonar er fjallað um Bókina Lýðræði og menntun (Democracy and education) er höfuðrit Johns Dewey (1859–1952) um heimspeki menntunar. Hún kom fyrst út árið 1916… [meira]

Lýðræði og menntun: Hugleiðing um aldargamla bók Lýðræði og menntun: Hugleiðing um aldargamla bók

„Faggi, tappi, lessa, feit eða heit“: Orðtíðni framhaldsskólanema um staðalmyndir kynhneigðar og kyngervis

Í ► grein Jóns Ingvars Kjaran er fjallað um viðhorf framhaldsskólanema til staðalmynda á borð við útlit, kyngervi og kynhneigð. Til að skyggnast inn í hugmyndaheim þeirra var lögð megindleg… [meira]

„Faggi, tappi, lessa, feit eða heit“: Orðtíðni framhaldsskólanema um staðalmyndir kynhneigðar og kyngervis „Faggi, tappi, lessa, feit eða heit“: Orðtíðni framhaldsskólanema um staðalmyndir kynhneigðar og kyngervis

Veikindafjarvistir, læknisheimsóknir og vinnutengd líðan í kjölfar bankahruns: Samanburður á starfsfólki skóla og öðru starfsfólki sveitarfélaga

Í ► grein Guðbjargar Lindu Rafnsdóttur og Hjördísar Sigursteinsdóttur er varpað ljósi á veikindi, veikindafjarvistir og læknisheimsóknir starfsfólks grunnskóla/tónlistarskóla og leikskóla… [meira]

Veikindafjarvistir, læknisheimsóknir og vinnutengd líðan í kjölfar bankahruns: Samanburður á starfsfólki skóla og öðru starfsfólki sveitarfélaga Veikindafjarvistir, læknisheimsóknir og vinnutengd líðan í kjölfar bankahruns: Samanburður á starfsfólki skóla og öðru starfsfólki sveitarfélaga

Heimanám í íslenskum grunnskólum: Umfang og viðhorf nemenda, foreldra og kennara til þess

Í ►grein Ingvars Sigurgeirssonar og Amalíu Björnsdóttir eru könnuð viðhorf nemenda, foreldra og kennara grunnskóla til heimanáms og hvort þættir eins og kyn og námsgeta hafi áhrif á… [meira]

Heimanám í íslenskum grunnskólum: Umfang og viðhorf nemenda, foreldra og kennara til þess Heimanám í íslenskum grunnskólum: Umfang og viðhorf nemenda, foreldra og kennara til þess

Reynsla skólastjóra af meistaranámi í stjórnun skólastofnana

Í ► grein Önnu Þóru Baldursdóttur og Sigríðar Margrétar Sigurðardóttir er sagt frá rannsókn á viðhorfi og reynslu skólastjóra sem brautskráðst hafa úr meistaranámi í skólastjórnun… [meira]

Reynsla skólastjóra af meistaranámi í stjórnun skólastofnana Reynsla skólastjóra af meistaranámi í stjórnun skólastofnana

Lýðræði í frjálsum leik barna

Í ►grein Gunnlaugs Sigurðssonar er fjallað um fræðilegan grunn að þróunarverkefni sem unnið var að í leikskólanum Krakkaborg. Markmið verkefnisins var að efla sjálfsprottinn, öðru nafni… [meira]

Lýðræði í frjálsum leik barna Lýðræði í frjálsum leik barna

„Þetta gefur okkur vettvang utan skólans“: Facebook sem verkfæri í háskólanámi

Í ► grein Silju Báru Ómarsdóttur er lýst tilraunaverkefni í stjórnmálafræði, þar sem óformlegir hópar voru stofnaðir á Facebook, samhliða námskeiðum. Gengið er út frá hugmyndum… [meira]

„Þetta gefur okkur vettvang utan skólans“: Facebook sem verkfæri í háskólanámi „Þetta gefur okkur vettvang utan skólans“: Facebook sem verkfæri í háskólanámi

Verkfæri þjóðminninga: Tyrkjaránið í skólabókunum (seinni hluti)

Í ► grein Þorsteins Helgasonar er skipt í tvo hluta er kannað hvernig fjallað hefur verið um Tyrkjaránið í sögukennslubókum frá 1880 til þessa dags. Hér er þráðurinn tekinn upp um 1960.… [meira]

Verkfæri þjóðminninga: Tyrkjaránið í skólabókunum (seinni hluti) Verkfæri þjóðminninga: Tyrkjaránið í skólabókunum (seinni hluti)

Kynjajafnrétti og kennaramenntun: Ákall kennaranema um aukna fræðslu

Í  ► grein Guðnýar S. Guðbjörnsdóttur og Þórdísar Þórðardóttur er sagt frá rannsókn á þekkingu, áhuga og viðhorfum kennaranema á jafnréttismálum með áherslu á kynjajafnrétti.… [meira]

