Starfsfólk leikskóla þróar eigin starfshætti með ungum börnum
Markmið þessarar rannsóknar var að kanna reynslu leikskólakennara og leiðbeinenda af þátttöku í starfendarannsókn þar sem tilgangurinn var að ýta undir starfsþróun og fagmennsku í leikskólastarfi með ungum börnum. Í rannsókninni er litið á starfsþróun sem formlega og óformlega menntun sem dýpkar og bætir hæfni og þekkingu kennara. Niðurstöðurnar sýna að starfsfólki fannst rannsóknarferlið bæði lærdómsríkt og valdeflandi. Þessi rannsókn bætir við þekkingu á hvernig starfendarannsóknir geta verið áhrifarík nálgun fyrir starfsþróun kennara og leiðbeinenda. Jafnframt varpar hún ljósi á mikilvægi þess að leikskólakennarar og aðrir sem starfa með börnum fái tækifæri og tíma til ígrundunar svo bæta megi starfshætti og menntun ungra barna.
Höfundar: Ingibjörg Ósk Sigurðardóttir og Hrönn Pálmadóttir