Höfundar: Hrund Gautadóttir og Eygló Friðriksdóttir.
Hér segir frá fimm skólum sem starfsfólk Ingunnarskóla heimsótti í Minnesota haustið 2004. Skólarnir voru valdir með hliðsjón af skólastefnu Ingunnarskóla en þar er verið að þróa sveigjanlega starfshætti með áherslu á samkennslu, teymisvinnu kennara, virkni og ábyrgð nemenda, heildstæð viðfangsefni, samvinnunám og sköpun auk náinna tengsla við grenndarsamfélagið.
Útgáfudagur: 3.3.2005