Kynjajafnrétti og kennaramenntun: Ákall kennaranema um aukna fræðslu Kynjajafnrétti og kennaramenntun: Ákall kennaranema um aukna fræðslu

Kynjajafnrétti og kennaramenntun: Ákall kennaranema um aukna fræðslu

Í  ► grein Guðnýar S. Guðbjörnsdóttur og Þórdísar Þórðardóttur er sagt frá rannsókn á þekkingu, áhuga og viðhorfum kennaranema á jafnréttismálum með áherslu á kynjajafnrétti. Niðurstöður benda til þess að fáir þeirra hafi kynnst kynjafræði áður en þeir hófu kennaranámið og mikill meirihluti þeirra er ósammála því að fræðsla um kynjajafnrétti hafi verið hluti af […]

Verkfæri þjóðminninga: Tyrkjaránið í skólabókunum (seinni hluti)

Í ► grein Þorsteins Helgasonar er skipt í tvo hluta er kannað hvernig fjallað hefur verið um Tyrkjaránið í sögukennslubókum frá 1880 til þessa dags. Hér er þráðurinn tekinn upp um 1960. Fram kemur að þjóðhverf framsetning frásagnarinnar af Tyrkjaráninu mótaðist á fyrri hluta tuttugustu aldar en atburðurinn var svo sérkennilegur að erfitt var að steypa […]

„Þetta gefur okkur vettvang utan skólans“: Facebook sem verkfæri í háskólanámi

Í ► grein Silju Báru Ómarsdóttur er lýst tilraunaverkefni í stjórnmálafræði, þar sem óformlegir hópar voru stofnaðir á Facebook, samhliða námskeiðum. Gengið er út frá hugmyndum um að háskólanemar í dag séu innfæddir netverjar og markmiðið var að efla sjálfsmynd þeirra og starfssamfélag, með hliðsjón af kenningum um aðstæðubundið nám og starfssamfélög. Rannsóknin er byggð á […]

Lýðræði í frjálsum leik barna

Í ►grein Gunnlaugs Sigurðssonar er fjallað um fræðilegan grunn að þróunarverkefni sem unnið var að í leikskólanum Krakkaborg. Markmið verkefnisins var að efla sjálfsprottinn, öðru nafni frjálsan leik barnanna sem markvissa náms- og kennsluaðferð til lýðræðis, í skilningi Aðalnámskrár leikskóla, 2011. Þróunarverkefnið var unnið í tveim áföngum. Í þeim fyrri var markmiðið að greinarhöfundur, skólastjóri […]

Reynsla skólastjóra af meistaranámi í stjórnun skólastofnana

Í ► grein Önnu Þóru Baldursdóttur og Sigríðar Margrétar Sigurðardóttir er sagt frá rannsókn á viðhorfi og reynslu skólastjóra sem brautskráðst hafa úr meistaranámi í skólastjórnun við kennaradeild Háskólans á Akureyri og þeim áhrifum sem þeir telja að námið hafi haft á þá og störf þeirra á vettvangi. Gögnum var safnað með hálfstöðluðum viðtölum við 14 […]

Störf deildarstjóra í grunnskólum – verkefni og áherslur

Í ► grein Barkar Hansen og Steinunnar Helga Lárusdóttir er fjallað um að í kjölfar tilfærslu grunnskólans frá ríki til sveitarfélaga breyttu skólar smám saman stjórnskipulagi sínu og komu á dreifðri forystu með því að fjölga millistjórnendum. Flestir fengu þeir starfsheitið deildarstjórar. Hér segir frá niðurstöðum rannsóknar meðal deildarstjóra í 17 íslenskum grunnskólum. Meginmarkmið rannsóknarinnar var að draga upp mynd […]

Heimanám í íslenskum grunnskólum: Umfang og viðhorf nemenda, foreldra og kennara til þess

Í ►grein Ingvars Sigurgeirssonar og Amalíu Björnsdóttir eru könnuð viðhorf nemenda, foreldra og kennara grunnskóla til heimanáms og hvort þættir eins og kyn og námsgeta hafi áhrif á þessi viðhorf. Auk þess var umfang heimanáms kannað, svo og áhugi nemenda á því. Byggt var á gögnum sem safnað var í tengslum við stærri rannsókn á starfsháttum í 20 […]

Veikindafjarvistir, læknisheimsóknir og vinnutengd líðan í kjölfar bankahruns: Samanburður á starfsfólki skóla og öðru starfsfólki sveitarfélaga

