Höfundur: Meyvant Þórólfsson.
Hér er gerð grein fyrir því meginsjónarmiði félagslegrar hugsmíðikenningar að þekking byggist upp með virkri þátttöku nemandans og að taka verði tillit til forhugmynda hans. Lögð er áhersla á mikilvægi tungumáls og samskipta við hugmynda- og hugtakamyndun og minnt á þá sterku afstæðishneigð sem felst í sýn hugsmíðikenningar og þá leið að láta gerleika (e. viability) hugmynda ráða afdrifum þeirra, þar til þær víkja fyrir öðrum hugmyndum sem teljast sannari eða traustari.
Útgáfudagur: 7.2.2003