Höfundar: Guðbjörg Fjóla Hannesdóttir, Lóa Guðrún Gísladóttir og Anna Magnea Hreinsdóttir.
Greinin fjallar um mikilvægi foreldrafræðslu í leik- og grunnskólum og hvernig slík fræðsla getur styrkt foreldra í uppeldishlutverki sínu, aukið farsæld barna og stuðlað að betri tengslum milli skóla og heimila. Rannsóknin byggir á þróunarverkefninu Föruneyti barna, sem var unnið í samstarfi við leik- og grunnskóla og skólaþjónustu sveitarfélaga. Markmið rannsóknarinnar var að kanna sýn kennara og starfsfólks skólaþjónustu til foreldrafræðslu og kortleggja raunhæfar leiðir til að stuðla að þátttöku foreldra.
Rannsóknin sýnir að foreldrar þurfa að hafa hvatningu og tækifæri til að sækja fræðslunámskeið. Þátttakendur bentu á að námskeið sem haldin væru á dagvinnutíma eða með stuðningi vinnustaða væru líklegri til að ná til fleiri foreldra. Mikil áhersla var lögð á að nýta leik- og grunnskóla sem vettvang fyrir foreldrafræðslu, þar sem skólar eru í lykilstöðu til að ná til foreldra. Niðurstöður benda til þess að markviss foreldrafræðsla geti orðið að eðlilegum hluta foreldrahlutverksins, ef hún er skipulögð sem hluti af skólastarfi og kynnt með jákvæðum hætti.
Útgáfudagur: 15. febrúar 2025