Í ► grein Guðbjargar Lindu Rafnsdóttur og Hjördísar Sigursteinsdóttur er varpað ljósi á veikindi, veikindafjarvistir og læknisheimsóknir starfsfólks grunnskóla/tónlistarskóla og leikskóla í samanburði við annað starfsfólk sveitarfélaga í kjölfar efnahagshrunsins 2008. Spurt er: „Breyttist fjöldi veikindadaga og læknisheimsókna vegna vinnutengdra þátta meðal starfsfólks skólanna og annars starfsfólks sveitarfélaga á Íslandi í kjölfar bankahrunsins 2008?“ Eru tengsl […]

„Faggi, tappi, lessa, feit eða heit“: Orðtíðni framhaldsskólanema um staðalmyndir kynhneigðar og kyngervis

Í ► grein Jóns Ingvars Kjaran er fjallað um viðhorf framhaldsskólanema til staðalmynda á borð við útlit, kyngervi og kynhneigð. Til að skyggnast inn í hugmyndaheim þeirra var lögð megindleg myndakönnun fyrir 238 þátttakendur í tveimur framhaldsskólum. Myndakönnunin var þess eðlis að sjö myndir voru valdar með það fyrir augum að þær væru á einhvern hátt staðalmynd(ir) […]

Lýðræði og menntun: Hugleiðing um aldargamla bók

Í ► grein Atla Harðarsonar er fjallað um Bókina Lýðræði og menntun (Democracy and education) er höfuðrit Johns Dewey (1859–1952) um heimspeki menntunar. Hún kom fyrst út árið 1916 og á því aldarafmæli. Í þessari grein er gerð tilraun til að skilja þetta verk og setja í hugmyndasögulegt samhengi. Í þau hundrað ár sem liðin eru frá útkomu […]

Námserfiðleikar og velgengni í námi: Um mikilvægi stuðnings

Í ► grein Sigrúnar Harðardóttur og Guðrúnar Kristinsdóttur er greint frá niðurstöðum nýlegrar rannsóknar sem ætlað var að varpa ljósi á hvað nemendur með námserfiðleika telja að hafi haft áhrif á námsárangur þeirra. Byggt er á vistfræðikenningu Bronfenbrenners um gagnvirk áhrif foreldra, skóla og samfélags á þroska og aðlögun barna, og á öðrum rannsóknum sem sýna hvað hefur […]

Sumarlokun leikskóla: Áhrif á faglegt starf og starfsaðstæður

Í ► grein Önnu Elísu Hreiðarsdóttur og Eyglóar Björnsdóttur er fjallað um sumarlokun leikskóla og hvernig ákvarðanir rekstraraðila tengdar þeim geta haft áhrif á faglegt starf í skólunum og starfsaðstæður kennara og barna. Rekstrarlegir þættir þrýsta á um fulla nýtingu leikskóla allan ársins hring og það skapar sérstakar aðstæður sem ekki eru fordæmi fyrir á öðru skólastigi. Spurningakönnun var […]

„Þegar maður finnur að krökkunum líður vel og eru kátir í skólanum, þá er takmarkinu náð.“ Um hlutverk, ábyrgð og skyldur umsjónarkennara

Í ► grein Erlu Sifjar Markúsdóttur og Lilju M. Jónsdóttur er fjallað um hlutverk, ábyrgð og skyldur umsjónarkennara í grunnskólum á Íslandi. Rannsóknin er eigindleg viðtalsrannsókn og var megintilgangurinn að kynnast viðhorfum þeirra til starfs síns. Kannaðar voru hugmyndir sex umsjónarkennara um hlutverk sitt, ábyrgð og skyldur og hvað þeim þótti erfitt og ánægjulegt í starfi. Niðurstöður […]

Nýsköpunarmennt í leikskólastarfi: Hugmyndir barna um hönnun leikskólalóðar

Í ► grein Söru M. Ólafsdóttur og Svanborgar R. Jónsdóttur er arkmiðið með því verkefni sem hér er sagt frá var að nýta aðferðir nýsköpunarmenntar til þess að laða fram hugmyndir leikskólabarna um endurskipulagningu og hönnun leikskólalóðar. Þátttakendur voru 4–5 ára börn í leikskóla sem staðsettur er á landsbyggðinni. Börnin notuðu fjölbreyttar aðferðir til þess að þróa hugmyndir sínar […]

Sérrit 2016 – Um læsi

► Netla – Veftímarit um uppeldi og menntun: Sérrit 2016 – Um læsi er gefið út á vegum Netlu – Veftímarits um uppeldi og menntun og Menntavísindasviðs Háskóla Íslands og lýtur sérstakri ritstjórn. Greinar í sérritinu eru sex talsins eftir ellefu höfunda, allar ritrýndar. ► Sjá nánar

Sérrit 2015 – Um útinám

► Netla – Veftímarit um uppeldi og menntun: Sérrit 2015 – Um útinám er gefið út á vegum Netlu – Veftímarits um uppeldi og menntun og Menntavísindasviðs Háskóla Íslands og lýtur sérstakri ritstjórn. Greinar í sérritinu eru fimm talsins eftir sjö höfunda, þar af fjórar ritrýndar. ► Sjá nánar

Sérrit 2015 – Hlutverk og menntun þroskaþjálfa

► Netla – Veftímarit um uppeldi og menntun: Sérrit 2015 – Hlutverk og menntun þroskaþjálfa er gefið út á vegum Netlu – Veftímarits um uppeldi og menntun og Menntavísindasviðs Háskóla Íslands og lýtur sérstakri ritstjórn. Greinar í sérritinu eru átta talsins eftir ellefu höfunda, þar af sjö ritrýndar. ► Sjá nánar

Hugleiðingar um heildstæða menntastefnu

Í ► grein Kolbrúnar Þ. Pálsdóttur hvetur hún til þess að litið sé heildstætt á menntun og að mótuð verði menntastefna sem horfi einnig til þess mikilvæga starfs sem unnið er á sviði tómstunda og félagsmála. Kveikjan að þessari grein var lestur höfundar á bókinni Leading educational change: Global issues, challenges and lessons on whole-system […]

Ákall og áskoranir: Vegsemd og virðing í skólastarfi

► Grein Sigrúnar Aðalbjarnardóttur beinir athygli að kennurum í samtíð og framtíð og faglegu hlutverki þeirra. Þrennt er dregið fram hvað það snertir. Í fyrsta lagi mikilvægi þess að rækta borgaravitund ungs fólks á öllum skólastigum frá leikskóla til háskóla. Þátttaka fólks í ákvörðunum um samfélagsmál er ein meginstoða lýðræðis og því mikilvægt á hverjum […]

Málsýni leikskólabarna: Aldursbundin viðmið

► Grein Jóhönnu T. Einarsdóttur og Álfhildar Þorsteinsdóttur lýsir rannsókn sem hafði þann tilgang að finna aldursbundin viðmið fyrir máltjáningu íslenskra leikskólabarna út frá sjálfsprottnu tali eins og það birtist í málsýnum. Skoðaðir voru eftirtaldir þættir: Meðallengd segða (MLS), heildarfjöldi orða (HFO), fjöldi mismunandi orða (FMO) og hlutfallslegur fjöldi villna. Einnig var athugað hvort kynbundinn […]

Why do people with little formal education not participate in lifelong learning activities? The views of adult educators

Adult participation in organized learning activities has been the subject of intensive research since the 1960s. The fact that adults chose to spend otherwise free time on participating in adult education courses used to fascinate researchers. But when lifelong learning was discovered to be a driving force for the economy, participation in learning activities became […]

Námssögur: Tæki til að meta áhuga, virkni og líðan barna í leikskóla

► Grein Kristínar Karlsdóttur og Önnu Magneu Hreinsdóttur fjallar um starfendarannsókn sem fór fram samhliða þróunarverkefni í átta leikskólum í sveitarfélagi á höfuðborgarsvæðinu. Deildarstjórar leikskólanna, 23 talsins, tóku þátt í rannsókninni ásamt höfundum þessarar greinar; lektor við Háskóla Íslands og leikskólafulltrúa Garðabæjar. Markmiðið var að þróa skráningu á námssögum og fylgjast með því hvernig deildarstjórarnir […]

Málþroski leikskólabarna: Þróun orðaforða, málfræði og hlustunarskilnings milli fjögra og fimm ára aldurs

► Grein Hrafnhildar Ragnarsdóttur fjallar um rannsókn á málþroska leikskólabarna, þróun orðaforða, málfræði og hlustunarskilnings milli fjögra og fimm ára aldurs. Að börn öðlist góðan málþroska er mikilvægt markmið í sjálfu sér auk þess sem tungumálið er mikilvægasta verkfæri hugans og lykillinn að hugarheimi annarra. Málþroski á leikskólaaldri er því stór áhrifavaldur í félags- og […]

„Voruð þið að tala um mig?“: Um nemendavernd í grunnskólum

Í ► grein þeirra Jóhönnu Kr. Arnberg Gísladóttur, Guðrúnar Kristinsdóttur og Amalíu Björnsdóttur segir frá rannsókn á starfsemi nemendaverndarráða í grunnskólum og hlutdeild nemenda í ákvörðunartöku í eigin málum í ráðunum. Tilgangurinn með rannsókninni er að veita innsýn í störf ráðanna og draga lærdóm af niðurstöðum en einnig að vekja lesendur til umhugsunar um réttindastöðu […]